Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Samsam og leyniþjónusturnar

Þessa dag­ana standa yf­ir í Kaup­manna­höfn óvenju­leg rétt­ar­höld. Stefn­and­inn er Ah­med Sam­sam, sem hlot­ið hef­ur dóm fyr­ir að­ild að hryðju­verka­sam­tök­um. Hann hef­ur stefnt dönsku leyni­þjón­ust­unni og leyni­þjón­ustu hers­ins fyr­ir svik.

Samsam og leyniþjónusturnar
Svik Ahmed Samsam sakar dönsku leyniþjónusturnar um að hafa svikið sig. Hann hafi aldrei verið félagi í hryðjuverkasamtökunum sem kenni sig við íslamskt ríki. Mynd: AFP

Ahmed Samsam er 33 ára Dani, af sýrlenskum uppruna. Hann ólst upp í Vollsmose-hverfinu í Óðinsvéum og síðar í Bellahøj-hverfinu í Kaupmannahöfn, hjá foreldrum sínum og sex systkinum. Faðir hans, Jihad Samsam, hafði flúið frá Sýrlandi 1982 eftir að hafa tekið þátt í misheppnaðri uppreisnartilraun, en hann var þá félagi í múslímska bræðrabandalaginu. Jihad Samsam fékk danskan ríkisborgararétt árið 1996.

Ungur að árum leiddist Ahmed Samsam út á braut afbrota og glæpa, fyrst í Óðinsvéum og síðar í Kaupmannahöfn. Hann hefur margoft hlotið dóma fyrir brot á umferðarlögum, rán, ofbeldi, vopnaburð og fyrir að hafa eiturlyf í fórum sínum.  

Fór fyrst til Sýrlands árið 2012

Skömmu eftir að Samsam (eins og hann er ætíð kallaður) var laus úr fangelsi árið 2012 fór hann til Sýrlands. Þar gekk hann til liðs við samtök uppreisnarmanna sem börðust gegn herjum Assads forseta. Puk Damsgård, fréttamaður danska útvarpsins, hitti Samsam við tyrknesku landamærin. Í viðtalinu sem sýnt var í danska sjónvarpinu sagði Samsam að hann hefði tekið þátt í margs konar afbrotum heima í Danmörku um átta eða níu ára skeið. 

Í desember 2012 fór Samsam aftur heim til Danmerkur, og fór þá beint í fangelsi til að afplána 30 daga dóm sem hann hafði hlotið. 

Leyniþjónustan og Sýrlandsferðir

Meðan Samsam sat í fangelsinu í árslok 2012 hafði danska leyniþjónustan, PET, samband við hann og eftir að fangelsisvistinni lauk gerði hann, að eigin sögn, samkomulag við PET. Samkomulagið fól í sér að hann myndi afla upplýsinga um danska ríkisborgara sem berðust í Sýrlandi og gætu hugsanlega ógnað öryggi Danmerkur þegar þeir yrðu aftur komnir heim. Og í samkomulaginu fólst að allt sem hann aðhefðist í Sýrlandi eftir þetta yrði gert í nánu samráði við PET og leyniþjónustu hersins, FE. Í febrúar 2013 fór hann til Sýrlands, PET kostaði þá ferð. Í nóvember það ár skipti hann um vinnuveitanda, ef svo má að orði komast, og færðist yfir til FE. Ástæðan var sú að FE var í nánari tengslum við starfsmenn utan danskra landamæra. Vorið 2014 fór hann eina ferð til Sýrlands á vegum FE. Í október árið 2015 vildi FE senda hann enn á ný til Sýrlands í þeim tilgangi að ganga til liðs við samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki. Samsam neitaði að verða við þessari beiðni og fór hvergi. Hann áleit beiðni FE alltof áhættusama og þar með lauk samstarfi Samsam við dönsku leyniþjónusturnar.

Bróðirinn drepinn

Í maí árið 2015 dó yngri bróðir Samsam af völdum hnífstungu á Norðurbrú í Kaupmannahöfn. Morðið var talið tengjast átökum glæpagengja. Daginn eftir morðið voru Samsam og þrír vinir hans handteknir og Samsam kærður fyrir óeirðir. Lögregla taldi að Samsam og bróðirinn sem lést væru tengdir glæpasamtökunum Black Army í Vollsmose

Samsam vann um skeið sem yfirmaður í ísbúð á Friðriksbergi við Kaupmannahöfn. Í maí 2017 var skotið á ísbúðina og ungur afgreiðslumaður særðist. Stuttu síðar fór Samsam til Spánar þar sem eldri bróðir hans var búsettur. Samsam sagði síðar í viðtali að hann hefði farið til Spánar til að slíta tengslin við glæpaheiminn.

„Samsam vann um skeið sem yfirmaður í ísbúð á Friðriksbergi við Kaupmannahöfn. Í maí 2017 var skotið á ísbúðina og ungur afgreiðslumaður særðist.“

Handtaka og fangelsisdómur

Skömmu eftir komuna til Spánar var Samsam handtekinn. Honum var gefið að sök að hafa tekið þátt í starfsemi samtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki.  Auk þess sagði lögreglan að hann hefði reynt að fá keypt vopn á Spáni og einnig skotheld vesti. Tveimur dögum fyrir handtökuna hafði lögreglan stöðvað Samsam vegna gruns um að hann hefði keypt hass. Lögreglan sagðist hafa fengið ábendingu frá dönsku lögreglunni um að rétt væri að fylgjast með stóra bróður Samsam. Að sögn lögreglu var hegðan þeirra bræðra ekki eins og hjá dæmigerðum ferðamönnum, þeir skiptu til dæmis oft um hótel. Árið 2018 var Samsam, í bæjarrétti Madrid (sem er lægsta dómstig af þrem), dæmdur í átta ára fangelsi fyrir ætlaða aðild að hryðjuverkasamtökum. Samsam áfrýjaði til  næsta dómstigs, sem staðfesti dóm bæjarréttar. Samsam sótti um áfrýjun til Hæstaréttar Spánar en fékk synjun. Samsam sat í spænsku fangelsi í þrjú og hálft ár en var síðan fluttur til Danmerkur og dómurinn styttur í sex ár. Samsam lýkur afplánun sinni í nóvember næstkomandi. 

Sakar leyniþjónusturnar um svik

Eins og getið var um í upphafi þessarar greinar standa nú yfir í Kaupmannahöfn réttarhöld í máli Samsam gegn dönsku leyniþjónustunni, PET, og leyniþjónustu hersins, FE. Tilgangur Samsam er að fá viðurkenningu og staðfestingu PET og FE á því að hann hafi verið starfsmaður þeirra og sendur á þeirra vegum til Sýrlands. Hann hafi aldrei verið félagi í hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki. Samsam heldur því fram að hefðu PET og FE tilkynnt spænskum yfirvöldum að hann hefði farið á þeirra vegum til Sýrlands hefði meginatriði ákærunnar fallið um sjálft sig. Komið hefur fram að starfsmönnum PET og FE hefði gramist að yfirvöldin skyldu ekki beita sér og tilkynnt spænskum yfirvöldum hvernig allt var í pottinn búið. Leyniþjónusturnar, PET og FE, hafa ekki svarað neinu um það, þegar eftir hefur verið leitað, hvort þær hafi verið í samstarfi við Samsam, hvorki játað né neitað.

Forstjóri leyniþjónustu hersins kom í heimsókn

Meðal vitna sem kvödd hafa verið fyrir réttinn er Simon Andersen, fyrrverandi fréttastjóri Berlingske. Hann kom fyrir réttinn sl. miðvikudag, 30. ágúst. Frásögn hans vakti undrun og athygli viðstaddra. Hann greindi frá því að árið 2020, um vorið eða snemmsumars, hefði maður komið heim til sín, án þess að gera boð á undan sér. „Hann vildi ræða við mig um Samsam-málið.“ „Hver var þessi maður?“ spurði dómarinn. Það fór kliður um salinn þegar fréttastjórinn svaraði: „Þetta var Lars Findsen.“ Á þessum tíma var Lars Findsen yfirmaður FE. Erindi hans var að kanna hvort fréttastjórinn gæti komið því til leiðar að Lars Findsen og Thomas Brædder, þáverandi lögmaður Samsam, gætu hist og rætt saman í trúnaði.

„Ég skynjaði, þótt Lars Findsen segði það ekki berum orðum, að sitthvað hefði farið öðruvísi en til stóð í máli Samsam og vilji væri til þess að bæta þar úr,“ sagði fréttastjórinn fyrrverandi. Í kjölfar þessa fundar áttu starfsmenn FE 13 fundi með Thomas Brædder, þar sem rætt var um hugsanlegar bætur til Samsam. Þessar viðræður leiddu ekki til neinnar niðurstöðu. Samsam og Erbil Kaya, núverandi lögmaður hans, vildu fá að kalla Lars Findsen fyrir réttinn en það samþykkti dómstjórinn ekki. Thomas Brædder, fyrrverandi lögmaður Samsam, á að mæta fyrir réttinn föstudaginn 1. september, sama dag og þessi pistill birtist á prenti.  

Forsíðugrein Berlingske kom öllu af stað

Sunnudaginn 12. janúar 2020 birtist á forsíðu dagblaðsins Berlingske löng grein um Samsam-málið eins og það var kallað. Blaðamenn Berlingske höfðu vikum saman unnið að rannsókn á máli Samsam, talað við fjölmarga sem þekktu vel til málsins, fjölskyldu Samsam, lögfræðinga í stjórnkerfinu og farið í gegnum dómskjölin frá Spáni, svo fátt eitt sé nefnt. Næstu daga og vikur birti Berlingske fjölmargar greinar um málið og blaðið komst yfir gögn sem sýndu greiðslur til Samsam, greiðslur sem blaðið fullyrti að væru laun. Enn fremur komst Berlingske yfir gögn sem sýna fram á að Samsam hitti, oftar en einu sinni, tengiliði sína hjá dönsku leyniþjónustunni, þeir fundir fóru fram í Tyrklandi. Þar voru sömuleiðis keypt skothelt vesti, fullkominn sjónauki og fleira sem Samsam tók með sér til Sýrlands. Dönsku leyniþjónusturnar borguðu brúsann. 

Vitnaleiðslur í málinu halda áfram í næstu viku, þá koma meðal annars fyrir réttinn starfsmenn dönsku leyniþjónustunnar, PET, og leyniþjónustu hersins, FE.  

Gert er ráð fyrir að dómur í máli Samsam gegn dönsku leyniþjónustunum verði kveðinn upp í september. Verði það niðurstaða dómsins að Samsam hafi verið „starfsmaður“ dönsku leyniþjónustanna mun hann fara fram á endurupptöku málsins á Spáni. 

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
3
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
4
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Secret Recording Exposes Political Deals Behind Iceland’s Whaling Licenses
6
English

Secret Record­ing Exposes Political Deals Behind Ice­land’s Whal­ing Licens­es

Prime Mini­ster Bjarni Bene­dikts­son has gran­ted whal­ing licens­es to two Icelandic whal­ing operati­ons. But secret record­ings of the son and bus­iness partner of a mem­ber of parlia­ment revea­led a political scheme behind the decisi­on, alle­ged­ly in­volving Bjarni tra­ding political favours that ensured that the MP’s close friend would recei­ve a whal­ing licen­se, even if political parties oppos­ing whal­ing were to take power.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár