Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Trilljónir, já, trilljónir villuráfandi reikistjarna í Vetrarbrautinni: Gætu þær hýst líf?

Vís­inda­menn sem rann­sök­uðu fjölda reikistjarna sem villst hafa frá sól­kerf­um sín­um eru sjálf­ir stand­andi hlessa á nið­ur­stöð­un­um.

Trilljónir, já, trilljónir villuráfandi reikistjarna í Vetrarbrautinni: Gætu þær hýst líf?
Úti í auðninni, langt frá sólu. Myndin er af vefsíðunni WIONEWS.

Sólkerfi: Sólstjarna, ein eða tvær, og í einu tilfelli sem við vitum um: þrjár.

Og svo reikistjörnur sem snúast um sólina eða sólirnar.

Það er ekki nema 31 ár síðan við fundum fyrstu reikistjörnuna utan okkar eigin sólkerfis. Síðan höfum við fundið — með fullri vissu — fimm þúsund í viðbót en vitum að þær eru miklu fleiri.

Miklu, miklu fleiri.

Já, það er eiginlega orðið alveg ljóst að langflestar sólir hafa að minnsta kosti einn fylgihnött.

Reikistjörnu.

Og margar sólir hafa miklu fleiri reikistjörnur en eina.

Nú, sólin okkar hefur jú átta — og svo ýmislegt smádót: Pluto, Eris, Ceres, Sednu, og svo framvegis.

Og þar sem sólirnar í Vetrarbrautinni okkar gætu verið allt að 400 milljarðar, þá er ljóst að reikistjörnurnar sem snúast umhverfis þær gætu verið ansi margar.

En nú eru vísindamenn, sem aldrei geta látið sér nægja fróðleikinn frá í gær, búnir að uppgötva dálítið nýtt í þessu sambandi.

Inn á milli hinna til þess að gera snyrtilegu sólkerfa, þar sem reikistjörnur snúast sinn eilífa hring kringum sínar langlífu sólir, þar reynast nú vera ... ekki milljónir, ekki milljarðar, heldur, já, hvorki meira né minna en trilljónir reikistjarna sem eiga sér enga sól.

Sem sveima villuráfandi um niðdimmar óravíðátturnar milli sólkerfanna í Vetrarbraut okkar í fimbulkulda og algerri einsemd.

Ef einhver stæði á yfirborði slíkrar reikistjörnu myndi hann ekki sjá neina sól rísa yfir sjóndeildarhringinn, og sólina aldrei setjast, því það væri engin sól.

Þessi „einhver“ sæi vissulega stjörnur í fjarska en gæti ekki einu sinni látið sér detta í hug að þetta væru fjarlægar sólir af þeirri einföldu ástæðu að hann gæti aldrei ímyndað sér að sólir væru til, né hvað slík fyrirbrigði væru.

Einmanalegt líf — ef það er þá mögulegt.

Vísindamenn hafa raunar lengi vitað að reikistjörnur kynnu að vera á flækingi í dimmunni milli sólkerfa. Þeir héldu hins vegar að slíkt væri sjaldgæft og slíkar flökkuplánetur hlytu að vera fyrst og fremst stórir gasrisar rétt eins og Júpíter og Satúrnus í okkar sólkerfi.

Minni reikistjörnur hefðu alls ekki nægan massa til að slíta sig frá aðdráttarafli sólar sinnar og leggja í einmanalegt ferðalag um auðnirnar.

En nú er sem sagt komið í ljós að þetta álit stenst ekki.

Með því að mæla hliðrun á ljósi frá óviðkomandi sólstjörnum hefur komið í ljós í fyrsta lagi að þessar villuráfandi reikistjörnur eru alls ekki fáar.

Þvert á móti.

Það virðist vera ótölulegur grúi þeirra á vafri í myrkrinu.

Trilljónir og aftur trilljónir, já, það er sem sagt nýja niðurstaðan.

Og í öðru lagi — þá virðist alls ekki fyrst og fremst um að ræða gasrisa.

Stór meirihluti virðist vera „litlar“ klettaplánetur á borð við Jörðina.

En hvernig hafa þær lent þarna út í auðninni, svona sólarlausar með öllu?

Jú, vísindamenn eru enn á því að reikistjörnur myndist aðeins í kringum nýjar sólir. Ryk og allskonar efnisagnir sem verða „afgangs“ þegar ný sól verður til þéttist og þéttist, uns ný reikistjarna er orðin til.

Á „æskuárum“ nýs sólkerfis gengur oft mikið á. Fjöldinn allur af stórum og smáum reikistjörnum er á sveimi. Oftast er litlu klettapláneturnar nærri sólinni en gasrisarnir fjær.

Svo verður allt vitlaust.

Litlu reikistjörnurnar reynast stundum, já, líklega oft, vera alltof margar.

Þær rekast á eða hrinda hver annarri af braut sinni með stórhættulegu skransi og fótskriðum á alla kanta.

Þetta vitum við að gerðist í sólkerfinu okkar.

Reikistjarna á stærð við Mars rakst á Jörðina þegar sólkerfið var tiltölulega nýorðið til.

Hún eyddist en ruslið úr henni myndaði að lokum Tunglið.

Jörðin stórskaddaðist en lifði áreksturinn af.

Afrakstur árekstursins er sennilega sú gífurlega innri virkni Jarðarinnar þar sem allt er enn glóandi eftir hamfarirnar og við sjáum í hvert sinn sem eldgos verður.

En ef þessi reikistjarna hefði verið ögn stærri, þá gæti verið að Jörðin hefði ekki haldist á braut sinni heldur þeyst út úr sólkerfinu.

Og stundum fara gasrisarnir í fjarska að dragast nær sólstjörnu sinni og þungi þeirra þá svo mikill og aðdráttaraflið svo sterkt að klettapláneturnar hendast hingað og þangað.

Og sumar — já, líklega margar — endasendast þá beina leið út úr sólkerfinu.

Vísindamennirnir sem skilað hafa þessum rannsóknum viðurkenna sjálfir að þeir eru alveg hissa á því sem þeir uppgötvuðu.

Eiginlega alveg þrumu lostnir.

Þá óraði ekki fyrir því hve margar þessu dimmu einmana plánetur virðast vera.

Þær eru nú taldar vera sex sinnum fleiri en „venjulegar“ reikistjörnur sem enn húka heima í hlýjunni hjá mömmu.

Sex sinnum fleiri!

Kannski yfirgáfu einhverjar tvíburasystur Jarðarinnar sólkerfið okkar í árdaga og eru nú útí myrkrinu, týndar.

Og munu aldrei snúa aftur.

Hugsanlega mun aðdráttarafl fjarlægrar sólar í fjarlægri framtíð einhvern tíma fanga þær og soga þær til sín, en það er raunar ólíklegt að þær muni lifa slíkt af.

Þær hefðu ekki tóm til að koma sér á snyrtilega braut um þessu nýju sól, því hún myndi nærri áreiðanlega bara gleypa þær með húð og hári.

En langflestar reikistjörnurnar munu sem sé sveima um myrkrið til eilífðarnóns.

Líflausar.

Eða hvað?

Getur nokkurt líf kviknað á svona sólarlausum reikistörnum?

Var það ekki blessuð sólin sem kveikti lífið á Jörðinni og getur nokkurt líf kviknað á reikistjörnu þar sem engin sól rís og vermir?

Það er nefnilega það.

Það er víst ekki alveg óhugsandi að líf gæti kviknað á reikistjörnum sem eru á ferð milli sólkerfa.

Sumt líf á Jörðinni virðist ekki hafa kviknað fyrir áhrif frá Sólinni okkar.

Og það er til líf sem þarf ekki sólarljós til að skrimta.

Djúpt oní bergi — lengst lengst oní sjónum, þar eru til lífverur sem lifa á hitanum sem streymir upp frá glóandi bergkvikunni í iðrum Jarðar.

Það er kannski ekki mikill hiti (áður en komið er niður í bergkvikuna sjálfa) en hann virðist duga.

Svo reikistjarna með glóandi innri kjarna, eins og Jörðin, hún gæti mögulega hýst líf.

Það er kannski ekki líklegt og það yrði áreiðanlega ekki flókið líf — en það er ekki útilokað.

Og eins og við vitum, þá er alltaf best að útiloka ekki það sem er ekki útilokað.

Það gætu fundist merki um það á morgun, eða hinn.

Eða seinni partinn í næstu viku.

Nógu margar virðist reikistjörnurnar á dimmu flakkinu vera.

Trilljónir, já, og aftur trilljónir.

Bara í Vetrarbrautinni okkar.

Leiðum ekki einu sinni hugann að öllum hinum stjörnuþokunum.

Og skyldu svona föruplánetur kannski vera á ferðinni milli stjörnuþokanna líka?

Svo fjöldinn er nægur til að tölfræðilega sé ekki óhugsandi að líf ... já, að líf gæti kviknað.

En ansi má það vera einsemdarlegt líf sem á slíkri plánetu þrífst.

* * *

Hér skrifar New York Times um þessar nýju niðurstöður.

Og hér Forbes.

Hér eru svo rannsóknarniðurstöðurnar sjálfar.

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Mér finnst orðið trilljón notað grunsamlega oft. Mjög oft er þetta orð notað vegna misskilngins á ensku. Enskan þekkir ekki orðið milljarður, í staðinn nota amerikanar orðið billjón fyrir 1 með 9 núllum og 1 með 12 núllum er fyrir þá ein trilljón. Í alþjóðasamfélaginu talað um 1 með 6 núllum sem miljón 1 með 9 núllum sem miljarð og 1 með 12 núllum sem billjón. 1 með 18 núllum er þá trilljón. Trilljón er sem sagt mjög stór tala.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Pörusteikin skemmtilegasti jólamaturinn
3
Matur

Pöru­steik­in skemmti­leg­asti jóla­mat­ur­inn

Karl Roth Karls­son kokk­ur starfar á Fisk­fé­lag­inu sem hann seg­ir lengi hafa ver­ið draumastað­inn. Hann hef­ur starf­að lengst á Mat­ar­kjall­ar­an­um, en einnig á Von, Humar­hús­inu, Sjáv­ar­grill­inu og svo er­lend­is. Hann var fljót­ur til svars þeg­ar hann var spurð­ur hver væri upp­á­hald­sjó­la­mat­ur­inn. Það er pöru­steik­in þó svo að hann hafi ekki al­ist upp við hana á jól­um. Karl gef­ur upp­skrift­ir að pöru­steik og sósu ásamt rauð­káli og Waldorfs-sal­ati.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
6
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár