Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ætluðu að vísa manni sem á þrjú íslensk börn og íslenska konu úr landi

Manni sem bú­ið hef­ur á Ís­landi í átta ár, er gift­ur ís­lenskri konu og á með henni þrjú börn sem öll eru fædd á Ís­landi, var tjáð við kom­una til Ís­lands í morg­un að hon­um yrði vís­að úr landi. Fjöl­skyld­an er í áfalli eft­ir með­ferð­ina. „Þeir ætl­uðu bara að vísa hon­um úr landi með há­grát­andi börn og konu sem var að fá tauga­áfall,“ seg­ir eig­in­kona manns­ins í sam­tali við Heim­ild­ina.

Ætluðu að vísa manni sem á þrjú íslensk börn og íslenska konu úr landi
Fjölskyldan Það var mikið áfall fyrir fjölskylduna að heyra að vísa ætti Nicholas úr landi.

Landamæraverðir tóku Nicholas Woods afsíðis frá þremur börnum sínum og Ólöfu Helgu Pálsdóttur Woods, eiginkonu hans, við komuna á Keflavíkurflugvöll í morgun. „Það á að vísa honum úr landi,“ segir Ólöf að landamæravörður hafi tjáð henni.  

Nicholas, sem er upprunalega frá Kaliforníu í Bandaríkjunum, hefur búið hér í átta ár. Ári áður en þau fluttu til Íslands giftu þau Ólöf sig. Þau eiga þrjú börn sem eru öll fædd á Íslandi.

Fjölskyldan hafði verið í fríi í Kaliforníu og lagði af stað aftur til Íslands á sunnudag. Þau millilentu í Kanada og lentu svo á Íslandi snemma í morgun. 

Nicholas er með varanlegt dvalarleyfi hér á landi en það virðist ekki hafa fundist í tölvukerfi landamæravarðanna. Það varð til þess að Nicholas var í haldi í fjórar klukkustundir. Hann var leystur úr haldi um hádegisbil, eftir að hægt var að sýna fram á að hann væri með dvalarleyfi.

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, þekkir til málsins og segir að það sýni mikilvægi þess að starfsmaður Útlendingastofnunar sé við vinnu í Leifsstöð svo hann geti aflað nauðsynlegra gagna.

„Þrátt fyrir að við séum búin að búa þannig um persónuverndarlögin að það megi vera upplýsingagjöf á milli þá hefur lögreglan enga möguleika utan skrifstofutíma til þess að kanna leyfisstöðu fólks,“ segir Helga Vala og ítrekar að lögreglunni beri alltaf að gæta meðalhófs.

Hélt fast í bekkinn og vildi ekki skilja föður sinn eftir

Ólöf segir það hafa verið mikið áfall að heyra að vísa ætti eiginmanni hennar úr landi. Hún var með 18 mánaða gamla dóttur sína í fanginu og sex og átta ára gamla syni sína sér við hlið. 

„Við fengum bara áfall, það voru allir hágrátandi,“ segir Ólöf. „Við þurfum örugglega að fara með þau í áfallahjálp, þau eru í algjöru áfalli og losti. Eldri sonur minn hélt fast í bekk og vildi helst ekki skilja pabba sinn eftir.

Nicholas á fyrirtæki í Grindavíkurbæ sem býður upp á þjálfun í amerískum fótbolta. 

„Hann er búinn að borga skatta hérna í átta ár. Hann er búinn að byggja upp amerískan fótbolta hérna og er að vinna mikið með börnum sem hafa ekki passað alveg inn í samfélagið,“ segir Ólöf. „Hann nær ótrúlega vel til þeirra og er búinn að byggja þetta þvílíkt upp og er að stofna hérna fyrirtæki og íþróttafélag á Íslandi og þeir ætluðu bara að vísa honum úr landi með hágrátandi börn og konu sem var að fá taugaáfall.“

Það eru einungis nokkrar klukkustundir síðan atvikið átti sér stað en Ólöf segir aðspurð líklegt að fjölskyldan muni leita réttar síns vegna málsins. 

„Þetta er eitthvað sem þarf að bæta upp fyrir börnin okkar.

Kjósa
71
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (11)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Þetta er ljott mal og Ruddalegar vinnureglur Það er pottþett að Huðlitur er þarna að spila inn i, eg er ekki hissa a þessu miðað við það sem a undan er gengið Flokkurinn fer með Domsmal i landinu Hægri flokkur lengst til hægri, byggður a sömu kenningum og Hitler notaði Rasistar raða þarna rikjum Sjalfstæðisflokkurin er a Krossgötum og klofningur og vðæringar þar, Hann þarf að fara fra. Þarna er Fjölskildu Tvistrað i sundur
    RASMISTI a Islandi er gömul saga og ny. 1951 Gerði Island Herstöðvasamning við BNA
    og Herstöð Amrikana var her til 2006. Fyrir 1970 saust ekki Þeldökkir Hermen a Velinum.
    Þa foru Islendingar að lata að ser kveða hja Sameinuðu Þjoðunm og fordæmdu Aðskilnaðarstefnu i Suður Afriku,, Blöð i USA sögðu þessa stefnu Islands að Banna veru Þeldökra Hermana i herstöð BNA a Islandi, en deyla a Suður Afriku og Kyntatta misretti þar. Það hafði lekið ut að til var Leynisamningur við hlið Herstöðvarsamnings LÖG NO 110 fra 1951 sem Alþingi samþikti sem lög. Islendingar þrættu og sögðu að Þeldökkum Hermönnum væri velkomin vera a Vellinum, Þa foru að koma Þeldökkir Hermen en með Fjölskyldur sinar. Þetta tokum við eftir þa 1975. Eg vann a Vellinum i 30 ar.
    Það sama er að gerast nu. Bara i annari mind RASISMI . Boðskapur Hitlers er i fullu gildi
    Hja Sjalfstæðis flokknum. Kvenar kemur her NOTT HINA LÖNGU HNIFA eins og i Þiskalandi 1935.
    1
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Þetta gerist víða. Dóttir mín var gift bandarískum manni og átti með honum 3 börn. Hann var allan tímann að vinna fyririr bandaríska herinn. Þau höfðu greitt skatta sem hjón í átta ár, hún varð að bíða í 7 mánuði á Íslandi eftir að fá dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Þetta er ömurleg framkoma og ekki í neinum takti sem eðlilegt getur talist. Eru landamæraeftirlit hér mjög langt undir meðalgreind?🤬
    1
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Furðulegt mál. Er maðurinn ekki með íslenska kennitölu fyrst hann er búsettur hér? Sú ætti að vera skráð í þjóðskrá sem og fjölskyldunúmer þeirra allra.
    Og ef tölvukerfið liggur niðri ætti nú að vera hægt að láta eiginkonuna ábygjast hann - eða finna annan ábyrgðarmann, t.d. skyldmenni.
    Það er ómannúðlegt að halda heilli fjölskyldu með lítil börn í gíslingu.
    3
  • Ásta Jensen skrifaði
    Þetta eru greinilega einlæg mistök. Gott að allt fór vel
    0
  • Sigmundur Gretarsson skrifaði
    Það vantar ekki uppbyggileg koment frá Jóni Kristjánssyni og Daníel Frey Jónssyni. Enginn áhugu á málinu bara koma með skæting. Enn þeir um það.
    0
  • Sigmundur Gretarsson skrifaði
    Heimildin er að verða einsog DV. Byrtir allt sem að þeim er rétt og kynna sér ekki staðreyndir. Kemur svo vel fram í þessu máli. Hann hefði ekki verið betri móttökur í Bandaríkjunum ef dvalarleyfið finndist ekki í tölvukerfum þeirra.
    -8
    • Jón Kristjánsson skrifaði
      ??!! Furðulegt komment! Enda greinilega hægri maður!
      1
    • DFJ
      Daníel Freyr Jónsson skrifaði
      Æ, af hverju ferðu ekki og ert hálfviti einhvers staðar annars staðar?
      P.S: birtir.
      0
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Hér má fastlega gera ráð fyrir að hörundsliturinn á eiginmanni Ólöafar Helgu Pálsdóttur Woods hafi haft áhrif á framkomu landamæraverðisbjálfana.
    6
  • Anna Bjarnadóttir skrifaði
    Þetta er óskiljanleg framkoma.
    2
  • Kalla Karlsdóttir skrifaði
    Er enginn regla á þessu auma skeri?
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
4
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu