Forstjóri fyrirtækisins Kerecis skrifaði nýlega, í umsögn sinni um drög að samgönguáætlun stjórnvalda, að færa mætti „rök fyrir því, að skattgreiðslur í kjölfar nýlegrar sölu Kerecis dugi einar og sér til að koma vegasamgöngum milli Ísafjarðar og Reykjavíkur í viðunandi horf“.
Fátt er þó hægt að fullyrða um hversu miklar skatttekjur íslenska ríkið kemur til með að heimta vegna sölu Kerecis, hvenær og hvort þær berast og hversu mikið væri hægt að framkvæma í vegamálum fyrir það fé sem salan á vestfirska vaxtarsprotanum skilar í fjárhirslur hins opinbera.
Þegar fyrirtæki eru seld fá hluthafarnir greiðslu fyrir hlut sinn í þeim. Það fer svo alfarið eftir því hvernig hluthafalistinn er samsettur hvort, hvar og hvenær skattur er greiddur af söluhagnaðinum. Einstaklingar sem áttu hluti í eigin nafni, eins og einhverjir starfsmenn Kerecis sem fengu hlut í félaginu í tengslum við …
Athugasemdir