Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Sveitarfélög gagnrýna ríkið harðlega vegna áhrifa þjónustusviptingar

Bæði Sam­tök sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga gagn­rýna stjórn­völd fyr­ir þau áhrif sem breyt­ing­ar á út­lend­inga­lög­um eru nú byrj­að­ar að hafa. Sveit­ar­fé­lög­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fara fram á sam­tal við fé­lags­mála­ráð­herra og dóms­mála­ráð­herra án taf­ar.

Sveitarfélög gagnrýna ríkið harðlega vegna áhrifa þjónustusviptingar
Alþingi Mynd: Stundin / Davíð Þór

Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa sent frá sér yfirlýsingar, þar sem sú staða sem upp er komin í málefnum hælisleitenda vegna þeirra breytinga sem gerðar voru á útlendingalögum fyrr á árinu er hörmuð og ríkið gagnrýnt fyrir hvernig það hefur haldið á málum.

Nokkrir tugir hælisleitenda sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd hafa nú verið sviptir þjónustu sem Vinnumálastofnun hefur veitt þeim fyrir hönd ríkisins.

Sveitarfélögin sett í afar erfiða stöðu

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segja að af viðbrögðum „einstakra fulltrúa ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlum“ megi ráða „að ábyrgðin sé nú á höndum sveitarfélaganna“.

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru sögð harma stöðu þessara einstaklinga, en „mótmæla um leið afstöðu ríkisins enda hefur ekkert samtal farið fram milli ríkis og sveitarfélaga um hvað tekur við hjá þeim hælisleitendum sem misst hafa framfæri sitt hjá ríkinu og eru án kennitölu og réttinda í landinu“.

Sveitarfélögin segjast „sett í afar erfiða aðstöðu gagnvart þessum hópi“ og benda á að í umsögn um lagafrumvarp Jóns Gunnarssonar þáverandi dómsmálaráðherra vegna breytinga á útlendingamálum hafi Samband íslenskra sveitarfélaga varað við því að þessi staða gæti komið upp.

„Að mati Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er þessi málaflokkur á ábyrgð ríkisins og nauðsynlegt að þau ráðuneyti sem málaflokkurinn fellur undir geri viðeigandi ráðstafanir til að tryggja umræddum einstaklingum þak yfir höfuðið og framfærslu á meðan þeir eru hér á landi,“ segir í yfirlýsingu SSH, sem hafa óskað eftir tafarlausu samtali við félags- og vinnumálaráðherra og dómsmálaráðherra vegna þessa máls

Fyrirsjáanlegir vankantar

Í yfirlýsingu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir „ljóst að þeir vankantar sem eru á lögunum hafi verið fyrirsjáanlegir“ og að sambandið hafi krafist þess að „skýrt yrði hvað tæki við eftir að 30 daga fresti frá synjun um stöðu hælisleitanda lýkur“.  

„Með þessum vanköntum á lögunum eru sveitarfélög landsins sett í afar erfiða stöðu gagnvart þessum viðkvæma hópi. Ekkert samtal hefur farið fram milli ríkis og sveitarfélaga um hvað tekur við hjá þeim hælisleitendum sem misst hafa framfæri sitt hjá ríkinu og eru án kennitölu og réttinda í landinu.

Sambandið telur skýrt að þessi málaflokkur sé á ábyrgð ríkisins og að nauðsynlegt sé að þau ráðuneyti sem málaflokkurinn fellur undir geri viðeigandi ráðstafanir til að tryggja umræddum einstaklingum þak yfir höfuðið og framfærslu, þar til viðkomandi einstaklingar fara úr landi,“ segir í yfirlýsingu Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
2
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
3
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár