Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ofönduðu í mörgum reifum – MAST ítrekað borist ábendingar um bæinn

Mat­væla­stofn­un hef­ur ít­rek­að feng­ið ábend­ing­ar vegna drasl­ara­gangs og van­hirðu dýra á bæ í Gríms­nes- og Grafn­ings­hreppi. Bónd­an­um hef­ur ver­ið gef­inn frest­ur þar til í nóv­em­ber til að gera úr­bæt­ur.

Ofönduðu í mörgum reifum – MAST ítrekað borist ábendingar um bæinn
Í mörgum reifum Kindur þarf að rýja reglulega en það hefur bóndinn sem um ræðir ekki gert líkt og sjá má á þessari mynd. Að auki virðist eitthvað fast, mögulega plast, á kvið kindarinnar. Mynd: Aðsend

„Þegar á hlaðið var komið blöstu við mér kindur sem voru í nokkrum reifum. Flest féð var greinilega ómeðhöndlað, t.d. hvað varðar ormalyf. Þær voru svartar að aftan af skít. Það er hásumar og átakanlegt að sjá þær ofanda í hitanum vegna mjög slæmrar vanhirðu.“

Þannig lýsir einstaklingur sem lætur sig velferð dýra miklu varða aðkomu að bæ í Grímsnes- og Grafningshreppi nýverið. Hann segir ástandið hafa verið jafnslæmt á bænum í fyrra. „Þetta verður að stöðva og ljóst er að dýrin eru sannarlega i neyð hjá þessum eiganda.“

Illa hirtKindurnar við bæinn eru í mörgum reifum og að auki margar ataðar eigin skít.

Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun (MAST) segir í skriflegu svari til Heimildarinnar að undanfarin misseri hafi ítrekað borist ábendingar um þennan tiltekna bæ. Flestar snúi þær að draslaragangi, lélegri umhirðu „og nú síðast því sem þú lýsir“.

Árið 2021 komu að sögn Sigurborgar tvær ábendingar, báðar samhljóða og voru um sama efni, þ.e. draslaragang og plastmengun. „Farið var í eftirlit og það sannreynt, en MAST gerði þá ekki athugasemdir varðandi dýrin sjálf,“ segir hún. Fram komi í gögnum að Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hafði afskipti af ábúanda vegna draslaragangs enda falli það undir þeirra málefnasvið.

„Verið er að bregðast við þessari ábendingu og tekið verður á málum samkvæmt verklagi um beitingu þvingana.“
Sigurborg Daðadóttir,
yfirdýralæknir

Árið 2022 barst ein ábending um bæinn og fjallaði hún um vanhæfi bóndans og almennt umhirðuleysi. Enn á ný var farið í eftirlit, „en ekki tókst að sannreyna umkvörtunarefnið, ekkert fé var aðgengilegt til að skoða enda það allt úti og fjarri bæ,“ segir Sigurborg.

Ákveðið var þá að fylgja málinu eftir með reglubundnu eftirliti þegar fé væri á húsi.

Í ár var farið í slíkt eftirlit og nokkur frávik voru skráð er varða dýravelferð. Frestur bóndans til úrbóta renni út í nóvember.

„Tvær ábendingar bárust í lok júlí, og voru þær samhljóða, fjölluðu um draslaragang og almennt umhirðuleysi auk vanhæfi bónda,“ segir yfirdýralæknir. „Verið er að bregðast við þessari ábendingu og tekið verður á málum samkvæmt verklagi um beitingu þvingana, sem geta verið dagsektir, að láta vinna verk á kostnað eiganda og síðasta úrræðið er að vörslusvipta ef mildari þvingunarúrræði duga ekki.“

DraslaragangurKindur við bæinn áttu erfitt í hitanum í júlí.

 Eigandi ber ætíð ábyrgð á sínum dýrum, en MAST hefur eftirlit með að eigandi fari að lögum og reglugerðum, útskýrir Sigurborg. Alþekkt sé að ormahreinsa þurf sauðfé reglulega. Bændur leiti upplýsinga og leiðbeininga hjá sínum dýralæknum og fá  viðeigandi lyf hjá þeim. „Eigendum ber einnig að kalla til dýralækni vegna veikinda eða meiðsla hjá dýrum sínum, dýralæknirinn metur hvað rétt sé að gera í hverju tilviki. Mast beitir aðeins þvingunum þegar eigandi framkvæmir ekki skyldur sínar.“

Jafnmargar tilkynningar í ár

Nokkuð hefur verið fjallað um sambærileg mál, þar sem almenningur hefur bent á vanhirðu dýra, í fréttum síðustu mánuði. Sigurborg segir hins vegar að ekki virðist vera fjölgun milli ára á ábendingum er varða sauðfé. Á fyrstu sjö mánuðum síðasta árs var skráð 41 ábending er varðar meðferð á sauðfé og á sama tímabili í ár voru tilkynningarnar 40.

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Pörusteikin skemmtilegasti jólamaturinn
3
Matur

Pöru­steik­in skemmti­leg­asti jóla­mat­ur­inn

Karl Roth Karls­son kokk­ur starfar á Fisk­fé­lag­inu sem hann seg­ir lengi hafa ver­ið draumastað­inn. Hann hef­ur starf­að lengst á Mat­ar­kjall­ar­an­um, en einnig á Von, Humar­hús­inu, Sjáv­ar­grill­inu og svo er­lend­is. Hann var fljót­ur til svars þeg­ar hann var spurð­ur hver væri upp­á­hald­sjó­la­mat­ur­inn. Það er pöru­steik­in þó svo að hann hafi ekki al­ist upp við hana á jól­um. Karl gef­ur upp­skrift­ir að pöru­steik og sósu ásamt rauð­káli og Waldorfs-sal­ati.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
6
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár