Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Sendiherrastaða á Íslandi fléttast inn í hneyksli hjá pólsku ríkisstjórninni

Ut­an­rík­is­ráð­herra Pól­lands mun hafa sett for­seta lands­ins úr­slita­kosti þeg­ar hann reyndi að þvinga fram skip­an ákveð­ins manns sem næsta sendi­herra Pól­lands á Ís­landi. Sá var að­stoð­ar­mað­ur ráðu­neyt­is­stjóra en reis hratt til met­orða, og er nú tengd­ur inn í um­ræðu um meint spill­ing­ar­mál sem snýst um að fólk ut­an Evr­ópu­sam­bands­ins hafi getað borg­að fyr­ir vega­bréfs­árit­un inn í land­ið. Mál­ið kem­ur sér illa fyr­ir flokk­inn sem fer fyr­ir rík­is­stjórn Pól­lands nú þeg­ar fimm vik­ur eru í kosn­ing­ar.

Sendiherrastaða á Íslandi fléttast inn í hneyksli hjá pólsku ríkisstjórninni
Piotr Wawrzy, fyrrverandi ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytis Póllands, vildi fá hinn 32 ára gamla Jakub Osajda, fyrrverandi aðstoðarmann sinn, sem næsta sendiherra Póllands á Íslandi. Ekki er hins vegar vitað til þess að núverandi sendiherra Póllands hér á landi sé á förum. Mynd: Heimildin / Tómas

Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis Póllands, Piotr Wawrzy, var rekinn á dögunum í kjölfar rannsóknar á meintri spillingu þegar kemur að útgáfu vegabréfsáritana fyrir íbúa utan Evrópusambandsins, sér í lagi frá Asíu en einnig Mið-Austurlöndum og Afríku. 

Grunur leikur á að allt að fjögur hundruð þúsund íbúa utan Evrópusambandsins hafi á síðustu þremur árum fengið vegabréfsáritun inn í Pólland eftir að hafa greitt sem nemur andvirði um 700 þúsundum íslenskra króna til að fá vegabréfsáritun. Þeir sem komu frá löndum á borð við Pakistan, Bangladesh og Úsbekistan kunna að hafa þurft að borga enn meir.

Hugmynd að næsta sendiherra á Íslandi

Wawrzyk hafði á sínu borði umsjón með rafrænu kerfi þar sem hægt var að sækja um vegabréfsáritun til Póllands en í gegn um það var að sögn hægt að borga sig fram fyrir röðina með áðurnefndum hætti. Framkvæmdinni á þessu ferli var útvistað til fyrirtækja sem talin eru hafa selt vegabréfsáritanir. 

Einn nánasti samstarfsmaður Wawrzyk, hinn 32 ára gamli Jakub Osajda, tengdist einnig gerð kerfisins sem hélt utan um umsóknirnar. 

Pólskir miðlar greina frá því að í mars á þessu ári hafi utanríkisráðherra Póllands, Zbigniew Rau, að undirlagi Wawrzyk, þrýst á að Osajda yrði gerður að sendiherra á Íslandi. Ekkert er fjallað um ástæður þess að skipa ætti hann sendiherra á Íslandi frekar en annars staðar.

Ekki náðist tal af Gerard Pokruszyński, núverandi sendiherra Póllands á Íslandi, við vinnslu fréttarinnar en ekki er vitað til þess að hann sé á förum. 

Reis hratt til metorða þrátt fyrir reynsluleysi

Hugmyndum um Osajda sem næsta sendiherra var ekki vel tekið hjá forsetaembættinu þar sem Osajda hefði ekki til að bera þá reynslu sem þyrfti til að taka við sem sendiherra. Sama var uppi á teningnum hjá forsætisráðherra. Þeir Wawrzyk og Rau héldu þrýstingnum þó áfram mánuðum saman. 

Það er stjórnmálaflokkurinn Lög og réttlæti (PiS) sem fer fyrir núverandi ríkisstjórn Póllands, og honum tilheyra allir þessir menn; líka forsetinn Andrzej Duda.

Osajda reis hratt til metorða þar sem hann starfaði við hlið Wawrzyk í utanríkisráðuneytinu og fór á skömmum tíma frá því að vera aðstoðarmaður ráðuneytisstjórans yfir í að verða yfirmaður skrifstofu utanríkisþjónustunnar. Sú stöðuhækkun olli mörgum undrun vegna reynsluleysis Osajda.

Gazeta fjallar um hótanir utanríkisráðherra í garð forsetans vegna skipunar sendiherra Póllands á Íslandi

Hafði í hótunum við forsetann

Samkvæmt umfjöllun pólska miðilsins Gazeta hafði Rau utanríkisráðherra í hótunum við Duda forseta um að ef sendiherraskipan Osajda yrði ekki samþykkt þá yrðu ekki fleiri sendiherrar skipaðir í bráð. Í Póllandi, líkt og á Íslandi, er það í höndum utanríkisráðherra að skipa sendiherra en skipanir gjarnan bornar undir aðra ráðamenn í flokki ráðherrans. 

Gazeta greinir frá því að Rau hefi treyst mjög á Wawrzyk enda stjórnaði hann ráðuneytinu ekki einn. Saman hafi þeir síðan sett skipanir í sendiherrastöður á frost í minnst tvo mánuði, til að mynda í Kína, Brasilíu og Indlandi, til að reyna að þvinga fram skipan Osajda. Það hafi síðan verið í maímánuði sem þeir gáfu eftir. 

Fimm vikur í kosningar

Næstu þingkosningar í Póllandi fara fram þann 15. október, eftir aðeins fimm vikur. Þessar ásakanir um spillingu, og sér í lagi spillingu þegar kemur að flæði fólks utan Evrópusambandsins inn í Pólland, koma því á viðkvæmum tíma fyrir Lög og réttlæti.

Þetta er hægri sinnaður íhaldsflokkur sem hefur lagt mikla áherslu á að stoppa flæði útlendinga inn í landið. Flokkurinn hefur til að mynda viðrað þá hugmynd að halda þjóðaratkvæðagreiðslu, samhliða þingkosningunum, um fólksflutninga inn í Pólland. 

Samkvæmt pólskum fjölmiðlum eru einhverjar hugmyndir uppi um að flokkurinn hafi fórnað Wawrzyk til að halda andliti í kosningabaráttunni en þess er víða krafist að Rau utanríkisráðherra víki einnig.

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Það var enga vernd að fá“
2
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Það var enga vernd að fá“
4
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár