Ríkissjóður er í um 30% skuld ef litið er til hlutfalls af landsframleiðslu. Á meðan hann er í halla fjármagnar hann sig á kjörum sem eru mun verri en fyrir heimsfaraldurinn. Frumafkoma ríkissjóðs á þessu ári er þó mun betri en á horfðist í desember og telur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ekki að hærri vaxtagjöld éti þá milljarða, hundrað talsins, upp.
Bjarni ræðir stöðuna við Heimildina í myndskeiðinu hér að ofan.
Ætlunin er að ráðast í nýjar aðhaldsaðgerðir, til að mynda samdrátt í fjölda opinberra starfsmanna, og álögur til þess að draga úr skuldum ríkissjóðs, en þeirra á meðal eru nýjar álögur á fiskeldi, skemmtiferðaskip og bíla – bæði rafbíla og þá sem knúnir eru áfram á jarðefnaeldsneyti.
Athugasemdir