„Stemmningin er alveg ágæt,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um andrúmsloftið á ríkisstjórnarfundum þessa dagana. Í sumar varð skoðanaágreiningur Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna nokkuð áberandi og tókust formenn flokkanna hart á um tímabundið hvalveiðibann sem Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kom á í lok júní.
„Við höfum vitað það alveg frá fyrsta degi að við erum um margt dálítið hugmyndafræðilega ólík,“ segir Bjarni í myndskeiðinu sem horfa má á hér að ofan. Viðtalið var tekið eftir kynningu Bjarna á aðhaldsaðgerðum sem miða að því að draga úr skuldum ríkissjóðs.
„Ég ætla alla vega ekki að spá því“
„Auðvitað geta komið upp tilvik, einhver atvik, einhver mál, sem við ráðum ekki fram úr en við erum ekki komin á þann stað enn þá,“ segir Bjarni um stjórnarsamstarfið.
Hvalveiðibannið …
Athugasemdir