Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fjárlagafrumvarpið á mannamáli

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra lagði fram fjár­laga­frum­varp árs­ins 2024 í síð­ustu viku. Fá­ir aðr­ir en stjórn­ar­lið­ar virð­ast vera ánægð­ir með það. Stjórn­ar­and­stað­an seg­ir að um end­ur­tek­ið efni sé að ræða, verka­lýðs­hreyf­ing­in seg­ir að ver­ið sé að hygla breiðu bök­un­um og hags­muna­gæslu­að­il­ar at­vinnu­lífs­ins kvarta yf­ir nýj­um álög­um og skorti á skuldanið­ur­greiðslu rík­is­sjóðs. En hver eru helstu at­rið­in í frum­varp­inu sem hafa áhrif á líf lands­manna?

Í fyrsta lagi verður ríkissjóður áfram rekinn með halla árið 2024, líkt og hann hefur verið undanfarin ár. Það þýðir að meiru verður eytt en ríkinu tekst að afla. Nú er áætlað að sá halli verði 46 milljarðar króna á næsta ári. 

Tekjurnar sem hann aflar eru áætlaðar 1.349 milljarðar króna en til stendur að eyða 1.395 milljörðum króna. Útgjaldaaukningin er því áætluð um 7,2 prósent. Þetta er meiri halli en áætlanir gera ráð fyrir að verði á ríkissjóði í ár, þegar hann á að vera 41 milljarður króna. Tapið er hins vegar miklu minna en á árunum 2021 og 2022 þegar ríkissjóður var rekinn í samanlögðum 305 milljarða króna halla, vegna útgjaldaaukningar og tekjusamdráttar út af efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins.

Ástæða þess að hallinn hefur dregist svona mikið saman, þrátt fyrir að lítið hafi verið skorið niður, er fyrst og síðast sú að virðisaukaskattur hefur skilað miklu meiri tekjum en …

Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár