Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Minni orkuvinnsla í Kröfluvirkjun grynnkar kolefnisspor Landsvirkjunar

Sam­drátt­ur í los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda frá starf­semi Lands­virkj­un­ar fyrri helm­ingi árs­ins má að mestu rekja til mik­ils sam­drátt­ar í los­un frá jarð­varma­virkj­un­um. Kröflu­virkj­un var keyrð á aukn­um af­köst­um í fyrra vegna slæms vatns­árs og kom­ið var að skulda­dög­um vegna þess í ár.

Minni orkuvinnsla í Kröfluvirkjun grynnkar kolefnisspor Landsvirkjunar
Íslenska ríkið reisti Kröfluvirkjun og hófust framkvæmdir árið 1974 með tilraunaborunum. Borun á vinnsluholum og bygging stöðvarhúss hófust sumarið 1975. Sama ár hófust miklar jarðhræringar á svæðinu og enduðu þær með eldgosi í desembermánuði, en það var upphaf eldgosahrinu sem stóð allt til ársins 1984. Saga Kröflustöðvar er því samofin sögu Kröfluelda sem höfðu mikil áhrif á upphafsárum stöðvarinnar. Fyrri vélasamstæða stöðvarinnar var gangsett í ágúst 1977, en vegna gufuskorts hófst vinnsla rafmagns ekki fyrr en í febrúar 1978. Mynd: Landsvirkjun

Í tilkynningu sem Landsvirkjun sendi frá sér í gær kom fram að kolefnisspor fyrirtækisins, þ.e. kolefnislosun að frádreginni bindingu, hafi dregist saman um helming á fyrri hluta ársins samanborið við síðasta ár. Fram kom að losun á orkueiningu hefði aldrei verið minni síðan byrjað var að færa loftslagsbókhald. Dróst hún saman um 15 prósent á milli ára. „Þessi árangur er í samræmi við loftslagsáætlun okkar og markmið um að starfsemi fyrirtækisins verði kolefnishlutlaus árið 2025.“

Skýringuna á þessum tíðindum má þó að miklu leyti rekja til þess að orkuvinnsla í Kröfluvirkjun, einni af jarðvarmavirkjunum Landsvirkjunar, dróst mikið saman sem aftur skýrist af því að hún var keyrð á auknum afköstum í fyrra vegna slæmrar vatnsstöðu í lónum vatnsaflsvirkjana. Þá var, að því er segir í svörum Ívars Páls Jónssonar, sérfræðings á samskipta- og upplýsingasviði Landsvirkjunar, viðhaldsstopp í Kröfluvirkjun í sex vikur í maí og júní síðastliðnum.

Orkuvinnsla í Kröflu var 200 GWst fyrstu sex mánuði 2023, samanborið við 241 GWst á sama tímabili í fyrra og minnkaði því um 17%. Orkuvinnsla í öðrum jarðvarmavirkjunum, á Þeistareykjum og í Bjarnarflagi, stóð nánast í stað á milli ára, samkvæmt upplýsingum frá Ívari.

Krafla keyrð á miklu stími

Í fyrra var ástand í vatnsbúskapnum slæmt sem hafði þær afleiðingar að uppistöðulón fylltust ekki. Það leiddi til þess að Landsvirkjun skerti afhendingu á raforku til kaupenda sem gert höfðu skerðanlega orkusamninga. Það varð m.a. til þess að loðnubræðslur þurftu að brenna olíu til að knýja verksmiðjur sínar og Orkubú Vestfjarða að nota slíkt eldsneyti á fjarvarmaveitur til húshitunar. Flestir stórnotendur, s.s. álver, semja bæði um forgangs- og skerðanlega orku og tryggja sér þannig að ákveðin orka sé alltaf fyrir hendi.

En vegna þessa ástands á fyrstu vikum síðasta árs var Kröfluvirkjun tímabundið keyrð á auknum afköstum. „Jú, mikið rétt,“ svarar Ívar Páll spurður hvort þessi aukna framleiðsla virkjunarinnar í fyrra hafi þá ekki aukið losun á því tímabili. Losun frá Kröflu – og allri jarðvarmavinnslu – hafi minnkað um 23% á milli ára. „Á móti kemur að losun frá lónum jókst um 25% á milli ára, en sú losun er háð veðri og ræðst af fjölda þeirra daga sem lónin eru ísilögð.“

Losun vegna bruna jarðefnaeldsneytis hjá Landsvirkjun minnkaði um 18% á milli ára. Landsvirkjun vinnur að því að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir hreinorku á bifreiðum og tækjum í eigu fyrirtækisins og stefnir á að hætta að kaupa jarðefnaeldsneyti árið 2030.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár