Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Hafna hinsegin baráttu sem Kauphöllin hringir inn

Að­gerða­hóp­ur­inn Hinseg­in heift hafn­ar í stefnu­yf­ir­lýs­ingu hinseg­in bar­áttu sem er „hringd inn af Kaup­höll­inni“ en full­trú­ar Nas­daq Ice­land hringdu bjöllu Kaup­hall­ar­inn­ar á regn­boga­mál­uð­um Skóla­vörðu­stíg í upp­hafi Hinseg­in daga síð­ast­lið­inn þriðju­dag. „Hinseg­in­vænt sam­fé­lag er and-kapí­talískt,“ seg­ir í stefnu­yf­ir­lýs­ingu Hinseg­in heift­ar. Formað­ur Hinseg­in daga seg­ist fagna starfi Hinseg­in heift­ar og að bar­átt­an þurfi bæði á sjón­ar­mið­um þeirra og fólks­ins á bak við Hinseg­in daga að halda.

Hafna hinsegin baráttu sem Kauphöllin hringir inn
Kauphöllin á regnboganum Gunnlaugur ásamt Ragnhildi Sverrisdóttur upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar, Andra Þór Guðmundssyni forstjóra Ölgerðarinnar og Magnúsi Harðarsyni forstjóra Kauphallarinnar Nasdaq. Á milli Ragnhildar og Andra er bjalla Kauphallarinnar. Mynd: Nasdaq Iceland

Á annan tug fólks söfnuðust saman á regnbogaklæddum Skólavörðustíg á gráum þriðjudagsmorgni og fylgdust með Ragnhildi Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar, og Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar, halda í hvítt reipi sem hékk niður úr kólfi glitpappírsskreyttrar Kauphallarbjöllu, bjöllu sem venjulega er notuð til þess að hringja inn viðskipti með hlutabréf. 

Andri tók af skarið og togaði í reipið, Ragnhildur reyndi að fylgja og horfði svolítið hissa fram fyrir sig. Það klingdi í bjöllunni. 

„Vúhú,“ sagði skælbrosandi Andri. 

„Þú hefur gert þetta áður,“ svaraði Ragnhildur. 

Nasdaq á meðal stuðningsaðila

Rúmri viku áður hafði Bleiki hnefinn, „aðgerðahópur róttækra kynvillinga“, verið endurvakinn undir nýju nafni: Hinsegin heift. Lítið hafði heyrst frá hópnum á samfélagsmiðlum síðan árið 2018. Hópurinn hafnaði í svokölluðum manifestó hinsegin baráttu sem er „hringd inn af Kauphöllinni“.

Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, segist skilja þessa gagnrýni Hinsegin heiftar en að bjölluhringingin hafi verið á vegum Kauphallarinnar, ekki Hinsegin daga. …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við munum þurrka þá út“
6
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár