Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Stökkvandi túnfiskar og hoppandi kátur líffræðingur

Í eina tíð voru tún­fisk­ar al­geng­ir við Dan­mörku. En fyr­ir hálfri öld hurfu þeir. Núna eru þeir komn­ir aft­ur sem er ein af fá­um já­kvæð­um frétt­um af sjáv­ar­líf­rík­inu við land­ið lengi.

Stökkvandi túnfiskar og hoppandi kátur líffræðingur
Á flugi Túnfiskar geta orðið mörg hundruð kíló en þeir synda hratt upp af töluverðu dýpi og ná þannig að svífa upp yfir hafflötinn. Mynd: The Øresund Aquarium

Ég á bágt með að trúa því að ég sé virkilega staddur í Danmörku,“ segir sjávarlíffræðingurinn Jens P. Jeppesen í samtali við danska ríkisútvarpið, DR. Ástæðan er sú að annað sumarið í röð hefur sést til túnfiska í Eyrarsundi milli Danmerkur og Svíþjóðar. Og í ár eru þeir fleiri en í fyrra og leika þar að því er virðist listir sínar, rétt eins og höfrungar. Þeirra helstu heimkynni eru í Miðjarðarhafinu og því hafa þeir komið um nokkuð langan veg.

„Ég hélt að þetta gæti ekki orðið ótrúlegra en í fyrra,“ segir Jeppesen uppnuminn. Hann segir að sést hafi til að minnsta kosti 200 túnfiska að stökkva upp úr sjónum síðustu daga. 

Nokkrar tegundir túnfiska eru til en þeir sem nú svamla um í Eyrarsundi eru ýmist kenndir við Atlantshafið eða bláan bakuggann sem þeir skarta. Fullvaxnir eru þeir á bilinu 200-400 kíló en dæmi eru um allt að 700 kílóa Atlantshafs-túnfiska. Þetta eru mjög hraðskreið dýr og því er ekki víst að ferðalagið frá Miðjarðarhafinu í Eyrarsundið hafi tekið mjög langan tíma. Þeir geta nefnilega synt á um 75 kílómetra hraða á klukkustund.

Fyrir rúmlega hálfri öld hefði enginn rekið upp stór augu að sjá túnfisk í Eyrarsundi. En fyrir um 55 árum hvarf hann að mestu þaðan. 

Þekkt var að þeir syntu frá Miðjarðarhafinu, með vesturströnd Englands og inn í Skagerak og Kattegat til þess að veiða í Eyrarsundi að hausti. Í byrjun vetrar, þegar þeir hafa étið nægju sína synda þeir aftur suður á bóginn. 

Eyrarsundið er góð fæðulenda fyrir þá á þessum árstíma því þar er að finna nóg af síld, makríl og öðrum smærri fiskum. Það er af því að í tugi ára hefur svæðið verið friðað fyrir togveiðum. 

Það er ekki á hverjum degi sem hægt er að sjá þessa stórvöxnu fiska stökkva upp úr sjónum, hvort sem er í Miðjarðarhafinu eða annars staðar. Og þótt það líti út fyrir að þeir séu að leika sér eiga þessi tilþrif sér aðrar skýringar sem tengjast sérstöðu Eyrarsundsins. 

Í fyrsta lagi, rekur Jeppesen í samtali við DR, eru þungir straumar í Eyrarsundinu. Vegna friðunar fyrir togveiðum er lífríkið einstaklega margbreytilegt. Plöntusvif dafnar og er fæða fyrir smáa fiska og hefur þannig áhrif á allt vistkerfið. Á þessum árstíma er svo ógrynni af síld og makríl í sundinu eftir hrygningar á leið út á dýpri mið Atlantshafsins. Allt saman er þetta að eiga sér stað í sundinu sem er sums staðar aðeins örfáir kílómetrar á breidd og til verður sannkallað veisluborð fyrir túnfiska.

Jens Jeppesen segir fiskana hreinlega ekki þurfa að gera annað en að bíða með opinn kjaftinn á um 10-15 metra dýpi. Stökkin má svo rekja til þess að ein eftirlætisfæða þeirra, hornfiskurinn, syndir rétt við yfirborðið. Þess vegna kemur túnfiskurinn á mikilli ferð til yfirborðsins til að gleypa hann í sig. 

„Svo í um 90 prósent tilfella sem þú sérð túnfisk stökkva þá er hann með hornfisk í kjaftinum,“ segir Jeppesen.

Veiða á daginn

Túnfiskar nota sjónina við veiðar og veiða því mest þegar sólin er hæst á lofti. Í Eyrarsundi eru þeir oft að gæða sér á smáfiski og stökkva hátt upp úr sjónum í aðeins um 50-100 metra frá landi.

Jeppesen brýnir fyrir löndum sínum að veiða ekki túnfiskana. Þeir hafi verið ofveiddir í marga áratugi en vera þeirra í Eyrarsundi eftir 55 ára fjarveru kunni að vera til marks um að stofninn í Atlantshafi sé loks farinn að rétta úr kútnum. Einnig er ólöglegt að veiða þá á þessum slóðum. 

Að túnfiskur sé aftur kominn að ströndum Danmerkur er að sögn Jeppesen ein af fáum jákvæðum fréttum af sjávarlífríkinu við landið síðustu ár. 

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár