Klukkan er hálf fimm á sólríkum mánudagsmorgni um miðjan septembermánuð. Á meðan flestir landsmenn sofa værum blundi undirbýr Jamie Lee sig fyrir að synda út í Steingrímsfjörð og athuga með ræktun sína á beltisþara. Þessi náttúruunnandi frá Hong Kong var fyrsti aðilinn hér á landi til að sækja um leyfi til að rækta beltisþara, sem hún gerir með því að koma fyrir fræjum á línum í Steingrímsfirði.
Jamie hefur verið heilluð af norðurskauti veraldarinnar síðan hún sá vísindakonu flytja fyrirlestur á sínum uppeldisslóðum í Hong Kong þegar hún var 10 ára gömul. Fyrirlesturinn fjallaði um hlýnun jarðar og var rauði þráður fyrirlestrarins að jöklar og ís færu hopandi á norðurslóðum. Þetta fannst Jamie óhugsandi og síðan þá dreymdi hana um að heimsækja löndin í norðri. Sá draumur rættist 19 árum síðar þegar Jamie fór í fimm vikna ferðalag til Íslands þar sem hún ferðaðist um á puttanum og tjaldaði víða …
Athugasemdir (1)