Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fleiri treysta fjölmiðlum en stjórnvöldum

Fólk­ið í land­inu ber álíka lít­ið traust til dóm­stóla, stjórn­valda og fjöl­miðla og það ber til ókunn­ugs fólks. Það er að mati Fjöl­miðla­nefnd­ar, sem gaf út nýja skýrslu um traust í morg­un, áhyggju­efni.

Fleiri treysta fjölmiðlum en stjórnvöldum
Traust Fólkinu í landinu er farið að þykja erfiðara að fylgjast með því sem er í fréttum en áður. Mynd: Pexels

Tæplega 30 prósent landsmanna bera fremur eða mikið traust til fjölmiðla. Tæp 28 prósent bera slíkt traust til stjórnvalda. Það er litlu meira en þátttakendur í nýrri traustskönnun Fjölmiðlanefndar hafa til ókunnugs fólks.

Um helmingur þátttakenda könnuninni var annað hvort nokkuð eða mjög sammála því að fjölmiðlarnir RÚV, Kjarninn, Vísir, Stöð2/Bylgjan, Stundin og Fréttablaðið væru óháðir pólitískum, efnahagslegum eða öðrum sérhagsmunum þegar þeir fjalla um samfélagið og umheiminn.

Tæpur fjórðungur var sammála því að Hringbraut, Viðskiptablaðið, DV, og Morgunblaðið/Mbl.is/K100 væru óháðir í umfjöllun sinni. Fæstir voru sammála því að Mannlíf, Samstöðin, Frettin.is og Útvarp Saga væru óháðir.

Nokkuð önnur mynd blasir við þegar spurt var um hvert fólk færi í leit að fréttum. Vísir.is (79,3%), Morgunblaðið/Mbl.is/K100 (67,7%) og Rúv/Rás1/Rás2/Ruv.is (64,8%) voru þeir fjölmiðlar sem flestir þátttakendur sögðust nota til að nálgast fréttir.

Flestir (32,4%) telja ókeypis fréttamiðla á netinu mikilvægustu fréttamiðlana. 23,4 prósent telja sjónvarpið mikilvægasta fréttamiðilinn og 24 prósent útvarp. Dagblöð voru mikilvægustu fréttamiðlarnir í hugum 3,3 prósenta þátttakenda. Töluverð sveifla er milli aldurshópa í þessu sambandi.

Margir nota samfélagsmiðla en fáir treysta þeim

Á eftir fréttamiðlum á netinu notuðu næstf­lestir, eða 74,9%, samfélagsmiðil til að nálgast fréttir. Þó töldu aðeins 5,6% samfélagsmiðla vera meðal mikilvægustu fréttamiðla. Yngsti aldurshópurinn (18-29 ára) skar sig þar úr þar sem 83,0% höfðu notað samfélagsmiðla til að nálgast fréttir deginum áður en könnunin var gerð á meðan meðaltalið í öðrum hópum var um 72%.

Þegar litið er til notkunar yfir lengra tímabil kemur í ljós að 86,4% höfðu notað samfélagsmiðil á síðastliðnum 30 dögum til að nálgast fréttir. Í yngsta aldurshópnum (18-29 ára) var hlu­tfallið hæst eða 93,2%.

Skýrslan sem kom út í morgun er einn hluti rannsóknar Maskínu fyrir Fjölmiðlanefnd sem lögð var fyrir í nóvember í fyrra. Hluti spurninganna sem lagðar voru fyrir eru endurteknar frá fyrri rannsóknum í febrúar og mars árið 2021. Frá því að könnunin var gerð hefur Fréttablaðið lagt upp laupana og Kjarninn og Stundin sameinast í fjölmiðilinn Heimildina.

Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá. Könnunin fór fram á netinu og svarendur voru 983 talsins. Svarendur eru af öllu landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Við úrvinnslu voru gögnin vegin til samræmis við tölur Hagstofunnar þannig að hópurinn sem svarar endurspeglar þjóðina út frá kyni, aldri og búsetu.

Þegar þátttakendur voru spurðir hversu mikið eða lítið traust þeir bæru til fjölmiðla á Íslandi var tæplega þriðjungur, eða 29,6%, sem sagðist bera fremur eða mjög mikið traust til þeirra. Þá sögðust 50,7% treysta þeim í meðallagi mikið, 12,8% fremur lítið og 6,9% mjög lítið. Munur var á afstöðu þátttakenda eftir kyni en fleiri konur (34%) sögðust bera annað hvort fremur mikið eða mjög mikið traust til fjölmiðla en karlar (25,6%).

Alls sögðust 37,5% þátttakenda bera annað hvort fremur lítið eða mjög lítið traust til stjórnvalda á Íslandi. Þá sögðust 34,7% bera í meðallagi mikið traust til þeirra og 27,8% annað hvort fremur mikið eða mjög mikið. Þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar með tilliti til tekna kemur í ljós að hlutf­all þeirra sem bera annað hvort fremur mikið eða mjög mikið traust til stjórnvalda hækkar eftir því sem tekjur verða hærri.

Kjósendur ríkisstjórnarflokkanna þriggja báru langtum meira traust til stjórnvalda en kjósendur annarra stjórnmálaflokka.

Traust til dómstóla á Íslandi meira á meðal karla

Rúmlega þriðjungur þátttakenda sagðist bera annað hvort fremur mikið eða mjög mikið traust til dómstóla á Íslandi. Þá voru 39,1% sem sögðust bera í meðallagi mikið traust til þeirra og 27,7% annað hvort fremur lítið eða mjög lítið traust. Þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar með tilliti til aldurs kemur í ljós að hlu­tfall þeirra sem sögðust bera annað hvort fremur mikið eða mjög mikið traust til dómstóla á Íslandi var hæst í aldurshópnum 50-59 ára en lægst í yngsta aldurshópnum 18-29 ára. Munur var á afstöðu þátttakenda eftir kyni en fleiri karlar (37,2%) sögðust bera annað hvort fremur mikið eða mjög mikið traust til dómstóla á Íslandi en konur (28,9%).

Konur bera minna traust til fólks sem þær þekkja ekki

Alls sögðust 23,8% þátttakenda bera annað hvort fremur mikið eða mjög mikið traust til fólks sem þeir þekkja ekki á Íslandi. Þá var rúmlega helmingur sem sagðist bera í meðallagi mikið traust og 21% annað hvort fremur lítið eða mjög lítið.

Þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar með tilliti til kyns þátttakenda kemur í ljós að konur eru síður líklegar til að bera traust til fólks sem þær þekkja ekki en karlar. Einnig má sjá fylgni á milli menntunar og trausts til ókunnugs fólks en því hærra menntunarstig sem þátttakendur höfðu þeim mun meira traust báru þeir til fólks sem þeir þekkja ekki.

Mikill meirihluti þátttakenda, eða 75,1%, sagðist finna til annað hvort fremur mikils eða mjög mikils öryggis á almannafæri. 80,6% karla sögðust finna til annað hvort fremur mikils eða mjög mikils öryggis á almannafæri samanborið við 69,1% kvenna.

Erfiðara að fylgjast með fréttum

Alls voru 18,7 prósent þátttakenda fremur eða mjög sammála fullyrðingunni „mér finnst erfitt að fylgjast með því sem er í fréttum“ sem er fjölgun frá árinu 2021 þegar hlutfallið mældist 12,7%. Tæplega þriðjungur var í meðallagi sammála fullyrðingunni en árið á undan var hlutf­allið 19,7%.

Fleiri halda sér upplýstum án þess að fylgjast með fréttum. Rúmlega helmingur aðspurðra var annað hvort fremur eða mjög sammála fullyrðingunni „ég held mér vel upplýstri/upplýstu(m) þótt ég fylgist ekki með fréttum“. Er það hækkun frá árinu 2021 þegar hlutfallið var 43,7%. Yngri aldurshópar voru líklegri til að taka þá afstöðu heldur en þeir eldri.

Hér getur þú lesið traustsskýrslu Fjölmiðlanefndar í heild.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Alls konar fólk sem þarf aðstoð: „Það getur eitthvað komið fyrir hjá öllum“
3
FréttirJólin

Alls kon­ar fólk sem þarf að­stoð: „Það get­ur eitt­hvað kom­ið fyr­ir hjá öll­um“

Fjöl­breytt­ur hóp­ur sæk­ir matarað­stoð fyr­ir jól­in en út­lit er fyr­ir að svip­að marg­ir þurfi á slíkri að­stoð að halda í ár og í fyrra, um 4.000 heim­ili ef lit­ið er til að­stoð­ar Hjálp­ar­starfs kirkj­unn­ar og Mæðra­styrksnefnd­ar. Há leiga eða há­ar af­borg­an­ir eru að sliga marga sem þurfa að sækja sér að­stoð.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár