Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Eigandi Tottenham og fyrrverandi eigandi í MP banka ákærður

Breski millj­arða­mær­ing­ur­inn Joe Lew­is, einn af að­aleig­end­um knatt­spyrnu­fé­lags­ins Totten­ham, sem keypti um 10% hlut í MP banka eft­ir fjár­mála­hrun­ið, hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir inn­herja­við­skipti.

Eigandi Tottenham og fyrrverandi eigandi í MP banka ákærður
Lúxus Joe Lewis á þessa 98 metra löngu snekkju. Hún sást fyrir utan ítölsku borgina Napólí fyrr í þessum mánuði. Inni í snekkjunni er meðal annars tennisvöllur en hún er metin á um 250 milljónir Bandaríkjadala, eða það sem nemur um 32 milljörðum íslenskra króna. Mynd: Shutterstock

Saksóknarar í New York fylki í Bandaríkjunum hafa ákært breska milljarðamæringinn Joe Lewis fyrir að hafa sent óopinberar upplýsingar til vina sinna og samstarfsmanna á árunum 2019 til 2021. Þeirra á meðal voru elskendur hins 86 ára gamla Lewis og samstarfsmenn. 

Það má segja að Lewis þessi sé Íslandsvinur, en hann keypti tæpan 10% hlut í MP banka árið 2011 og vakti það furðu. 

Í viðtali við Stöð tvö það sama ár var Sigurður Atli Jónsson, þáverandi forstjóri MP banka, spurður um það hvers vegna Lewis, og fleiri erlendir auðmenn, hefðu keypt í bankanum. 

„Þetta er eiginlega bara góð spurning og maður veltir þessu fyrir sér sjálfur,“ sagði Sigurður Atli. 

MP banki sameinaðist fjárfestingabankanum Straumi árið 2015. Síðar sama ár varð Kvika til úr bönkunum tveimur en Lewis á ekki hlut í Kviku. 

„Ekkert af þessu var nauðsynlegt. Joe Lewis var ríkur maður“

Saksóknarar í New York segja Lewis hafa brotið lög með því að umbuna starfsmönnum sínum með innherjaupplýsingum og fyrir að hafa gefið vinum sínum og elskendum slíkar upplýsingar að gjöf. 

„Þetta er svindl og gengur gegn lögum,“ sagði saksóknarinn Damian Williams. 

„Við höldum því fram að Joe Lewis hafi árum saman misnotað aðgang sinn að stjórnarfundum fyrirækja og ítrekað veitt elskendum sínum, aðstoðarmönnum, flugmönnum og vinum sínum innherjaupplýsingar. Ekkert af þessu var nauðsynlegt. Joe Lewis var ríkur maður.“

Tottenham krúnudjásnið 

David Zornow, lögmaður Lewis, segir að saksóknararnir hafi gert svívirðileg mistök með því að kæra Lewis. Hann er búsettur á Bahamaeyjum og segir Zornow að Lewis hafi af fúsum og frjálsum vilja ferðast til Bandaríkjanna til þess að bregðast við ákærunum. 

Lewis er eigandi félagsins Tavistock Group, gríðarstórs vefs fyrirtækja í 13 löndum. Á meðal krúnudjásna Tavistock er meirihluti í breska úrvalsdeildarliðinu Tottenham. 

Liðið sendi frá sér tilkynningu í dag og sagði mál Lewis ekki tengjast liðinu með neinum hætti. 

Lewis efnaðist á gjaldeyrisviðskiptum sem hann stóð í áratugum saman. Bloomberg telur eignir hans virði ríflega 6,5 milljarða dollara.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu