„Eitruð jákvæðni er ofuráhersla á jákvæðni, óeðlilega hamingju og bjartsýni, sem leiðir af sér afneitun á ekta mannlegri tilfinningaupplifun. Með eitraðri jákvæðni ert þú að bæla niður tilfinningar sem eru mikilvægar og eðlilegar,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur og sviðsstjóri lýðheilsusviðs hjá embætti landlæknis.
Dæmi um eitraða jákvæðni er til dæmis þegar fólk er hvatt til þess að vera alltaf hamingjusamt og jákvætt og sjá hið góða í öllu. „Að leita að hinu góða, sama hvað. Það er ekki eðlilegt,“ segir Dóra Guðrún. Eitruð jákvæðni birtist til að mynda sem viðbrögð fólks við erfiðleikum annarra, allt frá atvinnumissi til alvarlegra áfalla. Athugasemdir á borð við: „Vertu bara jákvæður, þetta gæti verið verra,“ eru dæmi um eitraða jákvæðni.
Að leita skjóls í jákvæðni
Með því að setja ýkta áherslu á jákvæðnina er verið að hvetja til þess að bæla niður tilfinningar. „Með því að leita strax að hinu …
Athugasemdir (2)