Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Slökkva á stærsta ofni Elkem í tíu vikur

Hrávörumark­að­ir eru „ró­legri“ en ver­ið hef­ur síð­ustu miss­eri og því hef­ur ver­ið ákveð­ið að slökkva tíma­bund­ið á stærsta ofni Elkem á Grund­ar­tanga og nýta tím­ann til að end­ur­byggja hann. „Eft­ir­spurn eft­ir okk­ar vör­um er áfram góð,“ seg­ir for­stjór­inn.

Slökkva á stærsta ofni Elkem í tíu vikur
Verksmiðjan Járnblendið á Grundartanga framleiðir kísilmálm og kísilryk, hrávörur sem minni eftirspurn er eftir núna en undanfarna mánuði. Mynd: Umhverfisstofnun

Slökkt verður á stærsta ofni Elkem á Grundartanga í tíu vikur og hann allt að því endurbyggður. Það mun styðja við aukna hagkvæmni í rekstrinum, lækka kostnað til langs tíma, og auka öryggismál töluvert, segir forstjórinn Álfheiður Ágústsdóttir í samtali við Heimildina. Hins vegar þýðir þetta að framleiðsla fyrirtækisins á kísilmálmi og kísilryki, hráefnum til stálframleiðslu, dregst saman um meira en þriðjung á viðhaldstímabilinu þar sem um er að ræða stærsta ljósbogaofn verksmiðjunnar af þeim þremur sem þar er að finna.

 Fjárfesting félagsins vegna endurbótanna nemur 100 milljónum norskra króna eða um 1,2 milljörðum íslenskra króna.

ForstjórinnÁlfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem á Íslandi, segir hrávörumarkaði eins og sólarganginn, eftirspurn fari upp og hún fari líka niður.

„Hrávörumarkaðir eru rólegri, það er að sjást alls staðar,“ segir Álfheiður en bætir við að eftirspurn eftir vörum Elkem sé enn góð. „Við erum búin að vera að undirbúa uppfærslu á ofninum lengi og erum ægilega spennt að hefjast handa.“

Fóðringin í ofninum er frá árinu 2009 og því segir forstjórinn að m.a. vegna þess sé tímabært að endurbyggja hann. Og vegna stöðu á mörkuðum hafi tækifærið skapast núna og viðhaldinu því flýtt. „Þetta styður við að við getum framleitt úr ofninum eins og hann á að geta gert,“ bætir Álfheiður við.

Framkvæmdirnar sem nú standa fyrir dyrum munu engin áhrif hafa á starfsmenn fyrirtækisins sem eru um 250 talsins. „Svo verða um 300 starfsmenn, verktakar, til viðbótar, sem munu koma að verkefninu með einum eða öðrum hætti.“

En hvað skýrir minni eftirspurn eftir hrávörum?

„Þegar þú vinnur á þessum stað í hagkerfinu þá er þetta bara gangur lífsins,“ svarar Álfheiður. „Þetta er eins og sólarlagið – kerfin fara upp og kerfin fara niður.“ Verksmiðjan hafi staðið vel síðustu ár, „en núna erum við farin inn í tímabil sem verður stífara næstu 2-3 árin.“

En hefur forstjórinn áhyggjur af því að minni eftirspurn sé komin til að vera?

„Nei við höfum ekki áhyggjur af því.“

Í verksmiðju Elkem Ísland eru þrír ljósbogaofnar, tveir 37 MW og einn 47 MW. Í ofnunum hvarfast kvars og járngrýti við kolefni og myndar fljótandi kísilmálm. Ofnarnir eru hálflokaðir með reykhettu. Afsog frá ofnum fer um kælivirki og reykhreinsivirki, þar sem kísilryk er hreinsað frá með pokasíum. Hreinsað afsog fer út í andrúmsloftið í gegnum mæni síuhúsanna. Hreinsað afsog inniheldur m.a. lofttegundirnar kolefnistvíoxíð, brennisteinstvíoxíð og nituroxíð. 

Spurð hvort uppfærsla á stóra ofninum skipti máli hvað varðar umhverfismálin segir Álfheiður að vissulega hjálpi endurnýjun á búnaði hvað það varði. Hins vegar séu aðrar fjárfestingar og önnur verkefni hugsuð sérstaklega með bætur á því sviði í huga. „En þetta hjálpar vissulega. Þetta hjálpar.“

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár