Svo virðist sem fólki finnist óþægilegt að veita konum sem fá hjartastopp á almannafæri hjartahnoð. Ný kanadísk rannsókn sýnir að aðeins 54 prósent fólks sem fór í hjartastopp á almannafæri var hnoðað af vegfarendum og enn meira sláandi er að konur í hjartastoppi voru 28 prósent ólíklegri en karlar til að fá slíka lífsbjörg. Hins vegar sýndi rannsóknin að engin munur var á meðferð sjúklinga eftir kyni ef veikindin áttu sér stað inni á heimilum.
Vísindamenn hvetja þá sem verða vitni að fólki í hjartastoppi til að hefja endurlífgun – óháð aldri og kyni sjúklingsins.
Teymi kanadískra vísindamanna safnaði gögnum um 39 þúsund manns sem fóru í hjartastopp utan sjúkrahúsa í Bandaríkjunum og Kanada á árunum 2005-2015.
„Við vitum ekki af hverju þetta er svona,“ segir Alexis Cournoyer sem er einn höfunda rannsóknarinnar og starfar sem læknir á sjúkrahúsi í Montreal. „Skýringin gæti verið sú að fólk sé hrætt um …
Ef karlmenn eru einnig meirihluti þeirra sem veita hjálp (þetta er tilgáta) þá gæti það verið útskýringin.
Það gildir sérstaklega úti á götu þar sem líklegt er að konan er alls ókunnug hugsanlegum hjálpendum.
Í húsnæði eru meiri líkur á því að konan þekkist (starfssystir, ættingi, vinur) og áhyggjurnar um líf hennar lækka þröskuldinn fyrir utan það að hópur þekkist væntanlega innbyrðis og stappar stáli í hvert annað.
Úti á götu er alltaf öryggara fyrir mann sjálfan að halda sig í bakgrunni.