Íbúðir á höfuðborgarsvæðinu lækkað um 5,7 prósent að raunvirði

Fram kem­ur í nýrri skýrslu HMS að raun­verð íbúða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og í grennd hafi lækk­að á síð­asta ári en hækk­að ann­ars stað­ar á lands­byggð. Í skýrsl­unni er þeirri spurn­ingu velt upp hvort íbú­ar verði orðn­ir 400 þús­und fyr­ir lok árs.

Íbúðir á höfuðborgarsvæðinu lækkað um 5,7 prósent að raunvirði
Reykjavík Raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað meira undanfarið ár heldur en annars staðar á landinu. Undanfarið ár hefur raunverð íbúða á landsbyggðinni hækkað. Mynd: Shutterstock

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1,1 prósent í júní og hefur raunverð íbúða lækkað um 5,7 prósent miðað við vísitölu neysluverðs á síðustu tólf mánuðum. Þetta kemur fram í nýjustu mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS).

Raunverðslækkunin var meiri í nágrenni höfuðborgarsvæðisins í síðasta mánuði eða 2,1 prósent. Annars staðar á landsbyggðinni var lækkunin ekki jafn mikil, þar lækkaði verð um hálft prósent.

Líkt og áður segir nam raunverðslækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu 5,7 prósent undanfarið ár. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins mælist nú árslækkun á raunverði íbúða í fyrsta sinn síðan árið 2014. Lækkunin nemur 1,7 prósentum. Annars staðar á landsbyggðinni hefur raunverð íbúða aftur á móti hækkað undanfarið ár, um 4,3 prósent. Fram kemur í skýrslu HMS að þar hafi hækkun á fasteignaverði verið nokkuð minni á árunum 2020-2022 en á höfuðborgarsvæðinu og nágrannasveitarfélögum þess.

Enn lítil hreyfing á markaðnum

Kaupsamningum fjölgaði lítillega milli maí og apríl um allt land en …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár