„Ég er á leið í legnám í fyrramálið,“ sagði Klara Jenný H. Arnbjörnsdóttir ljósmóðir, þar sem við sátum gegnt hvor annarri í upptökuveri Heimildarinnar í síðustu viku. Það var létt yfir henni. Þetta var svona léttir sem aðeins þau öðlast sem hafa borið eitthvað þungt með sér árum saman og losnað við það. Nýtt líf, kallar hún tilveru sína eftir að hún losnaði við þungann: Tvo 500 millilítra sílikonpúða sem græddir voru í brjóst hennar.
Nú er leg Klöru líka á bak og burt. Frumubreytingar greindust í leghálsi hennar árið 2021. Eftir að hafa upplifað verulegt heilsuleysi árum saman – sem fór af stað eftir að hún fékk sér sílikonpúða – ákvað Klara að það væri ekki áhættunnar virði að halda sig við legið.
„Ég er búin að fara í stanslausar sjúkrahúsferðir, aðgerðir og svæfingar síðan 2008 og ég fæ púðana 2006,“ segir Klara. „Ég er ekki tilbúin í að …
Athugasemdir