Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Færri konur en karlar fá hjartahnoð á almannafæri

Ný kanadísk rann­sókn sýn­ir að kon­ur sem fá hjarta­stopp eru ólík­legri en karl­ar til að fá hjarta­hnoð, sér­stak­lega ef at­burð­ur­inn á sér stað á al­manna­færi.

Færri konur en karlar fá hjartahnoð á almannafæri

Svo virðist sem fólki finnist óþægilegt að veita konum sem fá hjartastopp á almannafæri hjartahnoð. Ný kanadísk rannsókn sýnir að aðeins 54 prósent fólks sem fór í hjartastopp á almannafæri var hnoðað af vegfarendum og enn meira sláandi er að konur í hjartastoppi voru 28 prósent ólíklegri en karlar til að fá slíka lífsbjörg. Hins vegar sýndi rannsóknin að engin munur var á meðferð sjúklinga eftir kyni ef veikindin áttu sér stað inni á heimilum.

Vísindamenn hvetja þá sem verða vitni að fólki í hjartastoppi til að hefja endurlífgun – óháð aldri og kyni sjúklingsins.

Teymi kanadískra vísindamanna safnaði gögnum um 39 þúsund manns sem fóru í hjartastopp utan sjúkrahúsa í Bandaríkjunum og Kanada á árunum 2005-2015.

„Við vitum ekki af hverju þetta er svona,“ segir Alexis Cournoyer sem er einn höfunda rannsóknarinnar og starfar sem læknir á sjúkrahúsi í Montreal. „Skýringin gæti verið sú að fólk sé hrætt um …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Það vantar upplýsingar um kynjahlutfall þeirra sem veita hjartahnoð. Til að veita hjartahnoð þarf að finna rétta staðinn á bringunni milli brjósta til að þrýsta á en við karlmenn erum aldir upp með það að leiðarljósi að brjóstin á konu eru persónulegt svæði sem má ekki snerta.
    Ef karlmenn eru einnig meirihluti þeirra sem veita hjálp (þetta er tilgáta) þá gæti það verið útskýringin.
    Það gildir sérstaklega úti á götu þar sem líklegt er að konan er alls ókunnug hugsanlegum hjálpendum.
    Í húsnæði eru meiri líkur á því að konan þekkist (starfssystir, ættingi, vinur) og áhyggjurnar um líf hennar lækka þröskuldinn fyrir utan það að hópur þekkist væntanlega innbyrðis og stappar stáli í hvert annað.
    Úti á götu er alltaf öryggara fyrir mann sjálfan að halda sig í bakgrunni.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár