Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Verðbólgudraugurinn sem vomir yfir Íslandi

Ís­land virð­ist sér­stak­lega við­kvæmt fyr­ir verð­bólgu. Hvenær hún læt­ur á sér kræla og hvenær hún hverf­ur, virð­ist þó mörg­um hin mesta ráð­gáta. Seðla­bank­inn reyn­ir sitt besta til að kveða draug­inn í kút en það er bara svo margt sem við vit­um ekki þeg­ar við velj­um með­öl­in.

Verðbólgudraugurinn sem vomir yfir Íslandi

Töluvert var fagnað og stjórnmálamenn klöppuðu sér jafnvel á bakið þegar nýjustu verðbólgumælingar Hagstofu Íslands voru birtar í júlí. Eftir langt skeið sem einkennst hafði af stöðugum hækkunum lækkaði verðbólga annan mánuðinn í röð og mældist í júní undir níu prósentum í fyrsta sinn í heilt ár. „Þó það sé vissulega of fljótt að fagna sigri eru góð teikn á lofti í baráttunni við verðbólguna sem nú er komin undir 9% í fyrsta sinn á síðustu 12 mánuðum. Þar skiptir máli ábyrg hagstjórn ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur þar sem ekki er vikið frá því að standa vörð um velferðina en sömuleiðis þá velsæld sem byggst hefur upp á síðustu árum,“ skrifaði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, strax í kjölfar nýju verðbólgufréttanna. 

Björninn er ekki unninn, en allt á réttri leið. Eða hvað? „Þetta er sennilega aðeins flóknara,“ segir Þórólfur Geir Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, sem líkt og …

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Íslenski verðbólgudraugurinn

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár