Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Dagur B. tjáir sig um umferðarteppurnar

Borg­ar­stjóri seg­ir ástæðu þess að „fjöl­marg­ir íbú­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins“ eyði nú „um­tals­verð­um tíma“ í bílaröð­um á morgn­anna sé ára­tuga skipu­lag með of­urá­herslu á einka­bíla.

Dagur B. tjáir sig um umferðarteppurnar
Allt stopp Dæmi er um að það taki fólk tæpa klukkustund að aka frá Mosfellsbæ og að Háskóla Íslands þessa dagana. Mynd: Dagur B. Eggertsson/Facebook

„Fjölmargir íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa eytt umtalsverðum tíma í bílaröðum undanfarna morgna,“ skrifar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, á Facebook í morgun. „Ástandið er að sönnu verst um mánaðamótin ágúst-september á hverju ári þegar skólarnir og vinnustaðirnir fara á fullt eftir sumarfrí. Svo lagast hún aðeins en ekki meira en það.“

Borgarstjóri segir að þessi staða sé „bein afleiðing skipulags með ofuráherslu á einkabílaumferð og áherslna sem voru lengst af ofan á á höfuðborgarsvæðinu, allt frá 1960 eða svo“.

 

HugleiðingDagur B. Eggertsson borgarstjóri segir tilefni til að fólk hugleiði, hvort sem það situr fast í umferðinni eða ekki, mikilvægi þess að byggja upp fjölbreytta samgönguinnviði.

Dagur skrifar að „háværir hópar“ og „einhverjir úr hópi eldri kynslóðar sérfræðinga“ trúi enn þá á að lausnin felist í að halda þessari gömlu stefnu áfram. „Það er því miður rangt.“

Ítarlegar greiningar og sameiginleg stefnumótun sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, þar sem sem bornir voru saman valkostir fyrir framtíðarvöxt höfuðborgarsvæðisins, hafi sýnt afgerandi fram á að lausnin nú og til framtíðar felst í betra og þéttara skipulagi með hverfum þar sem hægt er að sækja nærþjónustu, fleiri og betri valkostum í samgöngum með áherslu á betri aðstæður gangandi og hjólandi „en síðast en ekki síst stóreflingu almenningssamgangna, með fjárfestingu í nýju hraðvagnakerfi, Borgarlínu, sem fengi forgang í umferðinni“.

Annars, heldur Dagur áfram, gangi umferðin ekki upp. „Óbreytt stefna þar sem fjölgun íbúa fylgdi fjölgun bílferða í sama hlutfalli og áður myndi þýða enn fleiri meiri umferðartafir. Ekki síst fyrir þá sem eru í bíl.“

Borgarstjóri segir að þessum greiningum sé „ótrúlega sjaldan svarað með rökum heldur dylgjum um einkabílahatur og ég veit ekki hvað. Ekkert er fjarri sanni“.

Það sem sáttmálinn snýst enn um

Að hans mati skipti mestu máli að hafa skýra framtíðarsýn um skipulagsmál, samgöngumál og þróun höfuðborgarsvæðisins. „Það skiptir þess vegna miklu máli að ramma slíka sýn ekki aðeins inn með orðum heldur samkomulagi til langs tíma þar sem fjárfestingar fylgja slíkri sýn og alvöru lausnum eftir.“ Um þetta hafi samgöngusáttmálinn, sem töluvert hefur verið í fréttum síðustu daga, snúist. „Og hann snýst um þetta. Hann er samningur sem á að halda til langs tíma – hvað sem mismunandi ríkisstjórnum líður eða meirihlutum í sveitarstjórnum líður.“ Samningurinn hafi notið yfirgnæfandi stuðnings flokka á Alþingi og þverpólitísks stuðnings innan allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

FjármálaráðherraBjarni Benediktsson sagði um helgina að forsendur fyrir ýmsum verkefnum í samgöngusáttmálanum væru brostnar.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði um helgina að fjárhagslegar forsendur til að fara í ýmis verkefni samkvæmt samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga væru ekki lengur til staðar. Verið sé að endurskoða framkvæmda- og fjárhagsáætlanir, tímalínur verkefna og mörkun þess sem heyrir undir sveitarfélög.

Framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sagði við RÚV í gær að sömu forsendur liggi fyrir nú og við gerð samgöngusáttmálans árið 2019. Íbúum höfuðborgarsvæðisins hafi fjölgað um 10 þúsund manns frá ársbyrjun 2022 og verk sé að vinna.

„Ég hef djúpa sannfæringu um mikilvægi samgöngusáttmálans og þeirrar skýru langtímasýnar sem að baki býr,“ skrifar Dagur í morgun. Það sé hins vegar jafnframt eðlilegt að uppfæra hann líkt og standi til að gera. „Og það er raunar fullt tilefni fyrir fólk til að hugleiða mikilvægi þess að fylgja þessum málum fast og vel eftir – hvort sem það situr fast í bílum sínum eða notar aðra ferðamáta.“

Þeir sem sjái fyrir sér að nota áfram einkabíl sem megin samgöngumáta eigi ekki síst hagsmuni af því að fjárfestingar í fjölbreyttum samgönguinnviðum gangi eftir. Með því fáist betra skipulagt höfuðborgarsvæði og „áhugaverðari og öruggari hverfi, meiri lífsgæði, loftgæði og betri þróun í loftslagsmálum einnig“.

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Pörusteikin skemmtilegasti jólamaturinn
3
Matur

Pöru­steik­in skemmti­leg­asti jóla­mat­ur­inn

Karl Roth Karls­son kokk­ur starfar á Fisk­fé­lag­inu sem hann seg­ir lengi hafa ver­ið draumastað­inn. Hann hef­ur starf­að lengst á Mat­ar­kjall­ar­an­um, en einnig á Von, Humar­hús­inu, Sjáv­ar­grill­inu og svo er­lend­is. Hann var fljót­ur til svars þeg­ar hann var spurð­ur hver væri upp­á­hald­sjó­la­mat­ur­inn. Það er pöru­steik­in þó svo að hann hafi ekki al­ist upp við hana á jól­um. Karl gef­ur upp­skrift­ir að pöru­steik og sósu ásamt rauð­káli og Waldorfs-sal­ati.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
6
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár