Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bæjarstjóri Árborgar var með um 95 milljónir króna í tekjur í fyrra

Fjóla Stein­dóra Krist­ins­dótt­ir er sá kjörni full­trúi sem var með hæstu tekj­urn­ar sam­kvæmt álagn­ing­ar­skrá Skatts­ins. Hún seg­ir að fjár­magn­s­tekj­urn­ar sem færð­ar eru á hana séu vegna arð­greiðslna úr fé­lög­um sem maki henn­ar á hlut í.

Bæjarstjóri Árborgar var með um 95 milljónir króna í tekjur í fyrra
Fjármagnstekjur Uppistaðan í þeim tekjum sem taldar eru fram í nafni Fjólu eru fjármagnstekjur. Hún er í 379. sæti á hátekjulistanum í ár. Mynd: Valgarður Gíslason

Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjarstjóri Árborgar, var sá kjörni fulltrúi á Íslandi sem var með hæstar tekjur á síðasta ári. Alls voru árstekjur hennar 94,5 milljónir króna. Launatekjur Fjólu voru 973 þúsund krónur að meðaltali á mánuði í fyrra en hún hafði hins vegar umtalsverðar fjármagnstekjur, samtals 82,8 milljónir króna. Þessar tekjur skila Fjólu í 379. sæti á hátekjulista Heimildarinnar í ár. Að hennar sögn er um að ræða fjármagnstekjur maka hennar, Snorra Sigurðssonar fasteignasala, vegna arðgreiðslna úr félögum sem hann er hluthafi í. 

Samkvæmt yfirliti úr Creditinfo tengist Snorri alls tíu félögum sem auk fasteignasölu hafa þann tilgang að reka hótel- og gististarfsemi og stunda byggingu íbúðar- og atvinnustarfsemi. Það félag sem átti mestar eignir, og hefur skilað bestri afkomu á síðustu árum, er félagið Akurhólar ehf., sem rekur byggingastarfsemi á Selfossi, en Snorri á helmingshlut í því. Rekstrartekjur þess félags voru 974 milljónir króna á árinu 2021, og sextánfölduðust …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár