Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Íslenskri herferð beint að fólki með kynferðislegan áhuga á börnum

Nýrri vit­und­ar­vakn­ingu Neyð­ar­lín­unn­ar, rík­is­lög­reglu­stjóra og þjón­ust­unn­ar Taktu skref­ið er beint að full­orðnu fólki sem hef­ur áhuga á kyn­ferð­is­legu efni af börn­um. „Hef­ur þú eitt­hvað að ótt­ast?“ er spurt í aug­lýs­ingu sem er hluti af átak­inu. Sál­fræð­ing­ur hjá Taktu skref­ið hvet­ur fólk með þess­ar hvat­ir til að leita sér að­stoð­ar áð­ur en það er of seint. Frá 2021 hafa um 60 manns leit­að sér þar með­ferð­ar.

Íslenskri herferð beint að fólki með kynferðislegan áhuga á börnum
Handtekinn Úr leikinni auglýsingu vegna vitundarvakningarinnar sem er beint til fullorðinna sem hafa áhuga á kynferðislegu efni af börnum. Mynd: Skjáskot

„Hefur þú eitthvað að óttast? Ef þú ert að skoða kynferðislegt myndefni af barni, þá hefur þú ástæðu til. En það er ekki of seint að breyta hegðuninni. En til þess þarftu að taka skrefið og leita þér aðstoðar. Breyttu rétt.“ 

Þetta segir í nýrri auglýsingu sem er beint að fullorðnum sem hafa áhuga á kynferðislegu efni af börnum og er hluti af vitundarvakningu Neyðarlínunnar, ríkislögreglustjóra og þjónustunnar Taktu skrefið þar sem starfar hópur sálfræðinga með sérþekkingu á þessu sviði. 

„Kynferðislegt efni sem sýnir börn er barnaníðsefni.  Þannig efni er ólöglegt að skoða, eiga eða senda,“ segir einnig í auglýsingunni, sem sjá má hér.

i

Boðskapur vitundarvakningarinar er að fullorðið fólk sem hefur áhuga á kynferðislegu efni af börnum sé á villigötum og mikilvægt að það láti af þeirri skaðlegu hegðun.  Ráði viðkomandi ekki við að gera það sjálft er hægt að fá aðstoð til að breyta hegðun sinni hjá Taktu skrefið.

Skilaboðunum er beint sérstaklega til karlmanna á aldrinum 18 til 45 ára. Samkvæmt innlendri og erlendri tölfræði er það sá hópur sem fremur flest kynferðisbrot.

Þetta er í fyrsta sinn sem farið er í viðlíka vitundarvakningu hér á landi. Í tengslum við hana verða birtar fleiri auglýsingar, innblásnar af herferðum Stop it now og Lucy Faithfull Foundation á Bretlandi.  Markmiðið er að fá þá sem kunna að fremja slík brot til að velta fyrir sér hverjar afleiðingarnar gætu orðið fyrir þá sjálfa.

Skilaboðunum er beint  sérstaklega til karlmanna á aldrinum 18 til 45 ára. Samkvæmt innlendri og erlendri tölfræði er það sá hópur sem fremur flest kynferðisbrot. Þannig voru 67% grunaðra í málum tilkynntum til lögreglu fyrstu sex mánuði ársins 2023 á þessum aldri og þar af rúmlega 93% karlar.

Um sextíu manns leitað sér hjálpar

Jóhanna Dagbjartsdóttir, sálfræðingur hjá Taktu skrefið, segir þau hafa aðstoðað fjölbreyttan hóp einstaklinga frá því þjónustan var sett á laggirnar árið 2021. Flestir komi að eigin frumkvæði en einnig séu dæmi um að lögregla eða dómstólar beini fólki til þeirra. Þá eru þau í samstarfi við lögreglu og heilbrigðisráðuneytið varðandi eftirfylgni eftir skýrslutökur en á grundvelli þess samstarfs getur fólk komið beint í frítt viðtal hjá þeim eftir að lögregla tekur af því skýrslu. 

„Þetta er hugsað sem aðstoð fyrir fólk sem hefur áhyggjur af kynferðislegri hegðun eða kynferðislegum hugsunum sem það vill fá aðstoð vegna. Þetta er allt frá því að vera fólk sem hefur einhvern tíman farið yfir mörk yfir í fólk sem er búið að brjóta af sér og sætir lögreglurannsókn, og er jafnvel með barnagirnd,“ segir hún.  

Þjónusta Taktu skrefið er styrkt af félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og heilbrigðisráðuneytinu. Fyrsta viðtal kostar þrjú þúsund krónur. Jóhanna segir að frá upphafi hafi um sextíu manns leitað sér þar meðferðar. Á síðasta ári voru það fjörutíu karlmenn og ein kona.

Ekki lengur bara talað til foreldra og barna

Jóhanna segir fólki erfitt að horfast í augu við þessar hvatnir sínar og jafnvel brot. „Það er mjög erfitt og því fylgir mikill kvíði og mikil skömm,“ segir hún. Mjög mismunandi er hvort það hefur opnað á þetta við aðra áður en fólk kemur í fyrsta viðtalið. „Sumir hafa ekki þorað að nefna þetta við eina einustu manneskju. Einhverjir hafa farið annað þar sem hefur verið bent á okkur, til að mynda hjá sálfræðingum eða stofnunum.“

„Sumir hafa ekki þorað að nefna þetta við eina einustu manneskju“

Hún segir vitundarvakningu sem þessa skipta gríðarlegu máli. „Það er hægt að draga fram hegðunarbreytingu, breytingu hjá þeim sem er að gera þetta, skoða svona efni og eiga í samskiptum við börn sem eru af kynferðislegum toga. Það er á ábyrgð þeirra að fá aðstoð og breyta hegðun sinni. Núna er áherslan á að tala beint til þeirra en ekki bara til foreldra eða til barna um að þau eigi ekki að tala við ókunnuga. Við erum að beina þessu til þeirra sem geta breytt hegðun sinni. Það er hægt að breyta hegðun sinni og hætta þessu. Þó það væri ekki nema einn sem hættir í kjölfarið að skoða svona efni og hættir að setja sig í samband við börn þá er árangri náð,“ segir Jóhanna.  

En þetta sé sannarlega ekki auðvelt og fólk sem hefur mikið verið að nota barnaníðsefni á mjög erfitt með að sjá að það geti hætt því. „Oft er hugsunin sú að það sé ekki hægt að fá aðstoð en það er hægt og það geta allir haft stjórn á hegðun sinni og breytt henni. Sumir eru fastir í vítahring ákveðinnar hegðunar, jafnvel fíknar ef fólk er í grunninn með klámfíkn. Þetta getur verið samspil margra þátta og það þarf að skoða hvað liggur að baki og vinna með það,“ segir hún. 

Hægt að búa sér til innihaldsríkt líf

Þeir sem hafa kynferðislegar langanir til barna eða hafa hreinlega níðst á börnum er líklega fordæmdasti hópur samfélagsins. Geta þessir einstaklingar náð sátt við sjálfan sig?

„Það getur verið mjög erfitt. Þetta er fordæmdasti hópurinn af ástæðu. Þetta er hræðilegt, hræðilegustu brot sem maður veit um og það er ekki endilega þannig að það sé hægt að ná sátt við að hafa brotið á barni, og kannski ekki heldur ætlast til þess. Það sem samt sem áður hægt að búa sér til líf sem getur verið innihaldsríkt og með góðan tilgang, bæta fyrir brot sín, taka ábyrgð, vinna með afleiðingarnar. Allt er þetta hluti af því að ná einhvers konar sátt.“ 

„Það er ekki endilega þannig að það sé hægt að ná sátt við að hafa brotið á barni, og kannski ekki heldur ætlast til þess. Það sem samt sem áður hægt að búa sér til líf sem getur verið innihaldsríkt“

Þá segir hún einstaklingsbundið hversu langa meðferð einstaklingar með þessar hvatir þurfi. „Það er allur gangur á því og fer eftir eðli málanna. Sumum vill maður ekki sleppa strax og þeir þurfa jafnvel stuðning í mörg ár þó aktív meðferð sé kannski sex viðtöl og svo áframhaldandi stuðningur. Þetta er mjög mismunandi,“ segir hún.  

Á vefnum taktuskrefid.is er hægt að panta tíma, nálgast ýmiss konar fræðsluefni, sjálfspróf og æfingar fyrir fólk sem heldur að það hafi mögulega beitt einhvern kynferðislegu ofbeldi, hefur áhyggjur af kynferðislegri hegðun sinni á netinu eða gagnvart öðru fólki, eða að aðrir hafa áhyggur af kynferðislegri hegðun viðkomandi og fólk vill fá hjálp. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
2
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár