Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ármann Þorvaldsson aftur orðinn forstjóri Kviku – Marinó hættur

For­stjóri Kviku banka er hætt­ur störf­um. Í til­kynn­ingu er sagt að það sé af hans frum­kvæði. Við tek­ur sá sem gegndi for­stjóra­starf­inu á und­an for­stjór­an­um sem var að hætta.

Ármann Þorvaldsson aftur orðinn forstjóri Kviku – Marinó hættur

Marinó Örn Tryggvason, sem verið hefur forstjóri Kviku banka síðustu fjögur ár, er hættur störfum hjá bankanum. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands segir að viðræður um starfslokin hafi verið að frumkvæði Marinós.

Stjórn Kviku banka hefur ráðið Ármann Þorvaldsson í hans stað, en Ármann var forstjóri bankans áður en Marinó tók við starfinu árið 2019. Hann var auk þess aðstoðarforstjóri frá þeim til og til loka árs 2019. 

Í tilkynningunni er haft eftir Marinó að Kvika banki standi „á ákveðnum tímamótum þar sem fjárfestingar undanfarinna ára í innri vexti, svo sem útvíkkun á fjártæknistarfsemi, eru farnar að skila sér. Þá hefur Kvika aukið samkeppni á innlendum fjármálamarkaði sem skilar miklum ávinningi til samfélagsins. Framundan eru mikil tækifæri fyrir frekari vöxt og uppbyggingu bankans á þessum grunni. Á undanförnum vikum hef ég hugsað um það hvort ég telji rétt að ég leiði félagið í áframhaldandi uppbyggingu. Niðurstaða mín var að ég óskaði eftir því að ljúka störfum og tel það skynsamlega niðurstöðu bæði fyrir mig og félagið.

Mig langar til þess að þakka stjórn og starfsmönnum fyrir gott samstarf á undanförnum árum. Hjá félaginu starfar stór hópur öflugs starfsfólks og ég mun sakna samstarfsfélaganna en á sama tíma verður spennandi að fylgjast með þeim ná áframhaldandi árangri.“

Ármann segir á sama stað að það sé honum mikið tilhlökkunarefni að taka við forstjórastarfinu. „Mér er nýtt starf ekki alveg ókunnugt, en Kvika hefur mikið breyst frá því ég hélt um stjórnartaumana og ég er mjög spenntur að leiða þetta öfluga félag og það frábæra fólk sem þar starfar.“

Reyndu að sameinast Íslandsbanka

Í byrjun febrúar var greint frá því að stjórn Kviku hefði óskað eftir sameiningarviðræðum við stjórn Íslandsbanka. 

Í tilkynningu til Kauphallar Íslands sagði að stjórn fyrrnefnda bankans teldi að samruni félaganna myndi skapa fjárhagslega sterkt fjármálafyrirtæki með dreifðan tekjugrunn. „Í sameinuðu félagi væri mögulegt að veita viðskiptavinum aukna þjónustu og leiða til meiri samkeppni á fjármálamarkaði, meðal annars með fjártæknilausnum, auk þess sem sameinað félag yrði áhugaverður fjárfestingakostur.“

Þar sagði ennfremur að ekki þætti ástæða til að ákveða á þeirri stundu hvor bankanna yrði yfirtökufélagið eða hvort og að hvaða marki dótturfélög bankanna myndu sameinast en það færi eftir heildarmati á viðskiptalegum, skattalegum og samkeppnislegum sjónarmiðum sem myndu eiga sér stað ef formlegar viðræður myndu hefjast.

Í byrjun maí var svo send önnur tilkynning þar sem sagði að viðræðurnar stæðu enn yfir og að stjórnir beggja banka teldu að „verulegur ávinningur geti falist í samrunanum fyrir bæði hluthafa og viðskiptavini beggja félaga.“

Verkefnið væri þó umfangsmikið og unnið væri að því, með aðkomu ráðgjafa, að meta samlegð af samrunanum og meta stöðu sameinaðs félags á markaði. „Á öðrum ársfjórðungi munu fjárhagslegir ráðgjafar skila greiningum sínum á mögulegum samruna og í kjölfar þess munu félögin taka ákvarðanir um næstu skref í ferlinu.“

Slitið eftir að Íslandsbanki játaði lögbrot

Þann 29. júní tilkynnti Kvika banki svo um að hann hefði slitið samrunaviðræðum við Íslandsbanka. Í tilkynningu sagði að þetta hefði gerst í ljósi „atburða síðustu daga og þess að fyrirséð er að boðað verði til hluthafafundar hjá Íslandsbanka og mögulegs stjórnarkjörs, telur stjórn Kviku ekki forsendur til þess að halda samningaviðræðum áfram. Þó er ljóst að ávinningur af samruna félaganna gæti orðið verulegur og hefur stjórn Kviku lýst yfir vilja sínum til þess að hefja viðræður að nýju ef forsendur skapast.“

Þar var vísað til þess að Íslandsbanki skrifaði helgi áður undir sátt við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands þar sem bankinn játaði á sig margháttuð lögbrot í tengslum við sölu á 22,5 prósent hlut í honum í mars í fyrra. Vegna þessara lögbrota samþykkti Íslandsbanki að greiða næstum 1,2 milljarða króna sekt til ríkissjóðs, sem er rúmlega þrettán sinnum meira en fjármálafyrirtæki hefur áður greitt í sekt hérlendis. Málið kostaði Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, og nokkra aðra stjórnendur og stjórnarmenn störf sín.

Erfitt hjá eignastýringu og í fjárfestingastarfsemi

Kvika banki birti hálfsársuppgjör sitt í liðinni viku. Þar kom fram að hagnaður bankans hefði verið 1,9 milljarðar króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Mestu munaði um að hreinar vaxtatekjur námu 4.347 milljónum króna og jukust um 27 prósent miðað við sama tímabil árið áður. Þá aukningu má skýra með útlánavexti og hækkandi vaxtastigi sem eykur vaxtatekjur af skuldabréfaeignum. 

Hreinar þóknanatekjur Kviku banka drógust hins vegar saman frá því sem þær voru á fyrri hluta síðasta árs. Í tilkynningu vegna uppgjörsins var haft eftir Marinó, nú fyrrverandi forstjóra bankans, að eignastýring og fjárfestingastarfsemi hafi litast talsvert af erfiðum aðstæðum á verðbréfamörkuðum. 

Samhliða birtingu uppgjörsins var tilkynnt að Kvika banki hefði hækkað afkomuspá sína fyrir árið um 200 milljónir króna. 

Virði hlutabréfa í Kviku banka hefur lækkað um 7,3 prósent frá áramótum og um 19,2 prósent á síðastliðnu ári. 

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Virði Kvikubanka hefur rýrnað um 20% (tæplega) sem er augljóst ástæðan fyrir brotthvarfi Marinós, en það er áhugavert hver er sóttur til að lagfæra/kippa í lag þessari neikvæðu stöðu Kvikubanka, jebs bankastjórnin sækir Þorvald Ármannsson fjármálasóða af gamla skólanum, maður sem var á allra vörum í HRUN-ÞJÓFNAÐINUM 2008 sem var útibússtjóri Kaupþings-banka í Luxemborg.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár