Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Loftgæði á Íslandi þau bestu í Evrópu

Hvergi í Evr­ópu eru loft­gæði jafn góð og á Ís­landi. Verst eru þau á Ítal­íu. Þetta sýna nýj­ar rann­sókn­ir byggð­ar á gögn­um úr gervi­tungl­um. Um 98 pró­sent Evr­ópu­búa anda að sér spilltu lofti sem er yf­ir þeim við­mið­um sem Al­þjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­in set­ur.

Loftgæði á Íslandi þau bestu í Evrópu
Svifryk Tórínó á Ítalíu er ein þeirra borga þar sem svifryk mælist oft mikið í andrúmsloftinu. Fjöllin eru falleg en borgin liggur í dal og þar safnast mengun frá umferð og iðnaði fyrir. Mynd: AFP

Við Íslendingar vitum það. En nú veit Evrópa það öll: Loftgæði eru hvergi betri í álfunni en á Íslandi. Þetta má lesa úr niðurstöðum rannsókna sem þýski ríkisfjölmiðillinn  Deutsche Welle (DW) og samtök blaðamanna sem einbeita sér að gagnaúrvinnslu unnu í sameiningu, m.a. út frá gögnum úr gervitunglum.

Fréttapunkturinn sem DW leggur áherslu á er sá að um 98 prósent allra Evrópubúa bjuggu í fyrra á svæðum þar sem svifryk er yfir viðmiðunarmörkum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Í rannsókninni var sjónum beint að fínum ögnum í andrúmsloftinu, hinu alræmda svifryki, sem sýnt hefur verið fram á að valdi sjúkdómum í öndunarfærum og æðakerfi og stytti lífslíkur fólks.

„Margt fólk veikist vegna lélegra loftgæða,“ segir Mark Nieuwenhuijsen, alþjóðlegu lýðheilsustofnunarinnar ISGlobal, við DW. „Og við vitum að með því að bæta loftgæði þá drögum við úr veikindum.“

Á toppnumSvifryk á Íslandi fór,samkvæmt gögnum DW, ekki yfir viðmiðunarmörk WHO árið 2022

Hið fína ryk, sem á m.a. uppruna sinn í allra handa iðnaði, sliti á götum og úr útblæstri, telst orðið heilsuspillandi ef það fer yfir 5 míkrógrömm í hverjum rúmmetra andrúmslofts.

Landslag hefur mikil áhrif á útbreiðslu svifryks því það safnast saman í dældum og dölum þegar engir vindar blása því á haf út. Þannig var ástandið í Evrópu verst í miðhluta álfunnar, sérstaklega í Po-dalnum á Ítalíu sem og í stórborgum á borð við Aþenu, Barselóna og París.

Betra loft í Evrópu en víða

Rannsókn DW var birt í enskri útgáfu á vef blaðsins í gær og samkvæmt henni náði árlegt magn svifryks á menguðustu svæðum Evrópu um 25 míkrógrömmum á rúmmetra.

Þrátt fyrir þessar niðurstöður eru loftgæði í evrópskum borgum almennt mun betri en víða í veröldinni. Í Nýju-Delí á Indlandi og fleiri borgum þar í landi getur hlutfall svifryks farið í allt að 100 míkrógrömm á rúmmetra.

Engu að síður getur það spillt heilsu fólks að búa við viðvarandi svifryksmengun líkt og rannsókn DW sýnir að eigi sér stað á nokkrum svæðum í Evrópu.  

Evrópusambandið hyggur á nýjar reglur um loftgæði og samkvæmt drögum að þeim mega ekki mælast meira en 10 míkrógrömm svifryksagna á hvern rúmmetra andrúmsloftsins á ársgrundvelli. Það er töluvert yfir þeim viðmiðunarmörkum (6 míkrógrömm á m3) sem WHO hefur sett.

Engu að síður yrðu loftgæðareglur þrengdar því í dag eru viðmiðunarmörk innan Evrópusambandsins 20 míkrógrömm á rúmmetra eða fjórum sinnum meira en viðmið WHO kveða á um. Gagnrýnt hefur verið að Evrópuþingið ætli ekki að ganga lengra og er það sakað um að einblína á efnahagsleg áhrif þrengri viðmiðana fremur en á heilsu borgaranna.

Ítalía í mengunarskýi

Í byrjun árs var svifryksmengun á Ítalíu enn meiri en í fyrra. Verst var ástandið í borgunum Mílanó og Veróna þar sem svifryksagnirnar fóru yfir 75 míkrógrömm á hvern rúmmetra. Landafræðin skýrir ástæðurnar. Þessar borgir eru umkringdar fjöllum og í þeim er mikill umferðarþungi og fjölbreyttur iðnaður. Þá var veturinn kaldur og kynding með jarðefnaeldsneyti tíðari en oft áður.

Talið er að þúsundir manna deyi fyrir aldur fram úr sjúkdómum sem tengjast mengun andrúmsloftsins. DW rifjar t.d. upp rannsókn sem birt var í læknatímaritinu Lancet árið 2015 þar sem sýnt var fram á að fækka mætti dauðsföllum í Mílanó um 10 prósent með bættum loftgæðum.

Loftgæði á Ítalíu hafa ekki batnað síðan þá heldur versnað. Hins vegar, segir í samantekt DW, hafa loftgæði batnað í Póllandi – eða öllu heldur skánað. Þau eru ennþá með því versta sem finnst í Evrópu en frá árinu 2018 hafa þau breyst hægt og bítandi til hins betra. Skýringuna á þessum umskiptum má rekja til ákvarðana stjórnvalda um að fækka kolaofnum sem notaðir eru til kyndingar á heimilum fólks. Því verkefni er hvergi nærri lokið.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
3
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár