„Í gamla daga, þegar verðbólgan var 40 til 80 prósent, þá vandi maður sig á því að skoða verðmiðann á niðursuðudósum til dæmis, hvort verðið væri lægra innst við vegginn en þær sem voru yst, og það kom alveg fyrir,“ segir Þórólfur Geir Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. „Það gat verið mismunandi verð á sömu vöru í sömu búðinni. En það er náttúrlega ekki þannig lengur.“
Það sé þó ýmislegt annað en að teygja sig í öftustu dósina af baunum neytendur geta gert til að bregðast við verðhækkunu.
„Það er hægt að gera þetta þannig að eyða heilmiklum tíma í að versla og vera vel upplýstur. En þegar verðbólgan fer yfir ákveðin mörk, 20 prósent eða 25 prósent á ársgrundvelli, er þetta komið á svo mikla hreyfingu að þú missir yfirsýnina og þá er ekki vinnandi vegur að fylgjast með,“ segir hann og tekur örlítið nýrra dæmi.
Athugasemdir