Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Flótti heimila í verðtryggð lán heldur áfram – Met sett í ágúst

Heim­ili lands­ins eru að greiða upp óverðryggt íbúðalán sín á met­hraða og færa sig yf­ir í verð­tryggð lán. Sú til­færsla trygg­ir lægri mán­að­ar­lega greiðslu­byrði en eig­ið fé sem mynd­ast hef­ur í fast­eign­inni mun drag­ast sam­an vegna verð­bóta og þess að íbúða­verð er far­ið að lækka skarpt.

Flótti heimila í verðtryggð lán heldur áfram – Met sett í ágúst
Ástæðan Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur hækkað stýrivexti 14 sinnum í röð, úr 0,75 í 9,25 prósent í baráttu sinni gegn verðbólgu, sem þó er enn 7,7 prósent. Þær hækkanir hafa gert greiðslubyrði óverðtryggðra lána á breytilegum vöxtum óyfirstíganlega fyrir mörg heimili og því eru þau að færa sig í unnvörpum yfir í verðtryggð íbúðalán. Mynd: Seðlabanki Íslands

Heimili landsins hafa greitt niður óverðtryggð íbúðalán hjá bönkum fyrir 41,3 milljörðum króna meira en þau hafa tekið af slíkum lánum frá síðustu áramótum og út ágústmánuð. Þar munar mestu um uppgreiðslu á lánum sem bera breytilega vexti en á þriggja mánaða tímabili, frá byrjun júní og til loka ágúst, námu uppgreiðslur umfram lántökur á slíkum lánum 35,7 milljörðum króna. 

Uppgreiðslur á íbúðalánum sem bera breytilega óverðtryggða vexti hafa raunar aldrei verið meiri en þær voru í síðasta mánuði, þegar þær voru alls 14 milljarða króna umfram nýjar lántökur. 

Frá byrjun árs hefur taka verðtryggðra lána hjá Landsbankanum, Íslandsbanka og Arion banka á hinn bóginn tekið stökk upp á við. Alls er umfang verðtryggðra útlána umfram uppgreiðslur 74,5 milljarðar króna frá áramótum og fram að síðustu mánaðamótum. Það er tvisvar sinnum hærri upphæð en lánuð var til heimila verðtryggt á árinu 2022.

Umfang verðtryggðra íbúðalána í ágúst, þegar alls 17,7 milljarðar króna voru lánaðir út af slíkum lánum, er það mesta sem hefur nokkru sinni verið lánað út verðtryggt til heimila í einum mánuði. 

Þetta má lesa úr nýjum hagtölum Seðlabanka Íslands um bankakerfið.

Ráða ekki lengur við greiðslubyrði

Ástæða þess að fólk flýr unnvörpum úr óverðtryggðum lánum og yfir í verðtryggð lán liggur í miklum hækkunum á stýrivöxtum. Þeir voru 0,75 prósent í apríl 2021 en eru nú 9,25 prósent. Fyrir vikið hafa breytilegir óverðtryggðir vextir farið úr því að vera í kringum 3,4 prósent og í um ellefu prósent á tveimur árum. Þessi kúvending hefur allt að tvöfaldað mánaðarlega greiðslubyrði sumra heimila. 

Við slíkar aðstæður eiga heimilin nokkra kosti. Þau geta sett vaxtaþak á lánin sín, en þá leggst hluti af greiðslubyrðinni á höfuðstól lánanna. Þau geta sent lánin í tímabundin frí, og þá leggst öll mánaðarlega greiðslubyrðin á höfuðstólin. Þau geta lengt í lánunum eða breytt úr jafngreiðsluláni í jafnar afborganir. En sá kostur sem flest heimili sem lenda í greiðsluvandræðum velja er að færa sig úr óverðtryggðu láni, sem tryggir að eign í húsnæði myndast hraðar, yfir í verðtryggt lán, sem tryggir mun lægri greiðslubyrði á mánuði en hefur þær afleiðingar í 7,7 prósent verðbólgu líkt og nú er að eigið fé tekur að étast upp þegar verðbætur leggjast á höfuðstólinn.

Flóttinn mun halda áfram

Búast má við að tilfærslan yfir í verðtryggð lán muni halda áfram næstu ár að óbreyttu. Í nýjasta Fjármálastöðugleikariti Seðlabanka Íslands er greint frá því að fjárhæð þeirra óverðtryggðu íbúðalána sem ljúka fastvaxtatímabilinu sínu á síðustu fimm mánuðum ársins 2023 sé um 53 milljarðar króna. Á næsta ári nemur sú upphæð 128 milljörðum króna og 2025 281 milljarði króna. 

Fastir vextir þeirra sem eru með óverðtryggð lán í banka sem losna á seinni hluta næsta árs eru 4,47 prósent. Því fólki mun standa til boða að færa sig yfir í óverðtryggða vexti sem eru í dag, lík og áður sagði, í besta falli um ellefu prósent.

Haldi yfirstandandi þróun áfram, og fleiri heimili færa sig í sífellu yfir í verðtryggð lán, mun mánaðarleg greiðslubyrði þeirra lækka. Það þýðir að svigrúm til einkaneyslu mun aukast en Seðlabankinn hefur markvisst verið að reyna að draga úr henni í baráttu sinni við verðbólguna. 

Bólan sprungin og húsnæðisverð að lækka

Heildarumfang verðtryggðra útlána hefur farið úr því að 622 milljarðar króna um síðustu áramót í að vera 729 milljarðar króna í lok ágúst. Það er aukning 17 prósent á átta mánuðum. 

Í krónum talið hefur umfang verðtryggðra íbúðalána aldrei verið meira. Ástæðan þess að hækkun á útistandandi verðtryggðum íbúðalánum er umfram þau lán sem voru tekin er sú að í mikilli verðbólgu, líkt og hefur geisað undanfarna mánuði, leggjast verðbætur á höfuðstól lánanna og hækka hann. 

Umfang óverðtryggðra íbúðalána hefur hins vegar dregist umtalsvert saman síðustu mánuði. Í lok síðasta árs var umfang þess lánastabba um 1.130 milljarðar króna. Í lok júní síðastliðins var hann kominn niður í 1.077 milljarða króna og hafði þar með lækkað um 53 milljarða króna á átta mánuðum, eða um tæp fimm prósent. 

Í Fjármálastöðugleikaritinu var greint frá því að tölfræðipróf sem bankinn framkvæmir til að bera kennsl á bólumyndun á eignamörkuðum sýni að það sé ekki lengur merki um að bóla sé á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu.

Íbúðaverð þar hafi þvert á móti lækkað um 5,3 prósent að raunvirði undanfarið ár. Það eru mikil tíðindi enda hækkaði íbúðaverð á svæðinu um þriðjung frá byrjun árs 2021 og fram til síðustu áramót og tvöfaldast á áratug.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    "Haldi yfirstandandi þróun áfram, og fleiri heimili færa sig í sífellu yfir í verðtryggð lán, mun mánaðarleg greiðslubyrði þeirra lækka. Það þýðir að svigrúm til einkaneyslu mun aukast en Seðlabankinn hefur markvisst verið að reyna að draga úr henni í baráttu sinni við verðbólguna. "

    Með öðrum orðum: Aðgerðir seðlabankans sem hafa það yfirlýsta markmið að berjast gegn verðbólgu eru byrjaðar að vinna beinlínis gegn því markmiði.
    0
  • ÁGS
    Ásgeir Grétar Sigurðsson skrifaði
    Krónukollsteypurnar hérlendis setja eina kynslóð í gjaldþrot með reglulegu millibili.

    1980 - 1984, 2 núll sniðin af krónunni eftir röð gengisfellinga og verðtrygging tekin upp eftir að verðbólga mældist yfir 120%.

    2008 - 2010, bankahrunið, þ.m.t. seðlabankinn gjaldþrota, krónan féll um 50 - 65%.

    Og nú, 2023 - ? blasir enn eitt gjaldþrotið við kynslóðinni sem er nýbúin að taka stóra skrefið í húsnæðismálum í góðri trú. Stýrivextir hafa hækkað 14 × í röð og eru hærri en verðbólgan! Breytilegir vextir á húsnæðislánum 11%, yfirdráttarvextir 17%! Verðtrygging, sú vítisvél, dugar ekki ein og sér því við hana bætast 5 eða 7% vextir, alla vega tvöfalt hærri en vextir á hinum norðurlöndunum þar sem verðtrygging er ekki til á neytendalánum.

    Gullöld fjármagnseigenda á Íslandi er gulltryggð!
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Skipið sem skemmdi vatnsleiðsluna hafði áður misst akkerið í sjóinn
6
Fréttir

Skip­ið sem skemmdi vatns­leiðsl­una hafði áð­ur misst akk­er­ið í sjó­inn

Þeg­ar akk­er­ið á skipi Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar féll út­byrð­is, dróst eft­ir botn­in­um og stór­skemmdi einu neyslu­vatns­lögn­ina til Eyja var skip­ið, Hug­inn VE, ekki að missa akk­er­ið út­byrð­is í fyrsta skipti. Fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, stað­fest­ir þetta við Heim­ild­ina. „Þetta er bull,“ sagði skip­stjóri tog­ar­ans síð­asta föstu­dag, er Heim­ild­in spurði hvort bú­ið væri að segja hon­um og frænda hans upp. Starfs­loka­samn­ing­ur var gerð­ur við menn­ina sama dag.
Þögul einkavæðing Willums Þórs á heilbrigðiskerfinu
8
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Þög­ul einka­væð­ing Will­ums Þórs á heil­brigðis­kerf­inu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu hef­ur ver­ið stór­auk­in á síð­ustu ár­um í gegn­um Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands. Til stend­ur að ganga lengra í þeim efn­um sam­kvæmt heil­brigð­is­ráð­herra, Will­um Þór Þórs­syni. Í miðri þess­ari um­ræðu er einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in. For­stjóri Land­spít­al­ans, Run­ólf­ur Páls­son, hef­ur áhyggj­ur af áhrif­un­um á rík­is­rek­in sjúkra­hús og bend­ir á skort á eft­ir­liti með einka­rekstr­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Ummæli um þingkonu til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
2
Fréttir

Um­mæli um þing­konu til skoð­un­ar hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Í svari lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar um það hvort það sam­ræm­ist vinnu­regl­um lög­regl­unn­ar að gefa það upp við Nú­tím­ann í hvers­kon­ar ástandi Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir var í þeg­ar lög­regl­an hand­tók hana á skemmti­stað, seg­ir að það sé með öllu óheim­ilt að gefa slík­ar upp­lýs­ing­ar upp og það verði nú tek­ið til skoð­un­ar hjá lög­reglu hvort slík­ar upp­lýs­ing­ar hafi ver­ið gefn­ar.
Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku
3
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Tor­tóla­snún­ing­ur Hreið­ars á Ís­landi af­hjúp­að­ist í Dan­mörku

Sami mað­ur sá um fé­lag Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, sem af­hjúp­að­ist í Pana­maskjöl­un­um og fyr­ir Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu hans, og tvær aðr­ar kon­ur sem gift­ar eru fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­end­um bank­ans. Ný gögn sýna hvernig pen­ing­ar úr af­l­ands­fé­lög­um á Tor­tóla flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka og inn í ís­lenska ferða­þjón­ustu.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
2
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
3
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Pressa: Fyrsti þáttur
4
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Baneitrað samband á bæjarskrifstofunum
5
RannsóknÍsland í mútum

Ban­eitr­að sam­band á bæj­ar­skrif­stof­un­um

Ásak­an­ir um mút­ur, fjár­kúg­un og fjár­svik hafa ít­rek­að kom­ið upp í tengsl­um við bygg­ingu þriggja stærstu íþrótta­mann­virkja Kópa­vogs­bæj­ar. Verktaki sem fékk millj­arða verk hjá Kópa­vogs­bæ greiddi fyr­ir skemmti­ferð maka og emb­ætt­is­manna bæj­ar­ins, sem mælt höfðu með til­boði verk­tak­ans. Fjár­svikakæra gegn hon­um og starfs­manni bæj­ar­ins var felld nið­ur. „Það hefði átt að rann­saka þetta sem mút­ur,“ seg­ir bæj­ar­full­trúi og furð­ar sig á með­ferð bæj­ar­stjóra á mál­inu, sem var ekki eins­dæmi.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
9
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár