Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Íslenskri herferð beint að fólki með kynferðislegan áhuga á börnum

Nýrri vit­und­ar­vakn­ingu Neyð­ar­lín­unn­ar, rík­is­lög­reglu­stjóra og þjón­ust­unn­ar Taktu skref­ið er beint að full­orðnu fólki sem hef­ur áhuga á kyn­ferð­is­legu efni af börn­um. „Hef­ur þú eitt­hvað að ótt­ast?“ er spurt í aug­lýs­ingu sem er hluti af átak­inu. Sál­fræð­ing­ur hjá Taktu skref­ið hvet­ur fólk með þess­ar hvat­ir til að leita sér að­stoð­ar áð­ur en það er of seint. Frá 2021 hafa um 60 manns leit­að sér þar með­ferð­ar.

Íslenskri herferð beint að fólki með kynferðislegan áhuga á börnum
Handtekinn Úr leikinni auglýsingu vegna vitundarvakningarinnar sem er beint til fullorðinna sem hafa áhuga á kynferðislegu efni af börnum. Mynd: Skjáskot

„Hefur þú eitthvað að óttast? Ef þú ert að skoða kynferðislegt myndefni af barni, þá hefur þú ástæðu til. En það er ekki of seint að breyta hegðuninni. En til þess þarftu að taka skrefið og leita þér aðstoðar. Breyttu rétt.“ 

Þetta segir í nýrri auglýsingu sem er beint að fullorðnum sem hafa áhuga á kynferðislegu efni af börnum og er hluti af vitundarvakningu Neyðarlínunnar, ríkislögreglustjóra og þjónustunnar Taktu skrefið þar sem starfar hópur sálfræðinga með sérþekkingu á þessu sviði. 

„Kynferðislegt efni sem sýnir börn er barnaníðsefni.  Þannig efni er ólöglegt að skoða, eiga eða senda,“ segir einnig í auglýsingunni, sem sjá má hér.

i

Boðskapur vitundarvakningarinar er að fullorðið fólk sem hefur áhuga á kynferðislegu efni af börnum sé á villigötum og mikilvægt að það láti af þeirri skaðlegu hegðun.  Ráði viðkomandi ekki við að gera það sjálft er hægt að fá aðstoð til að breyta hegðun sinni hjá Taktu skrefið.

Skilaboðunum er beint sérstaklega til karlmanna á aldrinum 18 til 45 ára. Samkvæmt innlendri og erlendri tölfræði er það sá hópur sem fremur flest kynferðisbrot.

Þetta er í fyrsta sinn sem farið er í viðlíka vitundarvakningu hér á landi. Í tengslum við hana verða birtar fleiri auglýsingar, innblásnar af herferðum Stop it now og Lucy Faithfull Foundation á Bretlandi.  Markmiðið er að fá þá sem kunna að fremja slík brot til að velta fyrir sér hverjar afleiðingarnar gætu orðið fyrir þá sjálfa.

Skilaboðunum er beint  sérstaklega til karlmanna á aldrinum 18 til 45 ára. Samkvæmt innlendri og erlendri tölfræði er það sá hópur sem fremur flest kynferðisbrot. Þannig voru 67% grunaðra í málum tilkynntum til lögreglu fyrstu sex mánuði ársins 2023 á þessum aldri og þar af rúmlega 93% karlar.

Um sextíu manns leitað sér hjálpar

Jóhanna Dagbjartsdóttir, sálfræðingur hjá Taktu skrefið, segir þau hafa aðstoðað fjölbreyttan hóp einstaklinga frá því þjónustan var sett á laggirnar árið 2021. Flestir komi að eigin frumkvæði en einnig séu dæmi um að lögregla eða dómstólar beini fólki til þeirra. Þá eru þau í samstarfi við lögreglu og heilbrigðisráðuneytið varðandi eftirfylgni eftir skýrslutökur en á grundvelli þess samstarfs getur fólk komið beint í frítt viðtal hjá þeim eftir að lögregla tekur af því skýrslu. 

„Þetta er hugsað sem aðstoð fyrir fólk sem hefur áhyggjur af kynferðislegri hegðun eða kynferðislegum hugsunum sem það vill fá aðstoð vegna. Þetta er allt frá því að vera fólk sem hefur einhvern tíman farið yfir mörk yfir í fólk sem er búið að brjóta af sér og sætir lögreglurannsókn, og er jafnvel með barnagirnd,“ segir hún.  

Þjónusta Taktu skrefið er styrkt af félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og heilbrigðisráðuneytinu. Fyrsta viðtal kostar þrjú þúsund krónur. Jóhanna segir að frá upphafi hafi um sextíu manns leitað sér þar meðferðar. Á síðasta ári voru það fjörutíu karlmenn og ein kona.

Ekki lengur bara talað til foreldra og barna

Jóhanna segir fólki erfitt að horfast í augu við þessar hvatnir sínar og jafnvel brot. „Það er mjög erfitt og því fylgir mikill kvíði og mikil skömm,“ segir hún. Mjög mismunandi er hvort það hefur opnað á þetta við aðra áður en fólk kemur í fyrsta viðtalið. „Sumir hafa ekki þorað að nefna þetta við eina einustu manneskju. Einhverjir hafa farið annað þar sem hefur verið bent á okkur, til að mynda hjá sálfræðingum eða stofnunum.“

„Sumir hafa ekki þorað að nefna þetta við eina einustu manneskju“

Hún segir vitundarvakningu sem þessa skipta gríðarlegu máli. „Það er hægt að draga fram hegðunarbreytingu, breytingu hjá þeim sem er að gera þetta, skoða svona efni og eiga í samskiptum við börn sem eru af kynferðislegum toga. Það er á ábyrgð þeirra að fá aðstoð og breyta hegðun sinni. Núna er áherslan á að tala beint til þeirra en ekki bara til foreldra eða til barna um að þau eigi ekki að tala við ókunnuga. Við erum að beina þessu til þeirra sem geta breytt hegðun sinni. Það er hægt að breyta hegðun sinni og hætta þessu. Þó það væri ekki nema einn sem hættir í kjölfarið að skoða svona efni og hættir að setja sig í samband við börn þá er árangri náð,“ segir Jóhanna.  

En þetta sé sannarlega ekki auðvelt og fólk sem hefur mikið verið að nota barnaníðsefni á mjög erfitt með að sjá að það geti hætt því. „Oft er hugsunin sú að það sé ekki hægt að fá aðstoð en það er hægt og það geta allir haft stjórn á hegðun sinni og breytt henni. Sumir eru fastir í vítahring ákveðinnar hegðunar, jafnvel fíknar ef fólk er í grunninn með klámfíkn. Þetta getur verið samspil margra þátta og það þarf að skoða hvað liggur að baki og vinna með það,“ segir hún. 

Hægt að búa sér til innihaldsríkt líf

Þeir sem hafa kynferðislegar langanir til barna eða hafa hreinlega níðst á börnum er líklega fordæmdasti hópur samfélagsins. Geta þessir einstaklingar náð sátt við sjálfan sig?

„Það getur verið mjög erfitt. Þetta er fordæmdasti hópurinn af ástæðu. Þetta er hræðilegt, hræðilegustu brot sem maður veit um og það er ekki endilega þannig að það sé hægt að ná sátt við að hafa brotið á barni, og kannski ekki heldur ætlast til þess. Það sem samt sem áður hægt að búa sér til líf sem getur verið innihaldsríkt og með góðan tilgang, bæta fyrir brot sín, taka ábyrgð, vinna með afleiðingarnar. Allt er þetta hluti af því að ná einhvers konar sátt.“ 

„Það er ekki endilega þannig að það sé hægt að ná sátt við að hafa brotið á barni, og kannski ekki heldur ætlast til þess. Það sem samt sem áður hægt að búa sér til líf sem getur verið innihaldsríkt“

Þá segir hún einstaklingsbundið hversu langa meðferð einstaklingar með þessar hvatir þurfi. „Það er allur gangur á því og fer eftir eðli málanna. Sumum vill maður ekki sleppa strax og þeir þurfa jafnvel stuðning í mörg ár þó aktív meðferð sé kannski sex viðtöl og svo áframhaldandi stuðningur. Þetta er mjög mismunandi,“ segir hún.  

Á vefnum taktuskrefid.is er hægt að panta tíma, nálgast ýmiss konar fræðsluefni, sjálfspróf og æfingar fyrir fólk sem heldur að það hafi mögulega beitt einhvern kynferðislegu ofbeldi, hefur áhyggjur af kynferðislegri hegðun sinni á netinu eða gagnvart öðru fólki, eða að aðrir hafa áhyggur af kynferðislegri hegðun viðkomandi og fólk vill fá hjálp. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
Afhjúpun

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
2
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.
Bjarni vildi ekki þykjast - Svandís segir hann óhæfan
4
FréttirStjórnarslit 2024

Bjarni vildi ekki þykj­ast - Svandís seg­ir hann óhæf­an

Full­trú­ar allra flokka á þingi nýttu þing­fund­inn í dag til að hefja kosn­inga­bar­áttu sína. Bjarni Bene­dikts­son sagð­ist hafa lit­ið svo á að hann væri að bregð­ast sjálf­um sér og lands­mönn­um ef hann myndi þykj­ast geta leitt áfram stjórn án sátt­ar. Svandís Svavars­dótt­ir fór yf­ir at­burða­rás­ina í að­drag­anda þingrofs og sagði Bjarna óhæf­an til að leiða rík­is­stjórn.
„Ég sakna þess að stinga fólk“
9
FréttirHeilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“

78 sjúk­ling­ar liggja á göng­um Land­spít­al­ans því ekki er pláss fyr­ir þá ann­ars stað­ar og spít­al­inn hef­ur ver­ið á efsta við­bragðs­stigi í tæp­an mán­uð. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem hafa skipt yf­ir í tækni­geir­ann sakna þess stund­um að vinna á „á gólf­inu“ en á með­an álag­ið og streit­an í heil­brigðis­kerf­inu held­ur áfram að aukast er það ekki mögu­leiki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
Afhjúpun

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
5
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.
Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
6
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
8
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
5
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
6
Afhjúpun

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
8
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
10
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu