Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skráðum kynferðisbrotum fjölgar

Til­kynn­ing­ar til lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um kyn­ferð­is­brot voru 38 í júní. Þar af áttu 16 brot­anna sér stað í mán­uð­in­um en 16 brot voru eldri. Brot­un­um fjölg­ar bæði mið­að við sex og tólf mán­aða með­al­tal.

Skráðum kynferðisbrotum fjölgar
Brotum fjölgar Hegningarlagabrotum fjölgaði í júní. Mynd: Pressphotos.biz

Hegningarlagabrotum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði í júní frá fyrri mánuði og fjölgar þeim einnig miðað við bæði sex og tólf mánaða meðaltal. Alls voru skráð 801 hegningarlagabrot í síðasta mánuði, borið saman við 701 brot í maí. Fjöldi hegningarlagabrota það sem af er ári er öllu minni en meðaltal síðustu þriggja ára, en það helgast þó einkum af því að fjöldi þeirra árið 2021 var markvert meiri en árin 2020 og 2022.

Flest brotin áttu sér stað á svæði lögreglustöðvar 1, í Miðborg, Vesturbæ, Seltjarnarnes, Háaleiti, Hlíðar og Laugardal. Alls bárust 117 tilkynningar um ofbeldisbrot í júní. Tilkynningar um heimilisofbeldi fjölgaði nokkuð á milli mánaða og fóru úr 55 tilkynningum í maí í 72 tilkynningar í júní. Það sem af er ári hafa borist um tíu prósent færri tilkynningar um heimilisofbeldi samanborið við meðalfjölda sama tímabils síðustu þrjú ár á undan.

164
kynferðisbrot hafa verið tilkynnt það sem af er ári

Alls bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu 38 tilkynningar um kynferðisbrot í júní, um 16 þeirra tilkynninga voru vegna brota sem áttu sér stað í júní. Er þetta nokkur fjölgun tilkynninga miðað við meðaltal síðustu sex og síðustu 12 mánuði á undan. Hins vegar hafa, það sem af er ári, verið skráð um 14 prósent færri kynferðisbrot en voru skráð að meðaltali á sama tímabili síðustu þrjú ár þar á undan. Alls hafa verið skráð 164 kynferðisbrot á fyrri helmingi ársins. Á sama tímabili í fyrra voru þau 190 talsins, 229 talsins árið 2021 en 153 árið 2020.

Alls bárust 25 beiðnir um leit að börnum og ungmennum í júní. Ekki hafa borist fleiri beiðnir um leit að börnum og ungmennum síðan í júní 2020 þegar 25 beiðnir bárust.

Skráðum fíkniefnabrotum fjölgaði á milli mánaða og voru skráð þrjú stórfellt fíkniefnabrot í júní. Heilt yfir hafa þó verið skráð um 33 prósent færri fíkniefnabrot á höfuðborgarsvæðinu en voru skráð að meðaltali á sama tímabili síðustu þrjú ár á undan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár