Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kosningabíll geti einfaldað íbúakosningar sveitarfélaga

Til stend­ur að ein­falda og minnka um­fang íbúa­kosn­inga sveit­ar­fé­laga með nýrri reglu­gerð sem nú er til um­sagn­ar í sam­ráðs­gátt stjórn­valda. Fái reglu­gerð­in braut­ar­gengi verð­ur heim­ilt að not­ast við hreyf­an­lega kjör­staði, til dæm­is kosn­inga­bíl.

Kosningabíll geti einfaldað íbúakosningar sveitarfélaga
Atkvæði greitt Búast má við því að kjörkassar í minni og víðfeðmari sveitarfélögum gerist víðförlir ef svokallaðir kosningabílar munu ná vinsældum.

Til stendur að einfalda og minnka umfang íbúakosninga sveitarfélaga og veita þeim meira vald hvað kosningarétt varðar í ráðgefandi íbúakosningum með nýrri reglugerð innviðaráðuneytisins sem hefur verið birt á samráðsgátt stjórnvalda. Fram kemur í samráðsgátt að reglugerðinni sé einnig ætla að auka lýðræðisþátttöku og sjálfbærni sveitarfélaga, það muni efla sveitarstjórnarstigið.

Tilefni reglugerðarsetningarinnar er lagabreytingafrumvarp sem samþykkt var á Alþingi í júní síðastliðnum þar sem gerðar voru ýmsar breytingar sem höfðu það að markmiði að einfalda og minnka umfang íbúakosninga sveitarfélaga. Reglugerðin sem nú er til umsagnar fjallar um allar tegundir íbúakosninga sveitarfélaga og tekur mið af nýsamþykktum lagabreytingum.

Reglugerðin mælir fyrir um þær kröfur sem gerðar eru til framkvæmdar íbúakosninga sem eru haldnar til að kjósa í nefnd fyrir hluta sveitarfélags, um atkvæðagreiðslur um einstök málefni sveitarfélags og um atkvæðagreiðslur um sameiningar sveitarfélaga. Reglugerðin gildir þó ekki um atkvæðagreiðslur sem fara fram með rafrænum hætti.

Hreyfanlegir kjörstaðir leyfðir en engin utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Í fylgiskjali reglugerðardraganna segir að framkvæmd íbúakosninga eins og þeim er lýst í drögunum víki að ýmsu leyti frá framkvæmd hefðbundinna kosninga sem haldnar eru á grundvelli kosningalaga. 

Meðal þessara frávika má nefna tímabil íbúakosninganna en gert er ráð fyrir að slíkar kosningar skuli fara fram á að minnsta kosti tveggja vikna tímabili og í mesta lagi fjögurra vikna tímabili. Á því tímabili skuli vera að minnsta kosti einn kjörstaður opinn með reglulegan opnunartíma, til dæmis á skrifstofu sveitarfélagsins. Þó skuli leitast við að samræma bæði fjölda kjörstaða og opnunartíma við fjölda íbúa og vegalengdir í sveitarfélaginu.

Vegna þess að kosningarnar fara fram á fyrirframgefnu tímabili þá er ekki gert ráð fyrir kjörfundi eða kosningadegi og þar af leiðandi er ekki heldur gert ráð fyrir utankjörfundaratkvæðagreiðslu hjá sýslumönnum eða sendiráðum í íbúakosningum. 

Reglugerðin mun koma til með að leyfa hreyfanlega kjörstaði. Í fylgiskjali draganna er svokallaður kosningabíll nefndur sem dæmi um slíka hreyfanlega kjörstaði. Þá stendur auk þess til að leyfa kjósendum að greiða atkvæði með pósti til þess að auka aðgengi að kosningum.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu