Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Ofönduðu í mörgum reifum – MAST ítrekað borist ábendingar um bæinn

Mat­væla­stofn­un hef­ur ít­rek­að feng­ið ábend­ing­ar vegna drasl­ara­gangs og van­hirðu dýra á bæ í Gríms­nes- og Grafn­ings­hreppi. Bónd­an­um hef­ur ver­ið gef­inn frest­ur þar til í nóv­em­ber til að gera úr­bæt­ur.

Ofönduðu í mörgum reifum – MAST ítrekað borist ábendingar um bæinn
Í mörgum reifum Kindur þarf að rýja reglulega en það hefur bóndinn sem um ræðir ekki gert líkt og sjá má á þessari mynd. Að auki virðist eitthvað fast, mögulega plast, á kvið kindarinnar. Mynd: Aðsend

„Þegar á hlaðið var komið blöstu við mér kindur sem voru í nokkrum reifum. Flest féð var greinilega ómeðhöndlað, t.d. hvað varðar ormalyf. Þær voru svartar að aftan af skít. Það er hásumar og átakanlegt að sjá þær ofanda í hitanum vegna mjög slæmrar vanhirðu.“

Þannig lýsir einstaklingur sem lætur sig velferð dýra miklu varða aðkomu að bæ í Grímsnes- og Grafningshreppi nýverið. Hann segir ástandið hafa verið jafnslæmt á bænum í fyrra. „Þetta verður að stöðva og ljóst er að dýrin eru sannarlega i neyð hjá þessum eiganda.“

Illa hirtKindurnar við bæinn eru í mörgum reifum og að auki margar ataðar eigin skít.

Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun (MAST) segir í skriflegu svari til Heimildarinnar að undanfarin misseri hafi ítrekað borist ábendingar um þennan tiltekna bæ. Flestar snúi þær að draslaragangi, lélegri umhirðu „og nú síðast því sem þú lýsir“.

Árið 2021 komu að sögn Sigurborgar tvær ábendingar, báðar samhljóða og voru um sama efni, þ.e. draslaragang og plastmengun. „Farið var í eftirlit og það sannreynt, en MAST gerði þá ekki athugasemdir varðandi dýrin sjálf,“ segir hún. Fram komi í gögnum að Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hafði afskipti af ábúanda vegna draslaragangs enda falli það undir þeirra málefnasvið.

„Verið er að bregðast við þessari ábendingu og tekið verður á málum samkvæmt verklagi um beitingu þvingana.“
Sigurborg Daðadóttir,
yfirdýralæknir

Árið 2022 barst ein ábending um bæinn og fjallaði hún um vanhæfi bóndans og almennt umhirðuleysi. Enn á ný var farið í eftirlit, „en ekki tókst að sannreyna umkvörtunarefnið, ekkert fé var aðgengilegt til að skoða enda það allt úti og fjarri bæ,“ segir Sigurborg.

Ákveðið var þá að fylgja málinu eftir með reglubundnu eftirliti þegar fé væri á húsi.

Í ár var farið í slíkt eftirlit og nokkur frávik voru skráð er varða dýravelferð. Frestur bóndans til úrbóta renni út í nóvember.

„Tvær ábendingar bárust í lok júlí, og voru þær samhljóða, fjölluðu um draslaragang og almennt umhirðuleysi auk vanhæfi bónda,“ segir yfirdýralæknir. „Verið er að bregðast við þessari ábendingu og tekið verður á málum samkvæmt verklagi um beitingu þvingana, sem geta verið dagsektir, að láta vinna verk á kostnað eiganda og síðasta úrræðið er að vörslusvipta ef mildari þvingunarúrræði duga ekki.“

DraslaragangurKindur við bæinn áttu erfitt í hitanum í júlí.

 Eigandi ber ætíð ábyrgð á sínum dýrum, en MAST hefur eftirlit með að eigandi fari að lögum og reglugerðum, útskýrir Sigurborg. Alþekkt sé að ormahreinsa þurf sauðfé reglulega. Bændur leiti upplýsinga og leiðbeininga hjá sínum dýralæknum og fá  viðeigandi lyf hjá þeim. „Eigendum ber einnig að kalla til dýralækni vegna veikinda eða meiðsla hjá dýrum sínum, dýralæknirinn metur hvað rétt sé að gera í hverju tilviki. Mast beitir aðeins þvingunum þegar eigandi framkvæmir ekki skyldur sínar.“

Jafnmargar tilkynningar í ár

Nokkuð hefur verið fjallað um sambærileg mál, þar sem almenningur hefur bent á vanhirðu dýra, í fréttum síðustu mánuði. Sigurborg segir hins vegar að ekki virðist vera fjölgun milli ára á ábendingum er varða sauðfé. Á fyrstu sjö mánuðum síðasta árs var skráð 41 ábending er varðar meðferð á sauðfé og á sama tímabili í ár voru tilkynningarnar 40.

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Það var enga vernd að fá“
1
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Það var enga vernd að fá“
2
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár