Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Martröð á grískum eyjum

Gróð­ureld­ar log­uðu í nótt og morg­un á yf­ir átta­tíu stöð­um í Grikklandi. Tug­þús­und­um hef­ur ver­ið gert að flytja sig um set á nokkr­um eyj­um þar sem mar­trað­ar­kennd­ir eld­ar loga. Tal­ið er að ein­hverj­ir þeirra hafi ver­ið kveikt­ir vís­vit­andi.

Martröð á grískum eyjum
Vítiseldar Fólk fylgist með gróðureldum á Ródos úr fjarlægð. Tugþúsundir hafa orðið að flytja sig um set vegna eldanna á eyjunni. Mynd: AFP

Eftir margra daga hitabylgju og þurrka hafa tugir gróðurelda kviknað á grísku eyjunum, langflestir í gær, sunnudag. Þeir hafa ætt um stór svæði án þess að hægt hafi verið að koma nokkrum vörnum við. Grískir slökkviliðsmenn hafa því staðið í ströngu og fengið liðsinni félaga frá ýmsum Evrópuríkjum, nú síðast frá Bretlandi. Tæplega 500 slökkviliðsmenn eru að störfum í Grikklandi í augnablikinu.

Yfir 2.500 manns voru flutt frá norðurhluta eyjunnar Corfú í nótt, jafnt íbúar sem ferðamenn er þar höfðu ætlað að njóta hins rómaða gríska sumars. Þetta sumar hefur hins vegar verið óvenju heitt, hitinn oftsinnis farið vel yfir 40 gráður, og ekki einn einasti rigningardropi fallið dögum saman.

Vindasamt í stækjunni

Á Corfú hefur verið reynt að nota þyrlur til slökkvistarfsins en það hefur reynst þrautin þyngri að sögn talsmanns slökkviliðsins. Það er vindasamt og steikjandi hitinn í ofanálag hefur gert slökkvistarf sérlega erfitt. Þótt einhverjum böndum hafi tekist að koma á gróðureldana í nótt er óttast að vegna þessara aðstæðna í dag gætu þeir tekið sig upp að nýju og jafnvel sótt í sig veðrið.

Á heimleiðFjölmargir ferðalangar tóku þá ákvörðun að stytta ferðalagið og koma sér heim eftir að hafa þurft að yfirgefa hótel vegna eldanna.

Ástandið hefur hins vegar verið verst á eyjunni Ródos. Þar hafa gróðureldar logað í sex daga í röð og yfir 20 þúsund manns þurft að yfirgefa þau svæði, m.a. vinsæla ferðamannastaði, þar sem þeir eru hvað mestir. Þúsundir hafast enn við í neyðarskýlum eða á flugvöllum og bíða eftir fari til sinna heimalanda.  Gríska loftslagsráðuneytið hefur staðfest að um sé að ræða mestu rýmingu vegna gróðurelda í sögu landsins.

Oftsinnis hefur þurft að rýma svæði með stuttum fyrirvara og stundum hefur fólk verið flutt á einn stað aðeins til þess að þurfa að flýja hann líka vegna þess hve eldarnir fara hratt yfir. Ferðamenn hafa lýst öngþveiti og að of fáar rútur hafi verið sendar til að flytja fólk. Þannig hafi allt að 90 manns verið troðið inn í 50 sæta rútu, svo dæmi sé tekið.

Eldarnir hafa gleypt heimili og hótel í nokkrum þorpum á Ródos og í morgun var enn ekki búið að ná tökum á þeim.

Hiti mældist yfir 40 gráður á 180 stöðum í Grikklandi í gær, sunnudag. Hæsti hiti mældist í smábæ við suðurströnd Grikklands, 46,4 gráður. Hitastigið er skaplegra í dag, víða í kringum 38 gráðurnar en á morgun er aftur spáð hitasvækju. Von er á ögn svalara veðri þegar líður á vikuna.

Hlýnun loftslags af mannavöldum á sinn þátt í því sem er að gerast í Grikklandi. Meðalhitastig á jörðinni hefur þegar hækkað um 1,1 gráðu frá iðnbyltingu. Hitabylgjur munu verða tíðari, heitari og standa lengur.

Evrópa er sú heimsálfa sem hefur hlýnað mest. Þar er nú að meðaltali 2,3 gráðum heitara en fyrir iðnbyltingu að því er fram kemur hjá Alþjóða veðurstofnuninni.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
2
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
6
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
9
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu