Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Það er hægt að njóta margs í myrkrinu“

Úti­vera, fé­lags­leg sam­skipti og skipu­lag geta ýtt und­ir vellíð­an á haust­in og vet­urna þeg­ar myrkr­ið verð­ur sem mest, sam­kvæmt Lilju Magnús­dótt­ur sál­fræð­ingi. Reykja­vík­ur­bú­ar njóta þess að kveikja á kert­um og Stjörnu-Sæv­ar lýs­ir nátt­úru­feg­urð vetr­ar­ins.

Út um gluggann á skrifstofu Heimildarinnar blasir miðbær Reykjavíkur við, grár og kuldalegur. Í síðustu viku var sólskin úti og á veitingastöðunum í grenndinni sat fólk og naut félagsskapar hvað annars í sumarfatnaði. Nú er alvaran hins vegar tekin við enda er haustið að koma, sumarfríið búið og skólarnir byrjaðir aftur. Morgunumferðin og troðfullir strætóar skreyta göturnar, myrkari kvöld stytta daginn, sem fyrir nokkrum vikum var svo langur, og allt í einu er vetrarkápan farin að líta út eins og vænlegri valkostur en þunni sumarjakkinn á morgnana. 

Allt frekar glatað og á niðurleið. Eða hvað? Er eitthvað jákvætt við myrkrið og haustið sem geta virkað svo yfirþyrmandi? Já, svo sannarlega, allavega samkvæmt Reykvíkingum á ferðinni, stjörnufræðingi og sálfræðingi, sem öll fundu einhverja fegurð í myrkrinu.

Nýtum sólarljósið

Lilja Magnúsdóttir er sálfræðingur og eigandi Seiglu sálfræðistofu. Hún segir mikilvægt að huga að svefni, félagslegum tengslum, hreyfingu og því sem veitir hverjum …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Magnúsdóttir skrifaði
    Hafa það voðalega kósý með skugganum sínum og muldra svo ofan í barm sér ein í myrkrinu gaman! Gaman!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár