Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Loftgæði á Íslandi þau bestu í Evrópu

Hvergi í Evr­ópu eru loft­gæði jafn góð og á Ís­landi. Verst eru þau á Ítal­íu. Þetta sýna nýj­ar rann­sókn­ir byggð­ar á gögn­um úr gervi­tungl­um. Um 98 pró­sent Evr­ópu­búa anda að sér spilltu lofti sem er yf­ir þeim við­mið­um sem Al­þjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­in set­ur.

Loftgæði á Íslandi þau bestu í Evrópu
Svifryk Tórínó á Ítalíu er ein þeirra borga þar sem svifryk mælist oft mikið í andrúmsloftinu. Fjöllin eru falleg en borgin liggur í dal og þar safnast mengun frá umferð og iðnaði fyrir. Mynd: AFP

Við Íslendingar vitum það. En nú veit Evrópa það öll: Loftgæði eru hvergi betri í álfunni en á Íslandi. Þetta má lesa úr niðurstöðum rannsókna sem þýski ríkisfjölmiðillinn  Deutsche Welle (DW) og samtök blaðamanna sem einbeita sér að gagnaúrvinnslu unnu í sameiningu, m.a. út frá gögnum úr gervitunglum.

Fréttapunkturinn sem DW leggur áherslu á er sá að um 98 prósent allra Evrópubúa bjuggu í fyrra á svæðum þar sem svifryk er yfir viðmiðunarmörkum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Í rannsókninni var sjónum beint að fínum ögnum í andrúmsloftinu, hinu alræmda svifryki, sem sýnt hefur verið fram á að valdi sjúkdómum í öndunarfærum og æðakerfi og stytti lífslíkur fólks.

„Margt fólk veikist vegna lélegra loftgæða,“ segir Mark Nieuwenhuijsen, alþjóðlegu lýðheilsustofnunarinnar ISGlobal, við DW. „Og við vitum að með því að bæta loftgæði þá drögum við úr veikindum.“

Á toppnumSvifryk á Íslandi fór,samkvæmt gögnum DW, ekki yfir viðmiðunarmörk WHO árið 2022

Hið fína ryk, sem á m.a. uppruna sinn í allra handa iðnaði, sliti á götum og úr útblæstri, telst orðið heilsuspillandi ef það fer yfir 5 míkrógrömm í hverjum rúmmetra andrúmslofts.

Landslag hefur mikil áhrif á útbreiðslu svifryks því það safnast saman í dældum og dölum þegar engir vindar blása því á haf út. Þannig var ástandið í Evrópu verst í miðhluta álfunnar, sérstaklega í Po-dalnum á Ítalíu sem og í stórborgum á borð við Aþenu, Barselóna og París.

Betra loft í Evrópu en víða

Rannsókn DW var birt í enskri útgáfu á vef blaðsins í gær og samkvæmt henni náði árlegt magn svifryks á menguðustu svæðum Evrópu um 25 míkrógrömmum á rúmmetra.

Þrátt fyrir þessar niðurstöður eru loftgæði í evrópskum borgum almennt mun betri en víða í veröldinni. Í Nýju-Delí á Indlandi og fleiri borgum þar í landi getur hlutfall svifryks farið í allt að 100 míkrógrömm á rúmmetra.

Engu að síður getur það spillt heilsu fólks að búa við viðvarandi svifryksmengun líkt og rannsókn DW sýnir að eigi sér stað á nokkrum svæðum í Evrópu.  

Evrópusambandið hyggur á nýjar reglur um loftgæði og samkvæmt drögum að þeim mega ekki mælast meira en 10 míkrógrömm svifryksagna á hvern rúmmetra andrúmsloftsins á ársgrundvelli. Það er töluvert yfir þeim viðmiðunarmörkum (6 míkrógrömm á m3) sem WHO hefur sett.

Engu að síður yrðu loftgæðareglur þrengdar því í dag eru viðmiðunarmörk innan Evrópusambandsins 20 míkrógrömm á rúmmetra eða fjórum sinnum meira en viðmið WHO kveða á um. Gagnrýnt hefur verið að Evrópuþingið ætli ekki að ganga lengra og er það sakað um að einblína á efnahagsleg áhrif þrengri viðmiðana fremur en á heilsu borgaranna.

Ítalía í mengunarskýi

Í byrjun árs var svifryksmengun á Ítalíu enn meiri en í fyrra. Verst var ástandið í borgunum Mílanó og Veróna þar sem svifryksagnirnar fóru yfir 75 míkrógrömm á hvern rúmmetra. Landafræðin skýrir ástæðurnar. Þessar borgir eru umkringdar fjöllum og í þeim er mikill umferðarþungi og fjölbreyttur iðnaður. Þá var veturinn kaldur og kynding með jarðefnaeldsneyti tíðari en oft áður.

Talið er að þúsundir manna deyi fyrir aldur fram úr sjúkdómum sem tengjast mengun andrúmsloftsins. DW rifjar t.d. upp rannsókn sem birt var í læknatímaritinu Lancet árið 2015 þar sem sýnt var fram á að fækka mætti dauðsföllum í Mílanó um 10 prósent með bættum loftgæðum.

Loftgæði á Ítalíu hafa ekki batnað síðan þá heldur versnað. Hins vegar, segir í samantekt DW, hafa loftgæði batnað í Póllandi – eða öllu heldur skánað. Þau eru ennþá með því versta sem finnst í Evrópu en frá árinu 2018 hafa þau breyst hægt og bítandi til hins betra. Skýringuna á þessum umskiptum má rekja til ákvarðana stjórnvalda um að fækka kolaofnum sem notaðir eru til kyndingar á heimilum fólks. Því verkefni er hvergi nærri lokið.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fólki sparkað úr landi fyrir að verja stjórnarskrána
1
Fréttir

Fólki spark­að úr landi fyr­ir að verja stjórn­ar­skrána

Banda­ríkja­stjórn bann­aði Har­vard-há­skóla að taka við er­lend­um nem­end­um síð­ast­lið­inn fimmtu­dag með nýrri til­skip­un en Har­vard hef­ur kært ákvörð­un­ina og seg­ir hana skýrt brot gegn fyrsta við­auka stjórn­ar­skrár­inn­ar um tján­ing­ar­frelsi. Bráða­birgða­lög­bann hef­ur ver­ið sett á til­skip­un­ina. „Hægt og ró­lega er­um við að sjá fall Banda­ríkj­anna," seg­ir Gunn­hild­ur Fríða Hall­gríms­dótt­ir, sem er að út­skrif­ast úr há­skól­an­um.
Sýnin aldrei skoðuð af óháðum sérfræðingum
6
Fréttir

Sýn­in aldrei skoð­uð af óháð­um sér­fræð­ing­um

Embætti land­lækn­is tókst ekki að fá óháð­an er­lend­an að­ila til að end­ur­skoða sýni í kjöl­far al­var­legra mistaka sem voru gerð við grein­ingu sýna á Leit­ar­stöð Krabba­meins­fé­lags­ins ár­ið 2018. „Eng­inn að­ili hafði bol­magn til að taka á móti svo mörg­um sýn­um og af­greiða með skjót­um hætti,“ seg­ir í svari land­lækn­is við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
1
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Var krabbamein í sýninu?
2
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
3
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið í mánuðinum

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár