Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Búið að opna að gosstöðvunum

Opn­að hef­ur ver­ið um Mera­dala­leið að gos­stöðv­un­um við Litla Hrút. Reyk­ur vegna gróð­urelda og gasmeng­un olli því í morg­un að ákveð­ið var að hafa lok­að fram yf­ir há­degi.

Búið að opna að gosstöðvunum
Mengun Gasmengun berst nú frá gosstöðvunum yfir gönguleiðir að þeim.

Búið er að opna gönguleið um Meradali upp að gosstöðvunum við Litla Hrút. Sú ákvörðun var tekin nú um eitt leytið en í morgun var ákveðið að halda leiðinni lokaðri fram yfir hádegi. 

Fréttin hefur verið uppfærð. Sjá má upphaflega frétt hér að neðan.

Áfram verður lokað fyrir ferðir að gosstöðvunum við Litla Hrút, í það minnsta fram yfir hádegi í dag. Tekin var ákvörðun um þetta á fundi viðbragðsaðila nú í morgun. Staðan verður endurmetin klukkan eitt í dag.

Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum kemur fram að reykur frá gróðureldum berist nú yfir gönguleiðina að gosstöðvunum og af þeim sökum sé ekki hægt að tryggja öryggi þeirra sem fari inn á svæðið. Unnið er að því að slökkva gróðureldana norðaustan við Keili í átt að útsýnisstað að gosinu. Þyrla landhelgisgæslunnar aðstoðaði við slökkvistörf um helgina og notaðist við slökkviskjólu, svokallaðan bamba, við þau störf. Þyrlan mun áfram taka þátt í slökkvistarfinu í dag.

Lokað var fyrir ferðir að gosstöðvunum síðastliðinnn fimmtudag og hefur verið lokað þangað síðan. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að fólk hafi lagt af stað að gosinu og í nótt sem leið þurftu björgunarsveitir að aðstoða og leita að göngumönnum. Kona sem leitað var að í nótt fannst á þriðja tímanum og karlmaður sem einnig var leitað að fannst á sjötta tímanum á sævðinu.

Búast má við að gasmengunar verði vart á Suðurstrandarvegi í dag, sem og á gönguleiðum að gosstöðvunum en norðan og norðvestan átt er á svæðinu og berst mengunin því til suðurs. Vindaspá fyrir daginn gerir ráð fyrir 5 til 8 metrum á sekúndu og bætir heldur í vind á síðdegis á morgun en lægir svo seint annað kvöld.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
3
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
3
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.
Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
4
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
2
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár