Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Lagðist á malbikið til stuðnings mótmælendunum í möstrunum

Ás­geir Brynj­ar Torfa­son var stadd­ur á segl­báti á milli Fær­eyja og Ís­lands þeg­ar mótor báts­ins fór að hiksta. Það leið ekki á löngu þar til hval­ir voru farn­ir að synda í kring­um bát­inn. Það gerðu þeir næstu tvær klukku­stund­ir, á með­an Ás­geir og skips­fé­lagi hans komu mótorn­um í lag. Ás­geir, sem er eft­ir þessa reynslu mik­ill hvala­vin­ur, lagð­ist á hart mal­bik­ið fyr­ir fram­an lög­reglu­borð­ann sem skildi mót­mæl­end­ur og hval­veiði­skip að síð­deg­is í gær til þess að sýna kon­un­um tveim­ur sem klifr­að höfðu nið­ur úr möstr­um hval­veiði­skipa skömmu áð­ur stuðn­ing.

Lagðist á malbikið til stuðnings mótmælendunum í möstrunum
Í veg fyrir umferð „Meira að segja ungir hvalir hjala,“ sagði Ásgeir. „Ég var að verða afi svo þetta snertir við mér og gerir mig kláran í að klifra þarna upp á eftir Anahitu.“ Mynd: Heimildin / Ragnhildur

Það var eldsnemma á mánudagsmorgun sem þær Elissa Bijou og Anahita Babaei klifruðu upp í tunnur á möstrum tveggja hvalveiðiskipa Hvals Hf. í Reykjavíkurhöfn. Nokkrum dögum áður hafði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ákveðið að framlengja ekki tímabundið bann við veiðum á langreyðum sem hún kom á í júnímánuði. 

Sérsveitin var kölluð á vettvang en sérsveitarmönnunum tókst ekki að fá konurnar af áformum sínum, að koma í veg fyrir að skipin kæmust á veiðar.

Bijou og Babaei sátu sem fastast í tunnum skipanna í rúmar 30 klukkustundir, Babaei án vatns, matar og lyfja þar sem lögreglan hafði tekið af henni bakpokann hennar á leiðinni upp. 

Stuðningsmenn þeirra flykktust að og stóðu á bryggjunni, fyrir utan lögregluborða sem strekktur var í nokkurri fjarlægð frá skipunum. Lögreglan stóð hjá og beið átekta en lögreglumenn fóru við og við upp í möstrin til þess að ræða við konurnar og reyna að fá þær niður. Stuðningsmenn kvennanna báðu lögreglumenn ítrekað um að koma vatni til Babaei en það vildi þeir ekki gera og sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri í samtali við Heimildina í gær að ástæðan fyrir því væri einföld. 

„Lögreglunni ber ekki að fæða og vökva fólk sem er að fremja lögbrot.“

Telur að konurnar hafi bjargað nokkrum langreyðum

Á þriðja tímanum í gær, þriðjudag, príluðu konurnar tvær svo niður úr möstrunum. Þær voru keyrðar burt í lögreglubíl. Hvalur hf. hafði kært þær fyrir húsbrot. Lögreglan tók af þeim skýrslu en þær voru lausar að skýrslutöku lokinni. 

En þó að konurnar væru farnar stóðu mótmælendur í nokkrar klukkustundir áfram á bryggjunni. Á meðal þeirra var samstarfsmaður Babaei, Micah Garen, en þau eru stödd hér á landi til þess að gera heimildarmynd um hvalveiðar. Þeirri heimildarmynd langaði þau að ljúka 20. júní, þegar Svandís lagði tímabundið bann á hvalveiðar, en nú sér ekki fyrir endann á vinnunni við myndina. 

„Heimildarmyndin átti að vera um það hvernig fólk getur tekið höndum saman og breytt heiminum, ekki það hvernig við þurfum að hætta lífi okkar fyrir eitthvað sem breytist aldrei. Það er ekki það sem ég vildi gera heimildarmynd um en því miður erum við hér,“ sagði Garen í samtali við Heimildina á mánudag. 

Hann var þreyttur þegar blaðamaður hitti á hann eftir að Babaei og Bijou höfðu klifrað niður síðdegis á þriðjudag og sagðist eyðilagður yfir því að nú kæmust skipin á veiðar. Hann var þó stoltur af mótmælendunum. 

„Þær komu líklega í veg fyrir dráp á fjórum langreyðum. Það er magnað,“ sagði Garen. „Það sem þær gerðu vekur athygli á heimsku þessarar ákvörðunar – að leyfa þeim að veiða. Það er enn gegn íslenskum lögum um dýravelferð, ekkert hefur breyst.“ 

„Ekkert var skemmt nema kannski egó Kristjáns Loftssonar“

Undanfari hvalveiðibannsins var álit fagráðs um velferð dýra sem komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að drepa stórhveli eins og langreyðar með mannúðlegum hætti og að sú veiðiaðferð sem beitt er við veiðarnar samræmist ekki ákvæðum laga um velferð dýra. Í lok ágústmánaðar komst starfshópur sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra skipaði að því að hægt væri að bæta veiðiaðferðirnar. Í framhaldinu ákvað Svandís að aflétta banninu en setja á strangari skilyrði um. Veiðileyfið rennur út um áramótin en enginn veit hvað tekur við þá.

„Það sem máli skiptir er að nú verður tegund í útrýmingarhættu veidd hér á Íslandi og á næstunni muntu sjá hval eftir hval dreginn á land í Hvalfirði og kjötið skorið í bita og sent til Japan,“ sagði Garen við höfnina í gær. 

Um friðsamleg mótmæli var að ræða. „Ekkert var skemmt nema kannski egó Kristjáns Loftssonar,“ sagði Garen. 

„Það sem máli skiptir er að nú verður tegund í útrýmingarhættu veidd hér á Íslandi og á næstunni muntu sjá hval eftir hval dreginn á land í Hvalfirði og kjötið skorið í bita og sent til Japan,“
Micah Garen

Þó að hann væri vonsvikinn yfir því að bátarnir gætu farið af stað þegar veður leyfði þá var hugur í honum. 

„Baráttan heldur áfram,“ sagði Garen. „Það verða fleiri lögsóknir, fleiri fórnir, þetta endar ekki fyrr en Ísland ákveður að hætta að drepa hvali. Ísland þarf að gera það, Noregur þarf að gera það, Japan þarf að gera það og Færeyjar þurfa að gera það.“

„Hér er valdstjórnin notuð til þess að einn maður komist á veiðar“

Við hlið Garens birtist Ásgeir Brynjar Torfason íklæddur Qigong æfingafötum. 

„Ég kom hérna beint af æfingu og ætlaði að sjá þær fara niður en ég var of seinn,“ sagði Ásgeir sem hafði daginn áður mætt í þrígang út á höfn til þess að kanna hvort ekki væri hægt að færa Anahitu vatn. Hann var ósáttur með að það skyldi ekki vera gert. 

„Þér ber skylda til að hjálpa einhverjum sem er í neyð þó að hann hafi framið lögbrot. Hér er valdstjórnin notuð til þess að einn maður komist á veiðar.“

Ásgeir borðaði hvalkjöt þegar hann var barn en samkennd hans með hvölunum hefur aukist með aldrinum. Árið 2019 komst hann í verulega nálægð við spendýrin þegar hann var á seglbát á siglingu á milli Færeyja og Íslands. Það var enginn vindur svo seglin gerðu lítið gagn og komust skipverjarnir í vandræði þegar mótorinn fór að hiksta. Það leið ekki á löngu áður en hvali bar að. 

„Okkur rak í tvær til þrjár klukkustundir og allan tímann voru þeir að hringsóla í kringum okkur,“ rifjaði Ásgeir upp. „Þeir skynja að þessi bátur er ekki eins og hann á að vera – þá bíða þeir og tékka.“

„Ég var að verða afi svo þetta snertir við mér“ 

Þessi reynsla og vitneskjan um tungumál hvala hafa gert Ásgeir að andstæðingi hvalveiða. 

„Meira að segja ungir hvalir hjala,“ sagði Ásgeir. „Ég var að verða afi svo þetta snertir við mér og gerir mig kláran í að klifra þarna upp á eftir Anahitu.“ 

Hann gerði það þó ekki en tók sig til og lagðist í jörðina, fyrir framan lögregluborðann, og varnaði þannig bílum aðgang að bryggjunni. Lögreglumennirnir stóðu tiltölulega rólegir hjá þar til Ásgeir stóð upp eftir nokkurra mínútna hvíld á malbikinu. 

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Vilhjálmsson skrifaði
    Meira svona. Við þurfum að taka völdin af öfgahægrifasistum Sjálfstæðisflokksins.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Svandís ætlar ekki að segja af sér vegna álits umboðsmanns
FréttirHvalveiðar

Svandís ætl­ar ekki að segja af sér vegna álits um­boðs­manns

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is tel­ur að mat­væla­ráð­herra hafi ekki gætt að með­al­hófi eða haft nægi­lega skýra laga­stoð þeg­ar hún frest­aði upp­hafi hval­veiða síð­ast­lið­ið sum­ar. Ráð­herr­ann, Svandís Svavars­dótt­ir, seg­ist taka nið­ur­stöð­unni al­var­lega en að hún hygg­ist beita sér fyr­ir breyttri hval­veiði­lög­gjöf. Hún ætl­ar ekki að segja af sér.
Kristján og Ralph tókust á – Báðir pólar á villigötum
FréttirHvalveiðar

Kristján og Ralph tók­ust á – Báð­ir pól­ar á villi­göt­um

Óvænt­ur gest­ur mætti á er­indi um mik­il­vægi hvala fyr­ir líf­ríki sjáv­ar í Hörpu í lok októ­ber. Hann mót­mælti því sem hafði kom­ið fram í er­ind­inu um kol­efn­is­bind­ingu hvala. „Ég er sjálf­ur hval­veiði­mað­ur,“ sagði mað­ur­inn – Kristján Lofts­son – áð­ur en hann full­yrti að hval­ir gæfu frá sér tvö­falt meira magn af kolt­ví­sýr­ingi en þeir föng­uðu.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
5
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
7
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
8
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“
Viktor Traustason tekur lítið mark á skoðanakönnunum
9
Fréttir

Vikt­or Trausta­son tek­ur lít­ið mark á skoð­ana­könn­un­um

Vikt­or Trausta­son for­setafram­bjóð­andi seg­ist taka lít­ið mark skoð­ana­könn­un­um enn sem kom­ið er. Í síð­asta þætti Pressu mætti Vikt­or ásamt öðr­um fram­bjóð­end­um til þess að ræða fram­boð sitt og helstu stefnu­mál sín. Vikt­or tel­ur sig geta náð kjöri og benti á að flest­ar kann­an­ir hafi ver­ið fram­kvæmd­ar áð­ur en hon­um gafst tæki­færi á að kynna sig fyr­ir kjós­end­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
9
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár