Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Stuðningsfólk Vinstri grænna leggur minnst upp úr efnahagsmálum

Veru­leg­ur mun­ur er grein­an­leg­ur á áherslu­at­rið­um stuðn­ings­fólks stjórn­mála­flokk­anna þeg­ar kem­ur að mála­flokk­um sam­kvæmt nýrri könn­un Pró­sents. Heil­brigð­is- og öldrun­ar­þjón­usta skora hæst yf­ir það heila. Gríð­ar­leg­ur mun­ur er milli Vinstri grænna og hinna rík­is­stjórn­ar­flokk­anna tveggja þeg­ar kem­ur að um­hverf­is­mál­um. Mál­efni hinseg­in fólks eru varla á radarn­um yf­ir mik­il­væg­ustu mála­flokk­ana.

Stuðningsfólk Vinstri grænna leggur minnst upp úr efnahagsmálum

Ný könnun Prósents sýnir að flestir leggja áherslu á heilbrigðis- og öldrunarþjónustu, alls 60 prósent aðspurðra í könnuninni. Þar á eftir koma efnahagsmál, verðbólga og húsnæðismál í hnapp, en 47 til 48 prósent leggja mikla áherslu á þá málaflokka. Þessir málaflokkar skera sig verulega úr þegar kemur að mikilvægisröðun aðspurðra.

Könnunin var framkvæmd á mánaðartímabili í júní og júlí og þátttakendur spurðir hvaða stefnumál væri mikilvægast að íslensk stjórnvöld leggðu áherslu á. Gat hver þátttakandi valið fimm atriði.

Næst á eftir málaflokkunum fjórum sem flestir lögðu áherslu á koma málefni eldri borgara, en 29 prósent leggja mikla áherslu á þau, og málefni fatlaðra og öryrkja, sem 24 prósent leggja áherslu á. Inn á milli skjóta umhverfis- og loftslagsmál sér, sem 24 prósent leggja einnig áherslu á. Þá koma samgöngumál, mennta- og menningarmál og atvinnumál, með á bilinu 24 til 18 prósent.

Athygli vekur að málaflokkar tengdir mannréttindum skora töluvert lægra en þeir sem nefndir hafa verið hér að framan. Þannig leggja 15 prósent mikla áherslu á málefni flóttafólks en óljóst er hvaða áhersla það er, hvort um sé að ræða áherslu á að taka vel á móti flóttafólki og taka við fleirum, eða áhersla á að aftra því að hingað til lands komi flóttafólk og að draga úr þjónustu við það. Tólf prósent leggja áherslu á mannréttindamál sem slík og aðeins þrjú prósent á málefni hinsegin fólks.

Sósíalistar og Vinstri græn í samfloti í ýmsu

Mikil munur er á því hvaða málaflokka fólk leggur áherslu á eftir því hvaða stjórnmálaflokka það styður. Þannig má sjá að mikilvægi heilbrigðis- og öldrunarþjónustu er í minna í hugum stuðningsfólks ríkisstjórnarflokkanna heldur en hjá stuðningsfólki stjórnarandstöðuflokkanna, þó með Framsóknarflokkinn sem undantekningu. Lægst er hlutfallið hjá stuðningsfólki Sjálfstæðisflokksins, 47 prósent, og síðan hjá stuðningsfólki Vinstri grænna, 51 prósent. Af stuðningsfólki Framsóknarflokksins leggja 60 prósent mikla áherslu á málaflokkinn en mest áherslu leggur stuðningsfólk Flokks fólksins á heilbrigðis- og öldrunarþjónustu, alls 76 prósent.

Þá er verulegur munur á hlutföllunum milli flokkanna hvað varðar efnahagsmál. Þannig eru stuðningsmenn Sósíalista lítt uppteknir af efnahagsmálum, aðeins 27 prósent þeirra leggja áherslu á málaflokkinn. Í samfloti við Sósíalista er stuðningsfólk Vinstri grænna, sem einnig leggja lítið upp úr efnahagsmálum, aðeins 28 prósent þeirra gera þau að áhersluatriði sínu. Aftur á móti er það stuðningsfólk Viðreisnar sem leggur allra mest upp úr efnahagsmálunum, heil 72 prósent.

Þá má sjá að stuðningsfólk Sósíalista og Vinstri grænna er einnig í samfloti þegar kemur að áhyggjum af verðbólgu en aðeins fjórðungur stuðningsfólks beggja flokka nefnir verðbólguna sem áhersluatriði, töluvert lægra hlutfall heldur en í öllum hinum flokkunum, þar sem á bilinu 43 til 62 prósent stuðningsfólks nefnir verðbólguna sem áhersluatriði. Þar er það stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins sem mesta áhersluna leggur.

Píratar leggja litla áherslu á málefni eldri borgara

Stuðningsfólk Vinstri grænna sker sig algjörlega úr þegar kemur að umhverfismálum, en alls telja 75 prósent þess að leggja þurfi áherslu á málaflokkinn. Mikið ber í milli þess og stuðningsfólks hinna ríkisstjórnarflokkanna tveggja, þar sem í báðum tilfellum aðeins 12 prósent þess leggur áherslu á málaflokkinn. Það er helst að Vinstri græn eigi einhverja samleið með Pírötum þegar kemur að málaflokknum en 52 prósent þeirra nefna málaflokkinn sem einn hinna mikilvægustu.

Stuðningsfólk Vinstri grænna sker sig líka frá þegar kemur að menntamálum og atvinnumálum. Alls leggja 53 prósent þeirra mikla áherslu á menntamál og 39 prósent á atvinnumál. Næst þeim koma Píratar í fyrra tilvikinu, 37 prósent þeirra leggja áherslu á menntamál, og Framsóknarfólk í síðara tilvikinu en 26 prósent þeirra leggja áherslu á atvinnumál.

Stuðningsfólk Flokks fólksins er líklegast til að leggja áherslu á málefni eldri borgara, alls segja 56 prósent þess að þau mál séu mikilvæg. Píratar aftur á móti eru lítt uppteknir af málaflokknum, aðeins 9 prósent stuðningsfólks flokksins nefnir hann sem einn af fimm mikilvægusta málaflokkunum. Þeir sem styðja Flokk fólksins eru jafnframt líklegastir til að leggja áherslu á málefni fatlaðra og öryrkja, alls 50 prósent, á meðan að það er stuðningsfólk Vinstri grænna sem hefur minnstar áhyggjur af þeim málaflokki, alls 12 prósent þess leggur á hann áherslu.

Evrópusambandið vekur takmarkaðan áhuga

Málefni flóttafólks fær athygli stuðningsfólks allra flokka upp að einhverju marki, mesta þó meðal stuðningsfólks Miðflokksins en 22 prósent þess nefnir málaflokkinn. Næst því kemur stuðningsfólk Pírata, þar sem 18 prósent nefna málefni flóttafólks.

Evrópusambandið er ekki sérstaklega á radarnum hjá fólki sem styður aðra flokka en Viðreisn og Samfylkingu. Í tilfelli fyrri flokksins nefna 44 prósent sambandið og 26 prósent í tilfelli seinni flokksins. Miðflokksstuðningsfólk, sem og stuðningsfólks Flokks fólksins og Sjálfstæðisflokksins er þá upptekið af skattamálum í hlutföllunum 27, 25 og 20 prósent.

Sem fyrr segir ná málefni hinsegin fólks vart máli þegar kemur að mikilvægisröðun kjósenda. Sárafátt stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksinsnefndir málaflokkinn, örfátt stuðningsfólk Vinstri grænna og Miðflokks, og hreint enginn sem segist styðja Framsóknarflokkinn eða Sósíalista. Það er helst meðal stuðningsfólks Pírata og Samfylkingar sem málaflokkurinn vekur athygli.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár