Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Rekstrartekjur Birtings jukust og rekstrartap dróst mikið saman

Bú­ið er að af­skrifa að öllu leyti selj­endalán sem veitt var nýj­um eig­anda þeg­ar út­gáfu­fé­lag­ið Birt­ing­ur var seld­ur sumar­ið 2020. Stöðu­gild­um hjá fé­lag­inu hef­ur fækk­að úr 25 í átta á tveim­ur ár­um en rekst­artap á síð­asta ári var 1,8 millj­ón króna.

Rekstrartekjur Birtings jukust og rekstrartap dróst mikið saman
Tímarit Birtingur gefur út þrjú tímarit: Hús og híbýli, Gestgjafann og Vikuna. Mynd: Úr safni

Rekstrartekjur útgáfufélagsins Birtings jukust um rúmar ellefu milljónir króna í fyrra og voru 231 milljón króna. Auk þess fékk félagið 13,7 milljónir króna í fjölmiðlastyrk úr ríkissjóði en það fékk engan slíkan á árinu 2020. Rekstrartap Birtings dróst verulega saman og var 1,8 milljónir króna en hafði verið 74,2 milljónir króna á árinu 2021 og 200 milljónir króna árið 2021.

Þetta kemur fram í ársreikningi Birtings vegna ársins 2022.

Samkvæmt honum varð 33,2 milljón króna hagnaður af rekstrinum en hann helgast að stærstu leyti af því að skuld upp á 44,5 milljónir króna var afskrifuð á árinu 2022. Sú afskrift var færð til tekna í reikningi félagsins. Alls voru 135,2 milljónir króna af skuldum Birtings afskrifaðar á árinu 2021 og því er búið að afskrifa 179,7 milljónir króna á tveimur árum. Skuldin sem hefur verið afskrifuð var selj­enda­lán frá fyrr­ver­andi eig­anda Birt­ings sem veitt var þegar Sig­ríður Dagný Sig­ur­björns­dótt­ir, núver­andi …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár