Magnús Steinarr Norðdahl var sá Íslendingur sem hafði hæstu launatekjurnar á árinu 2021. Hann fékk tæplega 118 milljónir króna í laun að meðaltali í hverjum mánuði á því ári. Ástæðan var sú að Magnús, sem hafði verið forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins LS Retail, fékk gerðan upp risastóran kaupréttarsamning þegar fyrirtækið var selt í október 2021 til Aptos, félags í eigu bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs. Kauprétturinn var gerður upp sem launatekjur og af honum því borgaður launaskattur, ekki fjármagnstekjuskattur sem er mun lægri.
Í samtali við Heimildina í fyrra sagði Magnús að það væri honum mikil ánægja að borga háa skatta. „Ég hef alltaf greitt háa skatta og það hefur verið markmiðið mitt lengi,“ Hann sagði að þrátt fyrir að hafa látið af störfum sem forstjóri LS Retail hefði hann ýmsu að sinna. „Ég sit í ýmsum stjórnum og …
- Það gildir önnur regla þegar kvótarétturinn er seldur. Þar er bara greiddur 22% fjármagnsskattur, ekki 46.25% launaskattur.