Töluvert var fagnað og stjórnmálamenn klöppuðu sér jafnvel á bakið þegar nýjustu verðbólgumælingar Hagstofu Íslands voru birtar í júlí. Eftir langt skeið sem einkennst hafði af stöðugum hækkunum lækkaði verðbólga annan mánuðinn í röð og mældist í júní undir níu prósentum í fyrsta sinn í heilt ár. „Þó það sé vissulega of fljótt að fagna sigri eru góð teikn á lofti í baráttunni við verðbólguna sem nú er komin undir 9% í fyrsta sinn á síðustu 12 mánuðum. Þar skiptir máli ábyrg hagstjórn ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur þar sem ekki er vikið frá því að standa vörð um velferðina en sömuleiðis þá velsæld sem byggst hefur upp á síðustu árum,“ skrifaði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, strax í kjölfar nýju verðbólgufréttanna.
Björninn er ekki unninn, en allt á réttri leið. Eða hvað? „Þetta er sennilega aðeins flóknara,“ segir Þórólfur Geir Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, sem líkt og …
Athugasemdir