Staðan kvenna sem þurfa að greiða um eina milljón króna vegna brjóstaminnkunar endurspeglar þá staðreynd að aðgengi að heilbrigðisþjónustu sé orðið of háð efnahag, að mati Oddnýjar G. Harðardóttur, þingkonu Samfylkingarinnar. Hún ætlar að krefja heilbrigðisráðherra svara um hvernig hann ætli að tryggja að þeir sem eigi rétt á greiðsluþátttöku vegna aðgerða sitji ekki uppi með fjárhagslegan kostnað vegna þess að illa gengur að ná samkomulagi á milli yfirvalda og lækna.
Oddný tók málið jafnframt upp á Alþingi í gær.
Í síðasta tölublaði Heimildarinnar var greint frá því að konur sem hafa fengið samþykki fyrir greiðsluþátttöku frá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) vegna brjóstaminnkunar þurfi að reiða fram háar fjárhæðir úr eigin vasa fyrir aðgerð.
Það er vegna þess að Sjúkratryggingar og lýtalæknar sem framkvæma aðgerðinar hafa ekki komið sér saman um verðið sem SÍ beri að greiða fyrir þjónustuna. Því þurfa …
Athugasemdir