Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Dæmdur fyrir að hlaupa með peningana

Dóm­ur sem kveð­inn var upp í Bæj­ar­rétti Kaup­manna­hafn­ar sl. mánu­dag snér­ist um al­gengt deilu­efni: pen­inga. Til­efni rétt­ar­hald­anna á sér vart hlið­stæðu og sag­an að baki vakti at­hygli víða um heim.

Dæmdur fyrir að hlaupa með peningana
Setti peninganna í eigin buddu Jens Haaning lýsti því yfir að verkið væri til þess gert að vekja athygli á bágum kjörum danskra myndlistamanna. Hann stakk því peningunum í heimilisbudduna og ætlaði sér ekki að skila þeim. Mynd: Borgþór Arngrímsson

Árið 2018 fékk Kunsten listasafnið í Álaborg hugmyndaverðlaun menningarsjóðs Sparisjóðsins BikubenBikubenfonden, vegna sýningar sem skyldi bera yfirskriftina Work it Out. Menningarsjóðurinn var settur á laggirnar árið 1989 í þeim tilgangi að styrkja margs konar menningarstarfsemi, einkum þó myndlist og leiklist.  Áðurnefndum hugmyndaverðlaunum fylgir styrkur til sýningarhalds, upphæð hans fer eftir umfangi sýningar eins og henni er líst í umsókn.  Iðulega sækja listamenn eða samtök listamanna um hugmyndastyrkinn en einnig geta einstök söfn, eða sýningagallerí, sótt um.

Work it Out

Í umsókn Kunsten til menningarsjóðsins kom fram að ætlunin væri að Work it Out yrði umfangsmesta sérsýning frá opnun safnsins árið 1972. Nítján listamönnum, eða samstarfshópum listamanna frá nokkrum löndum var boðið að taka þátt í sýningunni. Fyrirmæli safnsins voru að athyglinni skyldi beint að vinnunni: hvað er vinna, hvers vegna vinnum við og hvert er hlutverk einstaklings í vinnusamfélagi samtímans?

Þeim sem boðin var þátttaka var í sjálfsvald sett hvort verkin sem þeir hygðust sýna væru gerð sérstaklega fyrir sýninguna eða væru eldri og hefðu jafnvel verið sýnd áður.  Þátttakendum var tilkynnt að sýningin yrði opnuð 24. september árið 2021. Þeim var jafnframt tilkynnt að hver um sig myndi fá greiddar 40 þúsund krónur danskar (jafngildir 780 þúsundum) og ennfremur að safnið myndi borga umbúðir og sendingarkostnað verkanna. 

Ráðlagt að senda verkin tímanlega

Sýningastjórn safnsins ráðlagði listamönnunum að senda verkin tímanlega til Álaborgar þannig að nægur tími gæfist til að „stilla upp“ eins og það var orðað. Sýningastjórn safnsins taldi sig vita, eins og kom á daginn, að sum verkin yrðu mjög stór og tímafrekt yrði að koma þeim fyrir. Margir urðu við þessum ráðleggingum safnsins, aðrir urðu seinni fyrir, þar á meðal sá sem nánar verður sagt frá hér á eftir. 

Þekktur en umdeildur

Í hópi þeirra sem Kunsten bauð að taka þátt í sýningunni Work it Out var Jens Haaning. Hann er fæddur árið 1965 í Kaupmannahöfn, þar sem hann býr og starfar. Jens Haaning lauk burtfararprófi frá Konunglega listaháskólanum árið 1994 og hefur haldið fjölda sýninga, heima og erlendis. Árið 2016 bættist hann á heiðurslaunalista danska ríkislistasjóðsins (Statens Kunstfond).

Á þessum lista eru 275 einstaklingar sem starfa á ólíkum sviðum listanna og fá heiðurslaunin greidd til æviloka. Heiðurslaunin eru tekjutengd en geta mest orðið 171 þúsund danskar krónur á ári (3,3 milljónir íslenskar) og eru ekki undanþegnar skatti. Einungis þekktir og virtir listamenn hljóta náð fyrir augum úthlutunarnefndar sjóðsins. Jens Haaning er bæði þekktur og virtur en jafnframt umdeildur.

Sagðist sýna verk sem hann hefði áður sýnt

Þegar Jens Haaning þekktist boð Kunsten safnsins í Álaborg um að taka þátt í samsýningunni Work it Out tilkynnti hann jafnframt að framlag sitt yrði tvö verk sem hann hefði sýnt áður. Annað þeirra „Meðal árslaun í Austurríki“ sýndi hann árið 2007 og hitt „Meðal árslaun í Danmörku“ þremur árum síðar. Þessi tvö verk voru peningaseðlar, festir á spjald, undir gleri og með ramma utan um.

Á sýningunni í Álaborg hugðist hann, að sögn, sýna þessi tvö verk saman en búið yrði að uppfæra launatölurnar sem skyldu miðast við árið 2020, og stækka rammana sem því næmi. Þetta fannst sýningarstjórninni prýðileg hugmynd.

Bað um lán hjá safninu

Jens Haaning tilkynnti safninu að hann hefði ekki ráð á að leggja út þá upphæð sem þyrfti til að gera verkið og óskaði eftir að safnið lánaði sér, eða ábyrgðist bankalán. Upphæðin, sagði Jens Haaning að næmi um það bil 550 þúsund dönskum krónum, tæpum 11 milljónum íslenskum.

Eftir fundahöld hjá sýningarstjórninni með stjórn safnsins var ákveðið að verða við beiðninni og taka peningana úr varasjóði safnsins. Listamaðurinn fékk þá afhenta, eftir að samningur um lánið hafði verið undirritaður, og því ekkert því til fyrirstöðu að hann gæti hafist handa við að útbúa verkið. Jens Haaning gaf sýningarstjórninni upp stærð rammanna og settir voru upp tveir veggstubbar, hvor um sig með einum nagla til að hengja listaverkið á. Leið nú og beið fram í september 2021.

Safnstjóri gerist órólegur

Opnunardagur Work it Out sýningarinnar nálgaðist nú óðfluga og verkin streymdu að. Nokkrum dögum fyrir opnun voru öll verk komin á sinn stað nema verk Jens Haaning. Þegar einungis voru tveir dagar í opnun og ekki hafði heyrst múkk frá Jens Haaning hringdi safnstjórinn í hann. Listamaðurinn sagði honum að hafa engar áhyggjur „það kemur sendibíll með þetta á tilsettum tíma og svo er bara að smella verkunum á sinn stað, ég kem ekki sjálfur“ sagði Jens Haaning.

Tómur rammiÍ baksýn má sjá annan hluta verksins Take the Money and Run. Vélmennið á myndinni fræðir gesti um verkin á sýningunni.

Um hádegisbil 24. september, opnunardag sýningarinnar renndi sendiferðabíll upp að Kunsten, bílstjórinn tilkynnti að hann væri með sendingu frá Jens Haaning. „Tvö verk, örugglega rammar“ sagði bílstjórinn. Verkin voru drifin inn og starfsfólk safnsins fjarlægði umbúðirnar. Í ljós komu þessir fínu eikarrammar, með gleri en seðlarnir voru ekki sjáanlegir. Á bakspjaldinu, bakvið glerið voru bútar af límbandi. Viðstaddir áttuðu sig samstundis á því hvers vegna listamaðurinn hafði verið svona seinn að skila, þá yrði of seint að gera eitthvað áður en sýningin yrði opnuð.

Mitt í þessu havaríi barst tölvupóstur frá Jens Haaning. Í honum sagði að peningarnir væru hjá sér og hann hefði gefið verkinu nýtt nafn og það héti nú Take the money and run. Viðstaddir hlógu og safnstjórinn sagði að væntanlega myndu peningarnir skila sér, enda ætti safnið þá. Seðlalausu rammarnir voru svo hengdir upp á hina fyrirfram ákveðnu staði og sýningin formlega opnuð.

Vakti mikla athygli

Fréttin um seðlalausu rammana vakti mikla athygli og aðsókn að
sýningunni varð miklu meiri en búist var við. Upphaflega stóð til að hún stæði til áramóta 2021 -22  en var framlengd um hálfan mánuð.

Skrifari þessa pistils sá sýninguna í lok nóvember 2021 og getur borið um að seðlalausa verkið vakti mikla athygli.

Setti seðlana í heimilisbudduna

Daginn eftir að sýningunni lauk lýsti Jens Haaning yfir að nafnið sem hann valdi verkinu „Take the Money and Run“ hefði ekki verið út í bláinn. Hann ætlaði sér ekki að skila peningunum, þeir færu í hans eigin buddu. Hann vildi vekja athygli á bágum kjörum danskra myndlistarmanna, þau væru til háborinnar skammar.

Stjórn Kunsten brást við með því að skora á Jens Haaning að skila peningunum, eins og samið hafði verið um. „Skilafresturinn“ var til 22. janúar á þessu ári. Ekki skiluðu seðlarnir sér og stjórn Kunsten sagði þá að ekki væri annað að gera en leita til dómstóla. Jens Haaning endurtók fyrri ummæli sín um að hann myndi ekki skila seðlunum. Hann sagðist jafnframt krefjast þess að fá 550 þúsund danskar krónur, sömu upphæð og hann fékk að láni, greiddar frá safninu, sem hefði í leyfisleysi dreift myndum af Take the Money and Run um víða veröld.  Hann kvaðst vita að um 2, 4 milljarðar jarðarbúa hefðu séð myndir af verkinu á net- og sjónvarpsmiðlum án þess að hann hafi fengið krónu í sinn hlut. 

Hefur fengið tilboð í tómu rammana

Í viðtali við danska útvarpið, DR, greindi Jens Haaning frá því að hann hafi fengið tilboð í Take the money and run, seðlalausu rammana. Hann vildi ekki upplýsa um tilboðið að öðru leyti en því að það væri hærra en umræddar 550 þúsund danskar krónur. Verkið, seðlalausu rammarnir er enn í vörslu Kunsten í Álaborg.

Dæmdur til að skila peningunum til safnsins

Síðastliðinn mánudag, 18. september kvað Bæjarréttur Kaupmannahafnar (lægsta dómstig af þremur) upp dóm í máli Kunsten gegn Jens Haaning. Listamaðurinn var dæmdur til að greiða Kunsten upphæðina sem hann fékk að láni að frádregnum þeim 40 þúsund dönskum krónum sem umsamið var að listamaðurinn fengi fyrir að verkið yrði sýnt ásamt sérstakri sýningargreiðslu. Upphæðin sem Jens Haaning á, samkvæmt dómnum að endurgreiða Kunsten er 492.549 danskar krónur og auk þess ber honum að greiða 75.000 króna málskostnað.
Þegar þessar línur eru settar á blað liggur ekki fyrir hvort Jens Haaning muni áfrýja niðurstöðunni til Landsréttar. Í viðtali við danska útvarpið sagðist listamaðurinn helst af öllu vilja að Take the Money and Run yrði áfram á Kunsten eða einhverju öðru safni. „Kannski náum við, ég og Kunsten samkomulagi um að verkið verði þar áfram.“

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hitafundur Arctic Fish með íbúum á Patró um slysasleppingu: Bent á rafvirkjunina sem skýringu
4
SkýringLaxeldi

Hita­fund­ur Arctic Fish með íbú­um á Patró um slysaslepp­ingu: Bent á raf­virkj­un­ina sem skýr­ingu

For­stjóri Arctic Fish Stein Ove Tveiten og fram­kvæmda­stjór­inn Daní­el Jak­obs­son sátu fyr­ir svör­um á hita­fundi sem Arctic Fish hélt fyr­ir íbúa Pat­reks­firði í lok nóv­em­ber. Í máli þeirra komu fram skýr­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins á slysaslepp­ingu og laxal­úsafar­aldri hjá fyr­ir­tæk­inu sem hing­að til hafa ekki leg­ið fyr­ir.
Skipulagðir glæpahópar herja á Græna skáta
6
Fréttir

Skipu­lagð­ir glæpa­hóp­ar herja á Græna skáta

Bí­ræfn­ir dósa­þjóf­ar sem starfa í skjóli myrk­urs hafa um hátt í tveggja ára skeið herj­að á söfn­un­ar­gáma Grænna skáta á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Mál­ið fékk á sig al­var­legri blæ fyr­ir nokkr­um dög­um þeg­ar starfs­manni skát­anna var hót­að. Krist­inn Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Grænna skáta, seg­ir rök­studd­an grun fyr­ir því að þarna sé um skipu­lagða glæpa­hópa er­lend­is frá að ræða.
Miðflokkurinn étur upp hægra fylgi og Vinstri græn við það að detta af þingi
9
Greining

Mið­flokk­ur­inn ét­ur upp hægra fylgi og Vinstri græn við það að detta af þingi

Mikl­ar breyt­ing­ar virð­ast í far­vatn­inu í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Fylgi Sam­fylk­ing­ar hef­ur næst­um þre­fald­ast á kjör­tíma­bil­inu og flokk­ur­inn stefn­ir á mynd­un mið-vinstri stjórn­ar. Flokk­ur for­sæt­is­ráð­herra hef­ur aldrei mælst með jafn­lít­ið fylgi og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ekki held­ur. Hann glím­ir við þá stöðu að Mið­flokk­ur­inn er að hirða af hon­um hægra fylgi.
Gagnrýndi skurðlækninn á Klíníkinni í bréfi: „Veit ekkert hvaða áhrif þessi ákvörðun mun hafa á líf mitt“
10
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Gagn­rýndi skurð­lækn­inn á Klíník­inni í bréfi: „Veit ekk­ert hvaða áhrif þessi ákvörð­un mun hafa á líf mitt“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir greind­ist með krabba­mein í árs­byrj­un 2021 og fór þrem­ur dög­um seinna í maga­ermis­að­gerð hjá Að­al­steini Arn­ars­syni á Klíník­inni. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar, þeg­ar hún var bú­in að jafna sig að­eins á sjokk­inu sem hún varð fyr­ir, skrif­aði hún hon­um bréf og gagn­rýndi lækn­is­með­ferð­ina sem hún fékk.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
2
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Starfskonur íslensku lögreglunnar pöntuðu strippara í fræðsluferð til Auschwitz
4
Fréttir

Starfs­kon­ur ís­lensku lög­regl­unn­ar pönt­uðu stripp­ara í fræðslu­ferð til Auschwitz

Þrjár starfs­kon­ur hjá embætti lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu pönt­uðu þjón­ustu karl­kyns stripp­ara þeg­ar þær voru í fræðslu­ferð um hat­ursáróð­ur á veg­um mennta- og starfs­þró­un­ar­set­urs lög­regl­unn­ar í síð­asta mán­uði. „Mál­ið er lit­ið al­var­leg­um aug­um,“ seg­ir kynn­ing­ar­full­trúi lög­regl­unn­ar.
Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
5
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Vill að ríkið greiði aðgerðir gegn offitu hjá einkafyrirtækjum: Einn maður með milljarð í tekjur
8
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Vill að rík­ið greiði að­gerð­ir gegn offitu hjá einka­fyr­ir­tækj­um: Einn mað­ur með millj­arð í tekj­ur

Sam­kvæmt því sem heil­brigð­is­ráð­herra Will­um Þór Þórs­son hef­ur boð­að munu efna­skipta­að­gerð­ir einka­fyr­ir­tækja eins og Klíník­ur­inn­ar verða greidd­ar af ís­lenska rík­inu. Fyr­ir­tæki eins skurð­lækn­is á Klíník­inni sem ger­ir slík­ar að­gerð­ir hef­ur ver­ið með tekj­ur upp á um einn millj­arð króna á ári.

Mest lesið í mánuðinum

Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
5
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
10
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár