Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Reykjavík tapar áfram peningum og selur Perluna

Perl­an, eitt helsta kenni­leiti Reykja­vík­ur­borg­ar, er kom­in í sölu­ferli. Borg­ar­ráð sam­þykkti þetta á fundi sín­um í morg­un. Fjár­hags­staða Reykja­vík­ur­borg­ar, hef­ur far­ið versn­andi á síð­ustu ár­um. A-hluti henn­ar, sá hluti rekst­urs henn­ar sem rek­inn er fyr­ir skatt­fé, var rek­in með 921 millj­ón króna halla á fyrstu sex mán­uð­um árs­ins.

Reykjavík tapar áfram peningum og selur Perluna
Fasteignamat Perlunnar er tæpir 4 milljarðar. Mynd: Reykjavíkurborg

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að heimila fjármála- og áhættustýringarsviði, eignaskrifstofu, að hefja söluferli á eign Reykjavíkurborgar Perlunni auk tveggja vatnstanka í Öskjuhlíð við Varmahlíð 1.

Hitaveita Reykjavíkur byggði Perluna og var hún opnuð árið 1991. Reykjavíkurborg keypti Perluna árið 2013 og síðar tvo vatnstanka af Orkuveitu Reykjavíkur. Á þeim tíma sem kaupin fóru fram stóð rekstur hússins ekki undir sér og tekjur rétt nægjanlegar fyrir fasteignagjöldum og lóðarleigu. Stærð hússins og tanka er um 5.800 fermetrar og er fasteignamat 3.942.440.000 krónur.

Yfir 900 milljóna halli 

Fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar, líkt og margra annarra sveitarfélaga, hefur farið versnandi á síðustu árum. A-hluti hennar, sá hluti reksturs hennar sem rekinn er fyrir skattfé, var rekinn með 921 milljón króna halla á fyrstu sex mánuðum ársins samkvæmt tilkynningu sem birt var í Kauphöll Íslands í dag.

Það er umtalsvert lakari rekstrarniðurstaða en áætlanir höfðu gert ráð fyrir, en þær höfðu reiknað með afgangi upp á 857 milljónir króna. Niðurstaðan var því 1,8 milljörðum krónum lakari en gert var ráð fyrir.

Verðbólgan hefur áhrif

Í tilkynningunni segir að skatttekjur, ásamt öðrum tekjum, hafi verið 4,5 milljörðum króna yfir áætlun. Frávik í rekstrargjöldum voru hins vegar 5,1 milljarði króna yfir áætlun, þar af var frávik í rekstri skóla- og frístundasviðs 2,3 milljarður króna og breyting lífeyrisskuldbindingar einn milljarður króna. Fjármagnskostnaður var 1,1 milljarði króna yfir áætlun einkum vegna hærri verðbólgu en gert var ráð fyrir.

Veltufé frá rekstri var hins vegar jákvætt um 6,8 milljarða króna sem var um 931 milljón krónum betra en áætlað var á tímabilinu.

12,8 milljarða króna skekkja


Hinn hlutinn í rekstri borgarinnar, B-hlutinn, nær yfir afkomu þeirra fyrirtækja sem borgin á að öllu leyti eða að hluta. Fyrirtækin sem teljast til B-hlutans eru Orkuveita Reykjavíkur, Faxaflóahafnir sf., Félagsbústaðir hf., Íþrótta- og sýningahöllin hf., Malbikunarstöðin Höfði hf., Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Aflvaka hf og Þjóðarleikvangs ehf.

Rekstrarniðurstaða samantekins árshlutareiknings Reykjavíkurborgar, A- og B-hluta, var hins vegar neikvæð um 6,7 milljarða króna sem er 12,8 milljörðum krónum verri niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir. Í tilkynningunni segir að helstu frávikin séu fjármagnsliðir sem hafi verið níu milljörðum krónum hærri en reiknað var með. „Skýrist það af hærri verðbólgu á tímabilinu en áætlun gerði ráð fyrir, lækkunar álverðs og minni matsbreytinga fjárfestingaeigna Félagsbústaða.

Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA), skilaði 23,1 milljarði króna í afgang sem var um tveimur milljörðum króna undir áætlun, en um fjórum milljörðum króna betri niðurstaða en á fyrsta árshluta ársins 2022.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár