Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Búið að opna að gosstöðvunum

Opn­að hef­ur ver­ið um Mera­dala­leið að gos­stöðv­un­um við Litla Hrút. Reyk­ur vegna gróð­urelda og gasmeng­un olli því í morg­un að ákveð­ið var að hafa lok­að fram yf­ir há­degi.

Búið að opna að gosstöðvunum
Mengun Gasmengun berst nú frá gosstöðvunum yfir gönguleiðir að þeim.

Búið er að opna gönguleið um Meradali upp að gosstöðvunum við Litla Hrút. Sú ákvörðun var tekin nú um eitt leytið en í morgun var ákveðið að halda leiðinni lokaðri fram yfir hádegi. 

Fréttin hefur verið uppfærð. Sjá má upphaflega frétt hér að neðan.

Áfram verður lokað fyrir ferðir að gosstöðvunum við Litla Hrút, í það minnsta fram yfir hádegi í dag. Tekin var ákvörðun um þetta á fundi viðbragðsaðila nú í morgun. Staðan verður endurmetin klukkan eitt í dag.

Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum kemur fram að reykur frá gróðureldum berist nú yfir gönguleiðina að gosstöðvunum og af þeim sökum sé ekki hægt að tryggja öryggi þeirra sem fari inn á svæðið. Unnið er að því að slökkva gróðureldana norðaustan við Keili í átt að útsýnisstað að gosinu. Þyrla landhelgisgæslunnar aðstoðaði við slökkvistörf um helgina og notaðist við slökkviskjólu, svokallaðan bamba, við þau störf. Þyrlan mun áfram taka þátt í slökkvistarfinu í dag.

Lokað var fyrir ferðir að gosstöðvunum síðastliðinnn fimmtudag og hefur verið lokað þangað síðan. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að fólk hafi lagt af stað að gosinu og í nótt sem leið þurftu björgunarsveitir að aðstoða og leita að göngumönnum. Kona sem leitað var að í nótt fannst á þriðja tímanum og karlmaður sem einnig var leitað að fannst á sjötta tímanum á sævðinu.

Búast má við að gasmengunar verði vart á Suðurstrandarvegi í dag, sem og á gönguleiðum að gosstöðvunum en norðan og norðvestan átt er á svæðinu og berst mengunin því til suðurs. Vindaspá fyrir daginn gerir ráð fyrir 5 til 8 metrum á sekúndu og bætir heldur í vind á síðdegis á morgun en lægir svo seint annað kvöld.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár