Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Búið að opna að gosstöðvunum

Opn­að hef­ur ver­ið um Mera­dala­leið að gos­stöðv­un­um við Litla Hrút. Reyk­ur vegna gróð­urelda og gasmeng­un olli því í morg­un að ákveð­ið var að hafa lok­að fram yf­ir há­degi.

Búið að opna að gosstöðvunum
Mengun Gasmengun berst nú frá gosstöðvunum yfir gönguleiðir að þeim.

Búið er að opna gönguleið um Meradali upp að gosstöðvunum við Litla Hrút. Sú ákvörðun var tekin nú um eitt leytið en í morgun var ákveðið að halda leiðinni lokaðri fram yfir hádegi. 

Fréttin hefur verið uppfærð. Sjá má upphaflega frétt hér að neðan.

Áfram verður lokað fyrir ferðir að gosstöðvunum við Litla Hrút, í það minnsta fram yfir hádegi í dag. Tekin var ákvörðun um þetta á fundi viðbragðsaðila nú í morgun. Staðan verður endurmetin klukkan eitt í dag.

Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum kemur fram að reykur frá gróðureldum berist nú yfir gönguleiðina að gosstöðvunum og af þeim sökum sé ekki hægt að tryggja öryggi þeirra sem fari inn á svæðið. Unnið er að því að slökkva gróðureldana norðaustan við Keili í átt að útsýnisstað að gosinu. Þyrla landhelgisgæslunnar aðstoðaði við slökkvistörf um helgina og notaðist við slökkviskjólu, svokallaðan bamba, við þau störf. Þyrlan mun áfram taka þátt í slökkvistarfinu í dag.

Lokað var fyrir ferðir að gosstöðvunum síðastliðinnn fimmtudag og hefur verið lokað þangað síðan. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að fólk hafi lagt af stað að gosinu og í nótt sem leið þurftu björgunarsveitir að aðstoða og leita að göngumönnum. Kona sem leitað var að í nótt fannst á þriðja tímanum og karlmaður sem einnig var leitað að fannst á sjötta tímanum á sævðinu.

Búast má við að gasmengunar verði vart á Suðurstrandarvegi í dag, sem og á gönguleiðum að gosstöðvunum en norðan og norðvestan átt er á svæðinu og berst mengunin því til suðurs. Vindaspá fyrir daginn gerir ráð fyrir 5 til 8 metrum á sekúndu og bætir heldur í vind á síðdegis á morgun en lægir svo seint annað kvöld.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár