Samningaviðræður hafa staðið yfir undanfarin misseri um það hvernig fjármagna skuli rekstur almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu til framtíðar. Við samningaborðið sitja fulltrúar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og ríkisins. Lítið hefur heyrst af gangi þessara viðræðna, en niðurstaðan ætti að liggja fyrir núna með haustinu.
Af hálfu SSH hefur um nokkurt skeið verið skýrt að það þurfi aukið framlag frá ríkinu til reksturs almenningssamgangna á þéttbýlasta svæði landsins, en af hálfu fulltrúa ríkisins hefur tónninn verið allt annar.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra voru í upphafi kjörtímabilsins einhuga um að engin áform væru uppi um aukna aðkomu ríkisins að rekstri almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, sem bæði SSH og Strætó bs. höfðu þá kallað eftir í umsögnum við svokalla Grænbók um samgöngumál.
Í drögum að samgönguáætlun, sem hefur legið frammi til kynningar í sumar, er ekki gert ráð fyrir öðru en að framlög ríkisins til reksturs almenningssamgangna á …
Athugasemdir