Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sendiherrastaða á Íslandi fléttast inn í hneyksli hjá pólsku ríkisstjórninni

Ut­an­rík­is­ráð­herra Pól­lands mun hafa sett for­seta lands­ins úr­slita­kosti þeg­ar hann reyndi að þvinga fram skip­an ákveð­ins manns sem næsta sendi­herra Pól­lands á Ís­landi. Sá var að­stoð­ar­mað­ur ráðu­neyt­is­stjóra en reis hratt til met­orða, og er nú tengd­ur inn í um­ræðu um meint spill­ing­ar­mál sem snýst um að fólk ut­an Evr­ópu­sam­bands­ins hafi getað borg­að fyr­ir vega­bréfs­árit­un inn í land­ið. Mál­ið kem­ur sér illa fyr­ir flokk­inn sem fer fyr­ir rík­is­stjórn Pól­lands nú þeg­ar fimm vik­ur eru í kosn­ing­ar.

Sendiherrastaða á Íslandi fléttast inn í hneyksli hjá pólsku ríkisstjórninni
Piotr Wawrzy, fyrrverandi ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytis Póllands, vildi fá hinn 32 ára gamla Jakub Osajda, fyrrverandi aðstoðarmann sinn, sem næsta sendiherra Póllands á Íslandi. Ekki er hins vegar vitað til þess að núverandi sendiherra Póllands hér á landi sé á förum. Mynd: Heimildin / Tómas

Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis Póllands, Piotr Wawrzy, var rekinn á dögunum í kjölfar rannsóknar á meintri spillingu þegar kemur að útgáfu vegabréfsáritana fyrir íbúa utan Evrópusambandsins, sér í lagi frá Asíu en einnig Mið-Austurlöndum og Afríku. 

Grunur leikur á að allt að fjögur hundruð þúsund íbúa utan Evrópusambandsins hafi á síðustu þremur árum fengið vegabréfsáritun inn í Pólland eftir að hafa greitt sem nemur andvirði um 700 þúsundum íslenskra króna til að fá vegabréfsáritun. Þeir sem komu frá löndum á borð við Pakistan, Bangladesh og Úsbekistan kunna að hafa þurft að borga enn meir.

Hugmynd að næsta sendiherra á Íslandi

Wawrzyk hafði á sínu borði umsjón með rafrænu kerfi þar sem hægt var að sækja um vegabréfsáritun til Póllands en í gegn um það var að sögn hægt að borga sig fram fyrir röðina með áðurnefndum hætti. Framkvæmdinni á þessu ferli var útvistað til fyrirtækja sem talin eru hafa selt vegabréfsáritanir. 

Einn nánasti samstarfsmaður Wawrzyk, hinn 32 ára gamli Jakub Osajda, tengdist einnig gerð kerfisins sem hélt utan um umsóknirnar. 

Pólskir miðlar greina frá því að í mars á þessu ári hafi utanríkisráðherra Póllands, Zbigniew Rau, að undirlagi Wawrzyk, þrýst á að Osajda yrði gerður að sendiherra á Íslandi. Ekkert er fjallað um ástæður þess að skipa ætti hann sendiherra á Íslandi frekar en annars staðar.

Ekki náðist tal af Gerard Pokruszyński, núverandi sendiherra Póllands á Íslandi, við vinnslu fréttarinnar en ekki er vitað til þess að hann sé á förum. 

Reis hratt til metorða þrátt fyrir reynsluleysi

Hugmyndum um Osajda sem næsta sendiherra var ekki vel tekið hjá forsetaembættinu þar sem Osajda hefði ekki til að bera þá reynslu sem þyrfti til að taka við sem sendiherra. Sama var uppi á teningnum hjá forsætisráðherra. Þeir Wawrzyk og Rau héldu þrýstingnum þó áfram mánuðum saman. 

Það er stjórnmálaflokkurinn Lög og réttlæti (PiS) sem fer fyrir núverandi ríkisstjórn Póllands, og honum tilheyra allir þessir menn; líka forsetinn Andrzej Duda.

Osajda reis hratt til metorða þar sem hann starfaði við hlið Wawrzyk í utanríkisráðuneytinu og fór á skömmum tíma frá því að vera aðstoðarmaður ráðuneytisstjórans yfir í að verða yfirmaður skrifstofu utanríkisþjónustunnar. Sú stöðuhækkun olli mörgum undrun vegna reynsluleysis Osajda.

Gazeta fjallar um hótanir utanríkisráðherra í garð forsetans vegna skipunar sendiherra Póllands á Íslandi

Hafði í hótunum við forsetann

Samkvæmt umfjöllun pólska miðilsins Gazeta hafði Rau utanríkisráðherra í hótunum við Duda forseta um að ef sendiherraskipan Osajda yrði ekki samþykkt þá yrðu ekki fleiri sendiherrar skipaðir í bráð. Í Póllandi, líkt og á Íslandi, er það í höndum utanríkisráðherra að skipa sendiherra en skipanir gjarnan bornar undir aðra ráðamenn í flokki ráðherrans. 

Gazeta greinir frá því að Rau hefi treyst mjög á Wawrzyk enda stjórnaði hann ráðuneytinu ekki einn. Saman hafi þeir síðan sett skipanir í sendiherrastöður á frost í minnst tvo mánuði, til að mynda í Kína, Brasilíu og Indlandi, til að reyna að þvinga fram skipan Osajda. Það hafi síðan verið í maímánuði sem þeir gáfu eftir. 

Fimm vikur í kosningar

Næstu þingkosningar í Póllandi fara fram þann 15. október, eftir aðeins fimm vikur. Þessar ásakanir um spillingu, og sér í lagi spillingu þegar kemur að flæði fólks utan Evrópusambandsins inn í Pólland, koma því á viðkvæmum tíma fyrir Lög og réttlæti.

Þetta er hægri sinnaður íhaldsflokkur sem hefur lagt mikla áherslu á að stoppa flæði útlendinga inn í landið. Flokkurinn hefur til að mynda viðrað þá hugmynd að halda þjóðaratkvæðagreiðslu, samhliða þingkosningunum, um fólksflutninga inn í Pólland. 

Samkvæmt pólskum fjölmiðlum eru einhverjar hugmyndir uppi um að flokkurinn hafi fórnað Wawrzyk til að halda andliti í kosningabaráttunni en þess er víða krafist að Rau utanríkisráðherra víki einnig.

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
1
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.
Önnur vaxtalækkun Hadiu Helgu
2
Viðtal

Önn­ur vaxta­lækk­un Hadiu Helgu

Þeg­ar fjöl­skylda í Kópa­vogi tók á móti stúlku­barni í heim­inn í nóv­em­ber ár­ið 2020 voru nokkr­ir dag­ar í sein­ustu vaxta­lækk­un Seðla­bank­ans í hart­nær fjög­ur ár. Hadia Helga Ás­dís­ar­dótt­ir Virk á hag­fræði­mennt­aða for­eldra sem náðu að festa sögu­lega lága vexti til fimm ára þeg­ar hún var ein­ung­is mán­að­ar­göm­ul. Nú lækka vext­ir á ný. For­eldr­ar henn­ar búa sig samt und­ir skell að ári.
Bjarni vildi ekki þykjast - Svandís segir hann óhæfan
4
FréttirStjórnarslit 2024

Bjarni vildi ekki þykj­ast - Svandís seg­ir hann óhæf­an

Full­trú­ar allra flokka á þingi nýttu þing­fund­inn í dag til að hefja kosn­inga­bar­áttu sína. Bjarni Bene­dikts­son sagð­ist hafa lit­ið svo á að hann væri að bregð­ast sjálf­um sér og lands­mönn­um ef hann myndi þykj­ast geta leitt áfram stjórn án sátt­ar. Svandís Svavars­dótt­ir fór yf­ir at­burða­rás­ina í að­drag­anda þingrofs og sagði Bjarna óhæf­an til að leiða rík­is­stjórn.
„Ég sakna þess að stinga fólk“
7
FréttirHeilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“

78 sjúk­ling­ar liggja á göng­um Land­spít­al­ans því ekki er pláss fyr­ir þá ann­ars stað­ar og spít­al­inn hef­ur ver­ið á efsta við­bragðs­stigi í tæp­an mán­uð. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem hafa skipt yf­ir í tækni­geir­ann sakna þess stund­um að vinna á „á gólf­inu“ en á með­an álag­ið og streit­an í heil­brigðis­kerf­inu held­ur áfram að aukast er það ekki mögu­leiki.
Bjarni og Sigurður Ingi taka við ráðuneytum Vinstri grænna
10
Fréttir

Bjarni og Sig­urð­ur Ingi taka við ráðu­neyt­um Vinstri grænna

Fram að kosn­ing­um mun Bjarni Bene­dikts­son leggja til við for­seta að hann muni stýra for­sæt­is­ráðu­neyt­inu, fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­inu og mat­væla­ráðu­neytnu. En Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son muni stýra fjár­mála­ráðu­neyt­inu og inn­viða­ráðu­neyt­inu. „Ég held að það sé nú dá­lít­ið út úr kú að tala um það að við í VG sé­um eitt­hvað ábyrgð­ar­laus,“ seg­ir Svandís Svavars­dótt­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
4
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
5
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
7
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Hjúkrunarfræðingar í tæknigeiranum ætla að leysa vanda heilbrigðiskerfisins
10
Viðtal

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar í tækni­geir­an­um ætla að leysa vanda heil­brigðis­kerf­is­ins

Fimm hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem sögðu skil­ið við spít­al­ann og heilsu­gæsl­una og skiptu yf­ir í heil­brigðis­tækni­geir­ann vilja gera það sem þær geta til að bæta starfs­um­hverfi heil­brigð­is­starfs­fólks og breyta því hvernig heil­brigð­is­þjón­usta er veitt. Þær sakna þess að starfa „á gólf­inu“ en minni streita, sveigj­an­leg­ur vinnu­tími og hærri laun halda þeim í tækni­geir­an­um.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
5
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
6
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
7
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
9
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár