Á gangi á hringveginum sumarið 2015 fékk læknaneminn og ferðalangurinn Doğuş Kökarttı hugljómun sem hefur markað líf hans síðan. Verkefnið kallar hann A Tea with 10.000 people eða „Te með 10.000 manns“. „Ég er alltaf að hugsa þegar ég geng og ég fór að hugsa um allt fólkið sem ég hef hitt á ferðalögum mínum, ætli það hlaupi ekki á þúsundum. Ég fékk því þessa hugmynd að halda betur utan um allt fólkið sem ég hitti,“ segir Doğuş. Þegar hann kom til næsta bæjar, Akureyrar, fór hann í bókabúð og eyddi eins litlum pening og hann gat í skrifblokk þar sem hann útfærði hugmyndina betur.

Hann setti markið hátt, að drekka te með einni milljón manns og heyra …
Athugasemdir