Á annan tug fólks söfnuðust saman á regnbogaklæddum Skólavörðustíg á gráum þriðjudagsmorgni og fylgdust með Ragnhildi Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar, og Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar, halda í hvítt reipi sem hékk niður úr kólfi glitpappírsskreyttrar Kauphallarbjöllu, bjöllu sem venjulega er notuð til þess að hringja inn viðskipti með hlutabréf.
Andri tók af skarið og togaði í reipið, Ragnhildur reyndi að fylgja og horfði svolítið hissa fram fyrir sig. Það klingdi í bjöllunni.
„Vúhú,“ sagði skælbrosandi Andri.
„Þú hefur gert þetta áður,“ svaraði Ragnhildur.
Nasdaq á meðal stuðningsaðila
Rúmri viku áður hafði Bleiki hnefinn, „aðgerðahópur róttækra kynvillinga“, verið endurvakinn undir nýju nafni: Hinsegin heift. Lítið hafði heyrst frá hópnum á samfélagsmiðlum síðan árið 2018. Hópurinn hafnaði í svokölluðum manifestó hinsegin baráttu sem er „hringd inn af Kauphöllinni“.
Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, segist skilja þessa gagnrýni Hinsegin heiftar en að bjölluhringingin hafi verið á vegum Kauphallarinnar, ekki Hinsegin daga. …
Athugasemdir