Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þingmaður mætti undir áhrifum í þáttinn

Eg­ill Helga­son henti einu sinni klukku út í sal eft­ir að lok­að var fyr­ir út­send­ingu á Silfri Eg­ils. Guðni Ág­ústs­son keyrði Eg­il heim eft­ir á og ró­aði hann.

Þingmaður mætti undir áhrifum í þáttinn
Hringdi í formann Einhvern tímann þurfti Egill að hringja í flokksformann og biðja hann um að leysa af þingmann sem kom í þáttinn til hans undir áhrifum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ýmislegt gerðist við framleiðslu á Silfri Egils, sem síðar tók upp nafnið Silfrið þegar umsjónarmönnum þáttarins fjölgaði, sem rataði ekki fyrir framan myndavélarnar. 

Egill Helgason, sem hefur stýrt þættinum frá upphafi, en er nú hættur, segir frá því í forsíðuviðtali við Heimildina að eftirminnilegustu uppákomurnar, góðar og slæmar, hafi verið þegar hann varð sjálfum sér til skammar á einhvern hátt. „Þegar ég var á Skjá einum skáru þeir á þáttinn því hann var orðinn of langur. Það var aldrei hægt að fá mig til að fara úr loftinu svo þeir bara lokuðu allt í einu. Í reiðikasti henti ég út í sal klukku og könnu sem brotnaði, og Guðni Ágústsson keyrði mig heim og róaði mig,“ en Guðni hafði verið gestur í þættinum.

Síðan kom fyrir að fólk mætti í settið undir áhrifum áfengis. „Ég man eftir fólki sem kom fullt. Það gerðist alveg fyrstu árin að fólk mætti kannski undir áhrifum frá því kvöldið áður. Þetta var svolítið villt þarna á Skjá einum. Einhvern tímann þurfti ég að hringja í flokksformann og biðja hann um að leysa af þingmann sem kom undir áhrifum,“ segir Egill, sem vill ekki nefna nein nöfn. Þetta hafi síðan verið mun settlegra þegar þátturinn var kominn á RÚV og engum datt í hug að mæta fullur þangað. 

Eftir hrunið var Silfrið mikill brennipunktur fyrir alla umræðu því tengdu. Egill segir það hafa verið spennandi og skemmtilegan tíma. „Það var uppgjör í gangi. Ég myndi aldrei segja að allt sem maður hafi gert á þessum tíma hafi verið fullkomið, því margt var gert í hita leiksins og þegar ég horfi til baka var kannski ekki allt stórkostlega sniðugt. En þetta var spennandi tími og í raun var svolítið erfitt þegar honum lauk. Þegar þreytan kom. Eftir 2013 var komin mikil þreyta. Þá voru þegar orðin mikil vonbrigði með vinstri stjórnina, og allt einhvern veginn endaði í þreytu og stagli. Þarna voru samfélagsmiðlarnir líka komnir inn með sína tegund af pólitískri umræðu sem eitraði pólitíkina, pólaríseraði hana og lokaði fólk inni í sínum bergmálshellum. Ég sakna tímans fyrir þessa umbreytingu. Fólk er lokað af í sínum heimi og þessir heimar tala lítið saman. Fyrir vikið verður umræðan svo lítilfjörleg og bara leiðinleg.“

Áskrifendur geta lesið viðtalið við Egil í heild sinni hér. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

„Ég vona að ég eigi aldrei eftir að sökkva svo djúpt aftur“
Viðtal

„Ég vona að ég eigi aldrei eft­ir að sökkva svo djúpt aft­ur“

Eg­ill Helga­son er á tíma­mót­um. Hann er hætt­ur með Silfr­ið sem lengi var kennt við hann sjálf­an, helsta póli­tíska um­ræðu­þátt lands­ins. Hann seg­ist í upp­hafi hafa skolf­ið eins og lauf í vindi þeg­ar hann var í sjón­varpi en elski nú að vera í beinni. Eg­ill kynnt­ist eig­in­konu sinni á nekt­ar­stað og þau eign­uð­ust son ári síð­ar. Hann rifjar upp þeg­ar ölv­að­ur þing­mað­ur mætti til hans í sett­ið og þeg­ar hann fleygði vatn­s­könnu út í sal í reiðikasti. Eg­ill hef­ur háð sína glímu við kvíða og þung­lyndi, og upp­lifði sinn versta tíma þeg­ar Trump var kos­inn for­seti Banda­ríkj­anna.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár