Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Færri konur en karlar fá hjartahnoð á almannafæri

Ný kanadísk rann­sókn sýn­ir að kon­ur sem fá hjarta­stopp eru ólík­legri en karl­ar til að fá hjarta­hnoð, sér­stak­lega ef at­burð­ur­inn á sér stað á al­manna­færi.

Færri konur en karlar fá hjartahnoð á almannafæri

Svo virðist sem fólki finnist óþægilegt að veita konum sem fá hjartastopp á almannafæri hjartahnoð. Ný kanadísk rannsókn sýnir að aðeins 54 prósent fólks sem fór í hjartastopp á almannafæri var hnoðað af vegfarendum og enn meira sláandi er að konur í hjartastoppi voru 28 prósent ólíklegri en karlar til að fá slíka lífsbjörg. Hins vegar sýndi rannsóknin að engin munur var á meðferð sjúklinga eftir kyni ef veikindin áttu sér stað inni á heimilum.

Vísindamenn hvetja þá sem verða vitni að fólki í hjartastoppi til að hefja endurlífgun – óháð aldri og kyni sjúklingsins.

Teymi kanadískra vísindamanna safnaði gögnum um 39 þúsund manns sem fóru í hjartastopp utan sjúkrahúsa í Bandaríkjunum og Kanada á árunum 2005-2015.

„Við vitum ekki af hverju þetta er svona,“ segir Alexis Cournoyer sem er einn höfunda rannsóknarinnar og starfar sem læknir á sjúkrahúsi í Montreal. „Skýringin gæti verið sú að fólk sé hrætt um …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Það vantar upplýsingar um kynjahlutfall þeirra sem veita hjartahnoð. Til að veita hjartahnoð þarf að finna rétta staðinn á bringunni milli brjósta til að þrýsta á en við karlmenn erum aldir upp með það að leiðarljósi að brjóstin á konu eru persónulegt svæði sem má ekki snerta.
    Ef karlmenn eru einnig meirihluti þeirra sem veita hjálp (þetta er tilgáta) þá gæti það verið útskýringin.
    Það gildir sérstaklega úti á götu þar sem líklegt er að konan er alls ókunnug hugsanlegum hjálpendum.
    Í húsnæði eru meiri líkur á því að konan þekkist (starfssystir, ættingi, vinur) og áhyggjurnar um líf hennar lækka þröskuldinn fyrir utan það að hópur þekkist væntanlega innbyrðis og stappar stáli í hvert annað.
    Úti á götu er alltaf öryggara fyrir mann sjálfan að halda sig í bakgrunni.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við erum að virkja fyrir peningana sem okkur langar í“
6
Viðtal

„Við er­um að virkja fyr­ir pen­ing­ana sem okk­ur lang­ar í“

Odd­ur Sig­urðs­son hlaut Nátt­úru­vernd­ar­við­ur­kenn­ingu Sig­ríð­ar í Bratt­holti. Hann spáði fyr­ir um enda­lok Ok­jök­uls og því að Skeið­ará myndi ekki ná að renna lengi í sín­um far­vegi, sem rætt­ist. Nú spá­ir hann því að Reykja­nesskagi og höf­uð­borg­ar­svæð­ið fari allt und­ir hraun á end­an­um. Og for­dæm­ir fram­kvæmdagleði Ís­lend­inga á kostn­að nátt­úru­vernd­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár