Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kosningabíll geti einfaldað íbúakosningar sveitarfélaga

Til stend­ur að ein­falda og minnka um­fang íbúa­kosn­inga sveit­ar­fé­laga með nýrri reglu­gerð sem nú er til um­sagn­ar í sam­ráðs­gátt stjórn­valda. Fái reglu­gerð­in braut­ar­gengi verð­ur heim­ilt að not­ast við hreyf­an­lega kjör­staði, til dæm­is kosn­inga­bíl.

Kosningabíll geti einfaldað íbúakosningar sveitarfélaga
Atkvæði greitt Búast má við því að kjörkassar í minni og víðfeðmari sveitarfélögum gerist víðförlir ef svokallaðir kosningabílar munu ná vinsældum.

Til stendur að einfalda og minnka umfang íbúakosninga sveitarfélaga og veita þeim meira vald hvað kosningarétt varðar í ráðgefandi íbúakosningum með nýrri reglugerð innviðaráðuneytisins sem hefur verið birt á samráðsgátt stjórnvalda. Fram kemur í samráðsgátt að reglugerðinni sé einnig ætla að auka lýðræðisþátttöku og sjálfbærni sveitarfélaga, það muni efla sveitarstjórnarstigið.

Tilefni reglugerðarsetningarinnar er lagabreytingafrumvarp sem samþykkt var á Alþingi í júní síðastliðnum þar sem gerðar voru ýmsar breytingar sem höfðu það að markmiði að einfalda og minnka umfang íbúakosninga sveitarfélaga. Reglugerðin sem nú er til umsagnar fjallar um allar tegundir íbúakosninga sveitarfélaga og tekur mið af nýsamþykktum lagabreytingum.

Reglugerðin mælir fyrir um þær kröfur sem gerðar eru til framkvæmdar íbúakosninga sem eru haldnar til að kjósa í nefnd fyrir hluta sveitarfélags, um atkvæðagreiðslur um einstök málefni sveitarfélags og um atkvæðagreiðslur um sameiningar sveitarfélaga. Reglugerðin gildir þó ekki um atkvæðagreiðslur sem fara fram með rafrænum hætti.

Hreyfanlegir kjörstaðir leyfðir en engin utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Í fylgiskjali reglugerðardraganna segir að framkvæmd íbúakosninga eins og þeim er lýst í drögunum víki að ýmsu leyti frá framkvæmd hefðbundinna kosninga sem haldnar eru á grundvelli kosningalaga. 

Meðal þessara frávika má nefna tímabil íbúakosninganna en gert er ráð fyrir að slíkar kosningar skuli fara fram á að minnsta kosti tveggja vikna tímabili og í mesta lagi fjögurra vikna tímabili. Á því tímabili skuli vera að minnsta kosti einn kjörstaður opinn með reglulegan opnunartíma, til dæmis á skrifstofu sveitarfélagsins. Þó skuli leitast við að samræma bæði fjölda kjörstaða og opnunartíma við fjölda íbúa og vegalengdir í sveitarfélaginu.

Vegna þess að kosningarnar fara fram á fyrirframgefnu tímabili þá er ekki gert ráð fyrir kjörfundi eða kosningadegi og þar af leiðandi er ekki heldur gert ráð fyrir utankjörfundaratkvæðagreiðslu hjá sýslumönnum eða sendiráðum í íbúakosningum. 

Reglugerðin mun koma til með að leyfa hreyfanlega kjörstaði. Í fylgiskjali draganna er svokallaður kosningabíll nefndur sem dæmi um slíka hreyfanlega kjörstaði. Þá stendur auk þess til að leyfa kjósendum að greiða atkvæði með pósti til þess að auka aðgengi að kosningum.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár