Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Kemur í ljós í haust hvort ríkið ætli að setja meira fé í reksturinn

Bæði Sam­tök sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og Strætó segja að rík­ið þurfi að stíga inn í fjár­mögn­un rekstr­ar al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu af aukn­um þunga. Ráð­herr­ar í rík­is­stjórn hafa ekki ver­ið á þeim bux­un­um, en við­ræð­ur standa þó yf­ir um ná­kvæm­lega þetta. Í haust má bú­ast við nið­ur­stöðu.

Kemur í ljós í haust hvort ríkið ætli að setja meira fé í reksturinn
Almenningssamgöngur Regína Ásvaldsdóttir formaður stjórnar SSH og bæjarstjóri í Mosfellsbæ, Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Mynd: Heimildin Tómas

Samningaviðræður hafa staðið yfir undanfarin misseri um það hvernig fjármagna skuli rekstur almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu til framtíðar. Við samningaborðið sitja fulltrúar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og ríkisins. Lítið hefur heyrst af gangi þessara viðræðna, en niðurstaðan ætti að liggja fyrir núna með haustinu. 

Af hálfu SSH hefur um nokkurt skeið verið skýrt að það þurfi aukið framlag frá ríkinu til reksturs almenningssamgangna á þéttbýlasta svæði landsins, en af hálfu fulltrúa ríkisins hefur tónninn verið allt annar. 

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra voru í upphafi kjörtímabilsins einhuga um að engin áform væru uppi um aukna aðkomu ríkisins að rekstri almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, sem bæði SSH og Strætó bs. höfðu þá kallað eftir í umsögnum við svokalla Grænbók um samgöngumál.

Í drögum að samgönguáætlun, sem hefur legið frammi til kynningar í sumar, er ekki gert ráð fyrir öðru en að framlög ríkisins til reksturs almenningssamgangna á …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
3
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár