Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sveitarfélög gagnrýna ríkið harðlega vegna áhrifa þjónustusviptingar

Bæði Sam­tök sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga gagn­rýna stjórn­völd fyr­ir þau áhrif sem breyt­ing­ar á út­lend­inga­lög­um eru nú byrj­að­ar að hafa. Sveit­ar­fé­lög­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fara fram á sam­tal við fé­lags­mála­ráð­herra og dóms­mála­ráð­herra án taf­ar.

Sveitarfélög gagnrýna ríkið harðlega vegna áhrifa þjónustusviptingar
Alþingi Mynd: Stundin / Davíð Þór

Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa sent frá sér yfirlýsingar, þar sem sú staða sem upp er komin í málefnum hælisleitenda vegna þeirra breytinga sem gerðar voru á útlendingalögum fyrr á árinu er hörmuð og ríkið gagnrýnt fyrir hvernig það hefur haldið á málum.

Nokkrir tugir hælisleitenda sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd hafa nú verið sviptir þjónustu sem Vinnumálastofnun hefur veitt þeim fyrir hönd ríkisins.

Sveitarfélögin sett í afar erfiða stöðu

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segja að af viðbrögðum „einstakra fulltrúa ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlum“ megi ráða „að ábyrgðin sé nú á höndum sveitarfélaganna“.

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru sögð harma stöðu þessara einstaklinga, en „mótmæla um leið afstöðu ríkisins enda hefur ekkert samtal farið fram milli ríkis og sveitarfélaga um hvað tekur við hjá þeim hælisleitendum sem misst hafa framfæri sitt hjá ríkinu og eru án kennitölu og réttinda í landinu“.

Sveitarfélögin segjast „sett í afar erfiða aðstöðu gagnvart þessum hópi“ og benda á að í umsögn um lagafrumvarp Jóns Gunnarssonar þáverandi dómsmálaráðherra vegna breytinga á útlendingamálum hafi Samband íslenskra sveitarfélaga varað við því að þessi staða gæti komið upp.

„Að mati Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er þessi málaflokkur á ábyrgð ríkisins og nauðsynlegt að þau ráðuneyti sem málaflokkurinn fellur undir geri viðeigandi ráðstafanir til að tryggja umræddum einstaklingum þak yfir höfuðið og framfærslu á meðan þeir eru hér á landi,“ segir í yfirlýsingu SSH, sem hafa óskað eftir tafarlausu samtali við félags- og vinnumálaráðherra og dómsmálaráðherra vegna þessa máls

Fyrirsjáanlegir vankantar

Í yfirlýsingu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir „ljóst að þeir vankantar sem eru á lögunum hafi verið fyrirsjáanlegir“ og að sambandið hafi krafist þess að „skýrt yrði hvað tæki við eftir að 30 daga fresti frá synjun um stöðu hælisleitanda lýkur“.  

„Með þessum vanköntum á lögunum eru sveitarfélög landsins sett í afar erfiða stöðu gagnvart þessum viðkvæma hópi. Ekkert samtal hefur farið fram milli ríkis og sveitarfélaga um hvað tekur við hjá þeim hælisleitendum sem misst hafa framfæri sitt hjá ríkinu og eru án kennitölu og réttinda í landinu.

Sambandið telur skýrt að þessi málaflokkur sé á ábyrgð ríkisins og að nauðsynlegt sé að þau ráðuneyti sem málaflokkurinn fellur undir geri viðeigandi ráðstafanir til að tryggja umræddum einstaklingum þak yfir höfuðið og framfærslu, þar til viðkomandi einstaklingar fara úr landi,“ segir í yfirlýsingu Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár