Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Eigandi Tottenham og fyrrverandi eigandi í MP banka ákærður

Breski millj­arða­mær­ing­ur­inn Joe Lew­is, einn af að­aleig­end­um knatt­spyrnu­fé­lags­ins Totten­ham, sem keypti um 10% hlut í MP banka eft­ir fjár­mála­hrun­ið, hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir inn­herja­við­skipti.

Eigandi Tottenham og fyrrverandi eigandi í MP banka ákærður
Lúxus Joe Lewis á þessa 98 metra löngu snekkju. Hún sást fyrir utan ítölsku borgina Napólí fyrr í þessum mánuði. Inni í snekkjunni er meðal annars tennisvöllur en hún er metin á um 250 milljónir Bandaríkjadala, eða það sem nemur um 32 milljörðum íslenskra króna. Mynd: Shutterstock

Saksóknarar í New York fylki í Bandaríkjunum hafa ákært breska milljarðamæringinn Joe Lewis fyrir að hafa sent óopinberar upplýsingar til vina sinna og samstarfsmanna á árunum 2019 til 2021. Þeirra á meðal voru elskendur hins 86 ára gamla Lewis og samstarfsmenn. 

Það má segja að Lewis þessi sé Íslandsvinur, en hann keypti tæpan 10% hlut í MP banka árið 2011 og vakti það furðu. 

Í viðtali við Stöð tvö það sama ár var Sigurður Atli Jónsson, þáverandi forstjóri MP banka, spurður um það hvers vegna Lewis, og fleiri erlendir auðmenn, hefðu keypt í bankanum. 

„Þetta er eiginlega bara góð spurning og maður veltir þessu fyrir sér sjálfur,“ sagði Sigurður Atli. 

MP banki sameinaðist fjárfestingabankanum Straumi árið 2015. Síðar sama ár varð Kvika til úr bönkunum tveimur en Lewis á ekki hlut í Kviku. 

„Ekkert af þessu var nauðsynlegt. Joe Lewis var ríkur maður“

Saksóknarar í New York segja Lewis hafa brotið lög með því að umbuna starfsmönnum sínum með innherjaupplýsingum og fyrir að hafa gefið vinum sínum og elskendum slíkar upplýsingar að gjöf. 

„Þetta er svindl og gengur gegn lögum,“ sagði saksóknarinn Damian Williams. 

„Við höldum því fram að Joe Lewis hafi árum saman misnotað aðgang sinn að stjórnarfundum fyrirækja og ítrekað veitt elskendum sínum, aðstoðarmönnum, flugmönnum og vinum sínum innherjaupplýsingar. Ekkert af þessu var nauðsynlegt. Joe Lewis var ríkur maður.“

Tottenham krúnudjásnið 

David Zornow, lögmaður Lewis, segir að saksóknararnir hafi gert svívirðileg mistök með því að kæra Lewis. Hann er búsettur á Bahamaeyjum og segir Zornow að Lewis hafi af fúsum og frjálsum vilja ferðast til Bandaríkjanna til þess að bregðast við ákærunum. 

Lewis er eigandi félagsins Tavistock Group, gríðarstórs vefs fyrirtækja í 13 löndum. Á meðal krúnudjásna Tavistock er meirihluti í breska úrvalsdeildarliðinu Tottenham. 

Liðið sendi frá sér tilkynningu í dag og sagði mál Lewis ekki tengjast liðinu með neinum hætti. 

Lewis efnaðist á gjaldeyrisviðskiptum sem hann stóð í áratugum saman. Bloomberg telur eignir hans virði ríflega 6,5 milljarða dollara.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu