Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

„Græðgin er að drepa okkur“

Fjór­ir ein­stak­ling­ar svör­uðu því hver þeirra drauma­laun eru og gisk­uðu á það hverj­ar hæstu heild­arárstekj­ur síð­asta árs voru. Ekk­ert þeirra hef­ur áhuga á að kom­ast á há­tekju­list­ann.

Gestir og gangandi í Kringlunni voru beðin um að giska á hæstu heildarárstekjur Íslendinga á síðasta ári. Svörin voru ólík og nokkrum milljörðum of lág. Einnig var fólk beðið um að segja þá upphæð sem þau myndu veita sér í laun ef það væri undir þeim sjálfum komið. Öll sögðust þau sátt við laun sem væru á bilinu 600–800 þúsund krónur, en það er rétt undir meðallaunum þeirra sem voru í fullri vinnu árið 2022 samkvæmt Hagstofunni. 

Brjálæði

Gríma Kóps heyrði að einhver hefði verið með 42 milljónir á mánuði á síðasta ári. Aðspurð hverjar hún haldi að mestu heildarárstekjurnar árið 2022 hafi verið svarar hún: „Alltof mikið.“

Gríma KópsSegir fólk ekki þurfa margar milljónir á mánuði.

Það voru fjórir milljarðar, hvað finnst þér um það?

Mér finnst þetta brjálæði. Bara munur á fólki í tekjum er brjálæði.

Finnst þér að það ætti að vera eitthvert þak á því hvað einstaklingur getur fengið háar tekjur?

Já, mér finnst það. Það mætti alveg vera.

Hverju myndi það breyta?

Mér finnst náttúrlega að þeir sem eru með lægstu launin eigi að fá hærri laun, mannsæmandi laun. Mér finnst brjálæði þegar fólk er með margar milljónir á mánuði því við vitum að við þurfum ekki margar milljónir á mánuði. Við eigum bara að vera svolítið raunsæ og ekki komin út í græðgi. Græðgin er að drepa okkur.

Værir þú til í að vera á svona hátekjulista einhvern tímann á lífsleiðinni?

Nei. Mér finnst nóg að hafa bara nóg fyrir mig. 

Ein spurning að lokum, ef þú fengir að velja launin þín alveg sjálf og gætir gefið þér hvað sem er, hvað myndirðu greiða þér í laun?

Mér finnst allt í lagi að vera með svona kannski 700–800 þúsund krónur á mánuði. Mér finnst að það ætti að vera svona ... en ef fólk á fyrirtæki og gengur vel finnst mér ekkert óeðlilegt að fólk geti borgað sér góð laun. En þegar bankastjórarnir eru með öll þessi laun, sem bera enga ábyrgð, bara bullshit.

Ekki meira en forsetinn

Leifur Guðmundsson er hugsi yfir því hverjar hæstu heildarárstekjurnar hafi verið. „Ég bara get ekki ímyndað mér það. Ég veit að það er alveg svakalega mikið.“

Leifur GuðmundssonTelur það ekki gott að vera of ríkur.

Rúmir fjórir milljarðar. Hvað finnst þér um það?

Ég bara ... já, já, það er alltof mikið. Ég kann ekki að ræða svona háar tölur.

Finnst þér að það ætti að vera eitthvert þak á því hvað fólk getur fengið miklar tekjur?

Já, það finnst mér. Bara ekkert meira en forsetinn allavega. 

Forsetinn væri þá þakið?

Já, mér finnst það bara eðlilegt. 

Værir þú til í að vera á svona hátekjulista einhvern tímann á lífsleiðinni?

Nei, ég held að það sé ekki gott að vera svona ríkur.

Ef þú gætir gefið þér hvað sem er í laun. Ef þú fengir bara alveg að ráða, hver væri svona þín draumatala?

600–800 þúsund krónur í mesta lagi. Ég hef ekkert að gera með meira. 

Til hamingju

Viktor Guðlaugsson giskar á að mestu heildarárstekjurnar hafi verið 300 milljónir króna. 

Viktor GuðlaugssonFinnur ekki fyrir löngun til að vera á hátekjulista.

Rúmir fjórir milljarðar.

Heyrðu, það ... ég óska viðkomandi bara til hamingju.

Finnst þér að það ætti að vera eitthvert þak á því hvað fólk getur verið með miklar heildarárstekjur? 

Ég held að það sé mjög erfitt að eiga við það því að ég veit ekki eiginlega hver ætti að setja þær reglur og hvernig ætti að framfylgja þeim. Þannig að ég sé nú ekki mikla möguleika á því, hins vegar held ég að það væri kannski ráð að skatta meira þessi ofurlaun svokölluðu. Ég held að það væri kannski svona það sem við gætum gert, en ég held að þessu verði aldrei handstýrt.

Værir þú til í að vera á svona lista einhvern tímann á lífsleiðinni?

Nei, ég held að ég hafi engar áhyggjur af því af því að mér liði ekkert betur með það.

Ef þú fengir að stjórna því alveg hvað þú værir með í mánaðarlaun, hvaða upphæð heldurðu að þú myndir velja þér?

Ég myndi nú bara velja mér upphæð sem myndi nægja mér vel til framfærslu svo ég gæti lifað svona mannsæmandi lífi og sú tala er náttúrlega afstæð því að auðvitað er lífsstíll fólks misjafn og þarfir manna og lífstilgangur mjög misjafn þannig að ég held að það sé erfitt að nefna einhverja tölu. Ég er nú eftirlaunamaður með þokkaleg eftirlaun og ég er bara mjög sáttur með það. 

Heimurinn þarf ekki milljarðamæringa

„Svona 300 milljónir. Ég veit það ekki,“ giskar Fanndís Fjóla Hávarðardóttir á að hæstu heildarárstekjur síðasta árs hafi verið.

Fanndís Fjóla HávarðardóttirMyndi borga sér 800 þúsund krónur á mánuði og málið dautt.

Sá sem var með mestu heildarárstekjurnar fékk rúma fjóra milljarða.

Já. Are we sure? Fjórir milljarðar!

Finnst þér að það ætti að vera eitthvert þak á hvað fólk getur grætt mikið eða á það bara að vera frjálst öllum að fá það sem þau vilja?

Málið er að heimurinn þarf ekki milljarðamæringa, það er bara málið. Þeir þurfa það ekki. Af hverju eru þið að hoarda svona mikinn pening? Það er engin ástæða til þess nema bara gloatið að eiga pening þannig, já.

Værir þú til í að vera á svona lista einhvern tímann á lífsleiðinni?

Nei. Ég er ekki nógu mikilvæg eða rík til að geta farið á þennan lista. 

Ef þú fengir að velja hvaða tölu sem er í mánaðarlaun, hvaða tölu heldurðu að þú myndir velja?

Fyrir eða eftir skatt?

Fyrir skatt.

Segi bara 800 þúsund fyrir skatt og málið dautt. Ég skal bara sætta mig við það.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hátekjulistinn 2023

„Ég kvarta ekki undan því að borga skatt“
ViðtalHátekjulistinn 2023

„Ég kvarta ekki und­an því að borga skatt“

Ólaf­ur Jó­hann Ólafs­son rit­höf­und­ur hef­ur ver­ið kall­að­ur at­hafna­skáld fyr­ir að bæði skrifa bæk­ur en líka stunda „biss­ness“. Ólaf­ur er stadd­ur í Banda­ríkj­un­um þeg­ar hann tek­ur sím­ann en hann var í 26. sæti yf­ir tekju­hæstu Ís­lend­ing­ana ár­ið 2023. Ef hann fengi því ráð­ið myndi hann borga mest­an sinn skatt á Ís­landi enda bú­inn að borga nóg „fyr­ir vest­an“.
Ójöfnuður ósanngjarn en samt nauðsynlegur
SagaHátekjulistinn 2023

Ójöfn­uð­ur ósann­gjarn en samt nauð­syn­leg­ur

Nið­ur­stöð­ur ný­legr­ar rann­sókn­ar á við­horf­um ís­lensks al­menn­ings til ójafn­að­ar og fé­lags­legs rétt­læt­is sýna að stærst­ur hluti al­menn­ings er óánægð­ur með tekjuó­jöfn­uð og tel­ur ójöfn­uð við­hald­ast vegna þess að hinir ríku og valda­miklu hagn­ast á hon­um. Sami al­menn­ing­ur vill hins veg­ar ekki út­rýma ójöfn­uði með öllu vegna trú­ar á op­in tæki­færi og verð­leika.
Svona lítur íslenska hagkerfið út í dag
GreiningHátekjulistinn 2023

Svona lít­ur ís­lenska hag­kerf­ið út í dag

Ef tek­in væri ljós­mynd af ís­lenska hag­kerf­inu væru á henni flug­vél­ar, bið­skyldu­merki og 25 ára ung­menni í von­lausri leit að sinni fyrstu fast­eign. Ör vöxt­ur ferða­þjón­ust­unn­ar vek­ur ugg með­al hag­fræð­inga, en fjár­mála­ráð­gjafi seg­ir hann einnig stuðla að stöð­ug­leika krón­unn­ar og þeim lífs­gæð­um sem Ís­lend­ing­ar búa við í dag.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
10
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár