Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjarstjóri Árborgar, var sá kjörni fulltrúi á Íslandi sem var með hæstar tekjur á síðasta ári. Alls voru árstekjur hennar 94,5 milljónir króna. Launatekjur Fjólu voru 973 þúsund krónur að meðaltali á mánuði í fyrra en hún hafði hins vegar umtalsverðar fjármagnstekjur, samtals 82,8 milljónir króna. Þessar tekjur skila Fjólu í 379. sæti á hátekjulista Heimildarinnar í ár. Að hennar sögn er um að ræða fjármagnstekjur maka hennar, Snorra Sigurðssonar fasteignasala, vegna arðgreiðslna úr félögum sem hann er hluthafi í.
Samkvæmt yfirliti úr Creditinfo tengist Snorri alls tíu félögum sem auk fasteignasölu hafa þann tilgang að reka hótel- og gististarfsemi og stunda byggingu íbúðar- og atvinnustarfsemi. Það félag sem átti mestar eignir, og hefur skilað bestri afkomu á síðustu árum, er félagið Akurhólar ehf., sem rekur byggingastarfsemi á Selfossi, en Snorri á helmingshlut í því. Rekstrartekjur þess félags voru 974 milljónir króna á árinu 2021, og sextánfölduðust …
Athugasemdir